Færsluflokkur: Bloggar
15.7.2009 | 00:55
Glitnir - Saxhóll - Byr
Það er mjög athyglisvert að velta fyrir sér eignatengslunum á milli Glitnis og Byrs, áður en til stofnfjáraukningarinnar árið 2007 kom. Um þau tengsl má m.a. lesa í útgefendalýsingum Glitnis frá árinu 2007. Af þeim lestri má glögglega sjá að þáverandi eigendur stórra stofnfjárhluta í Byr, Saxhóll (Nóatúnsfjölskyldan) og BYGG (Byggingafélag Gylfa og Gunnars) voru verulega áhrifamikil í Glitni, líkt og í Byr. Eins og flestir vita var stefnt að sameiningu Byrs og Glitnis allt fram að yfirtöku ríkisins á Glitni um mánaðarmót sept-okt 2008. Eftirfarandi má m.a. lesa hér: http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4081 (útgefið af Glitni).
"Saxbygg Invest ehf. and Saxsteinn ehf. announced that they had purchased 744,035,065 shares in the Company, bringing its holding up to 1,027,754,470 shares or 6.91%. Saxbygg Invest ehf. and Saxsteinn ehf. are subsidiaries of Saxbygg ehf. Saxbygg ehf. is owned by Saxhóll ehf. and Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. Saxbygg ehf. purchased on 5 April 2007 a 5% share in the Company but Saxsteinn ehf. owned 0.69%. Saxhóll ehf. and related parties hold 0.2% share and Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. and related parties hold 1.02% share."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 17:22
Stofnfjáraukningin 2007
Nokkuð hefur verið rætt um mismuninn á kaupum á stofnfé og hlutafé, sér í lagi í tengslum við lánveitingar Glitnis til stofnfjáreigenda í Byr. Það er í sjálfu sér fyrir utan okkar verkahring að segja með nákvæmum hætti hver munurinn er, enda slíkt eflaust ekki hafið yfir lögfræðilegan vafa. Það er þó í okkar huga alveg ljóst að það er rangt að menn komist upp með að stilla eldra fólki, sem staðið hefur um árabil með sínu fyrirtæki (t.d. Sparisjóði Vélstjóra), upp við vegg m.a. með því að tilkynna að ef ekki verði reiddar fram himinháar upphæðir þá muni stofnfé rýrna um 86%. Það var gert í stofnfjáraukningunni árið 2007 og er til á prenti.
Í kringum stofnfjáraukninguna 2007 fengu stofnfjáreigendur að vita að stofnfjáraukningin ætti að standa undir vexti Byrs inn í framtíðina, m.ö.o. að með því að reiða fram stofnfjáraukninguna væru stofnfjáreigendur að standa vörð um sitt fyrirtæki, með líkum hætti og gert hafði verið áður, þegar siðferðisleg skylda manna var að standa að baki sínum sparisjóði. Loforð um arðgreiðslur hafa eflaust haft áhrif, en þess ber þó að geta að við höfum ekki séð slík loforð á prenti (enda væri loforð um arðgreiðslu tvö ár fram í tímann svo fáránleg yfirlýsing í dag að Jón Þorsteinn og hans menn hafa þó áttað sig á því að slíkt ætti ekki að vera til á prenti). Ýmsir hafa hinsvegar haft samband við okkur og látið vita af slíkum loforðum (munnlegum). Niðurstaðan er að í dag eru til ólögráða einstaklingar sem skulda á annan tug milljóna og áttræðir ellilífeyrisþegar sem skulda 80 milljónir!
Það er í dag lítill vafi á því að yfirlýsingar um að stofnfjáraukningin ætti að standa undir vexti Byrs voru innistæðulausar. Með stofnfjáraukningunni var hlutföllum stofnfjár og varasjóðs riðlað og þar með skapaður möguleiki til að greiða út hluta af varasjóðnum sem arð. Þetta var rangt og hefði ekki átt að líðast, ekki af stofnfjáreigendum né öðrum. Ef stofnfjáraðilar hefðu staðið upp á þeim tíma og barið í borðið, væri staðan ekki eins og hún er í dag. Því miður hafði gagnrýnin hugsun vikið fyrir sofandahætti árið 2007 og því fór sem fór. Þar erum við öll undir sömu sökina seld. Það er því þeim mun mikilvægara að við séum öll gagnrýnin á það sem er að gerast í dag og að við kryfjum til mergjar þau mál sem refsa ber fyrir í fortíðinni þar sem ráðandi aðilar hafa misnotað traust almennra hluthafa/stofnfjáreigenda einungis þannig skapast traust til uppbyggingar, hvort sem fyrirtækið heitir Byr, Kaupþing, Glitnir eða hvaða það annað fyrirtæki sem virðist hafa verið misnotað í þágu stærstu eigenda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 16:43
Málsókn undirbúin vegna Exeter Holdings málsins
Eins og áður hefur komið fram hefur verið unnin lögfræðileg úttekt á viðskiptunum með Exeter Holdings. Sá lögmaður sem þá úttekt hefur unnið hefur áður unnið með viðlíka mál og í undirbúningi er málsókn (einkamál) á hendur þeim sem að þeim viðskiptunum stóðu. Til að gefa þeim sem stóðu að viðskiptunum og verða mögulega sóttir til saka, ekki of miklar upplýsingar, hefur verið ráðlagt að gefa ekki upp hver viðkomandi lögmaður er. Vegna vangaveltna í athugasemd hér á síðunni er þó rétt að taka fram að viðkomandi lögmaður er ekki Karl Georg Sigurbjörnsson.
Þeir lesendur síðunnar sem hafa áhuga á að kynna sér málsóknina frekar og mögulega leggja henni lið með einhverjum hætti er velkomið að setja sig í samband við Rakel: thorunnrakel@gmail.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 16:20
Athyglisverð grein Sigrúnar Davíðsdóttur
Mjög athyglisverða grein eftir Sigrúnu Davíðsdóttur er að finna hér:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2009 | 14:45
Eygló Harðardóttir - Svar Gylfa Magnússonar
http://www.visir.is/article/20090701/FRETTIR01/95787477
Ef ríkið keypti stofnféð fullu verði væri ríkið að taka á sig tap sparisjóðanna á umliðnum árum," segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, um lagafrumvarp sitt um sparisjóðina. Í frumvarpinu er lögð til heimild til að færa niður stofnfé sjóðanna svo þeir geti þegið stofnfjárframlag frá ríkinu.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, hefur gagnrýnt frumvarpið fyrir að stefna stofnfjáreigendum í þrot.
Gylfi segir án efa rétt að margir þeirra sem tekið hafi þátt í aukningu stofnfjárins á undanförnum árum hafi tekið til þess lán og þeir verði fyrir tapi vegna fjárfestingarinnar.
Vandinn er raunverulegur, en það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki þennan hóp fólks sérstaklega út fyrir sviga og niðurgreiði tap þeirra þegar ekki er hægt að niðurgreiða tap allra," segir Gylfi og bendir á að hluthafar bankanna hafi tapað öllu sínu. Hann segir þó betra að þessi leið sé farin og ríkið komi sparisjóðunum til bjargar en að þeir fari í þrot.
Það má segja að þetta sé tilboð sem ríkið gerir og stofnfjáreigendum er heimilt að hafna því ef það er óhagstætt, en þá verða þeir jafnframt að bjarga stofnununum með öðrum hætti," segir Gylfi að lokum, en það er fundur stofnfjáreigenda hvers sjóðs sem ákveður hvort stofnféð verði fært niður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2009 | 14:42
Eygló Harðar: Stofnfjáreigendur stefna í gjaldþrot
Eftirfarandi frétt er tekin af:
http://www.visir.is/article/20090701/FRETTIR01/781267555
Í nýju frumvarpi viðskiptaráðherra um fjármálafyrirtæki er gert ráð fyrir því að heimilt verði að lækka stofnfé sparisjóða til jöfnunar taps sem ekki verður jafnað á annan hátt.
Er þetta gert til að auðvelda sparisjóðum að sækja sér nýtt stofnfé, meðal annars á grundvelli neyðarlaganna. Í neyðarlögunum er það skilyrði sett fyrir fjárframlagi ríkissjóðs til sjóðanna að varasjóðir þeirra séu ekki neikvæðir. Það merkir að eigið fé þeirra má ekki vera minna en sem nemur bókfærðu virði stofnfjárins.
Þannig taka stofnfjáreigendur á sig tap sparisjóðsins síðasta ár að því leyti sem það var umfram varasjóð.
Nokkur styr stendur um tillöguna í þinginu, en Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að niðurfærsla stofnfjár þýddi að fjöldi stofnfjáreigenda stefni í gjaldþrot. Hún segir marga hafa tekið lán til að auka við stofnfé sitt á þeim forsendum að gengi eignanna færi aldrei niður fyrir einn, þ.e. að bréf þeirra yrðu aldrei minna virði en nafnverð þeirra segir til um.
Þannig segir hún að verið sé að breyta leikreglunum eftir á.
Hún gagnrýndi þingmenn Vinstri græna harðlega fyrir að styðja frumvarpið, sem hún segir að hafi hingað til viljað tryggja samfélagslegan grunn sparisjóðanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 03:09
Hæstaréttarlögmaðurinn
Vegna athugasemdar við síðustu færslu, er rétt að taka fram að hæstaréttarlögmaðurinn sem leitað var til um álitsgerð vegna Exeter Holdings málsins, er ekki Björn Þorri Viktorsson, hrl.
Viðkomandi lögmaður hefur verulega reynslu af málum sem þessum. Á meðan þeir stofnfjáreigendur sem hafa haft samband við lögmanninn ráða ráðum sínum um framhaldið höfum við verið beðin um að gefa nafn hans ekki upp hér á síðunni. Okkur þykir sjálfsagt að verða við því en munum upplýsa um framgang málsins um leið og rétt þykir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2009 | 02:01
Álit hæstaréttarlögmanns á Exeter Holdings málinu liggur fyrir
Nokkur hópur stofnfjáreigenda hefur fengið álit hæstaréttarlögmanns á Exeter Holdings málinu. Álit lögmannsins er mjög skýrt:
1. Fullt tilefni er til þess að kæra málið til FME og sérstaks saksóknara.
2. Þeir hagsmunir er um ræðir og þær aðferðir sem beitt var til þess að færa framangreindum aðilum [fyrrverandi stjórnarmönnunum Jóni Þorsteini Jónssyni og Birgi Ómari Haraldssyni, auk fleiri] eignir BYRs og stofnfjáreigenda sjóðsins gefa fullt tilefni til þess að höfða einkamál.
Í áliti lögmannsins segir m.a. "Með gjörningi þessum er í raun verið að færa fjármuni úr sjóðum BYRs yfir til MP banka h.f. og losa stjórnarmenn í leiðinni úr persónulegum ábyrgðum".
Þeir stofnfjáreigendur sem leituðu til lögmannsins skipuleggja nú næstu skref.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2009 | 00:48
Blogg Halldórs Jónssonar
Halldór Jónsson, stofnfjáreigandi í Byr tjáir sig með beinskeyttum hætti á bloggi sínu um málefni Byrs. Halldór er einn þeirra stofnfjáreigenda sem farið hefur fram á lögbann á þriðja manns af B-lista í stjórn Byrs. Þriðja manni af B-lista var á aðalfundinum tryggð stjórnarseta með atkvæðum sem fengust við framvísun umboðs frá Kaupþingi Lux, en Kaupþing Lux hafði varðveitt hluti Karenar Millen á safnreikningi.
Samkvæmt íslenskum lögum fylgir ekki atkvæðisréttur hlutum sem geymdir eru á safnreikningum.
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/903967/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 17:18
Skemmtilegt blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar