Færsluflokkur: Bloggar
24.10.2009 | 10:37
Morgunblaðið greinir lánveitingar Byrs til Exeter Holdings
Morgunblaðið greinir frá því í dag að málefni Exeter Holdings hafi verið kærð af FME til sérstaks saksóknara.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/24/lan_byrs_til_exeter_kaert_til_serstaks_saksoknara/?ref=fphelst
Jafnframt birtir prentútgáfa blaðsins nokkuð ítarlega fréttaskýringu um málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2009 | 02:19
Exeter Holdings - hverjir bera ábyrgð?
- Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs (um 54 milljón hluti að nafnverði)
- Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmaður Byrs (um 64 milljón hluti að nafnverði)
- MP Banki (um 120 milljón hluti að nafnverði)
- G.Arnason ehf, Mardrangar ehf (um 27 milljón hluti að nafnverði)
- Húnahorn ehf (um 21 milljón hluti að nafnverði)
- Lykilstjórnandi í Byr (um 21 milljón hluti að nafnverði)
Með viðskiptunum runnu meira en 1000 milljónir úr sjóðum Byrs. Þeir sem seldu greiddu upp lán sem voru með stofnfjárbréfin að veði. Lánveitandinn, MP Banki, fékk þar með allt sitt greitt og slapp við afskriftir vegna lánanna. Hluti af stofnfénu var selt Exeter Holdings eftir að framkvæmt hafði verið veðkall vegna þess af hendi MP Banka, vegna lánastöðu viðkomandi aðila hjá MP Banka.
Yfirlýsingar manna vegna málsins eru misvísandi eins og oft í erfiðum málum. Forsvarsmenn MP Banka voru margsaga um tengsl fyrirtækisins við viðskiptin og yfirlýsingar stjórnarmanna Byrs stönguðust á hverjar við aðra, sem og á við yfirlýsingar MP Banka.
Málið hefur fyrir löngu verið kært (í apríl 2009). Við hjónin (Sveinn og Rakel) gátum rakið slóð stofnfjárins með skoðun á opinberum gögnum í apríl 2009. Um er að ræða svo grófa og augljósa misnotkun að það getur einungis verið spurning um tíma hvenær rannsóknaraðilar grípa til raunverulegra aðgerða vegna málsins. Á meðan er hægt að rifja upp nokkrar staðreyndir:
Ágúst Sindri Karlsson var stjórnarmaður Exeter Holdings þegar viðskiptin fóru fram. Ágúst Sindri er formaður Hauka, viðskiptafélagi Margeirs Péturssonar í gegnum mörg ár. Hann sat m.a. í stjórn MP Banka fram í júlí 2008 og átti hlut í fyrirtækinu við árslok 2008. Hann hefur setið í stjórnum ótal félaga á liðnum árum. Ágúst Sindri hefur komið að bæjarstjórnarmálum í Hafnarfirði. Eftir hann liggja m.a. skrif þar sem hann hvetur til bætts siðferðis:
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=122065
Jón Þorsteinn Jónsson er yngstur Nóatúnssystkynanna svokölluðu. Á útrásartímanum vann Jón Þorsteinn m.a. mikið með Gunnari og Gylfa í BYGG, Hannesi Smárasyni og fleiri aðilum sem gjarnan unnu með Baugi að fjárfestingum. BYGG og Saxhóll, félag Nóatúnssystkynanna áttu Saxbygg í sameiningu. Bæði Saxbygg og Saxhóll eru gjaldþrota í dag. Hægt er að fræðast um Jón Þorstein t.d. hér:
http://verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/925064/ http://verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/925296/Birgir Ómar Haraldsson er yngstur í fjögurra bræðra hópi, þeirra Gunnars Arnar, Hafþórs og Dagþórs S. Birgir Ómar er starfsmaður Sunds ehf/ Icecapital ehf, en það félag er í eigu Jóns Kristjánssonar og Páls Þórs Magnússonar. Jón og Páll eru mágar og er Birgir Ómar kvæntur föðursystur Jóns. Birgir Ómar hefur setið í stjórnum með Ágústi Sindra Karlssyni, m.a í stjórn líftæknisjóðsins árið 2005. Hann var virkur meðlimur í endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins strax eftir hrun eins og sjá má hér:
http://www.endurreisn.is/hagvoxtur/drog/velferd-byggd-varanlegum-grunni-birgir-omar-haraldsson/2/
Að lokum nokkrar misvísandi yfirlýsingar hafa verið gefnar út vegna málsins og umfjöllun um þær:
http://www.pressan.is/Frettir/Lesavidskiptafrettir/yfirdrattarlan-fra-byr-mogulega-notad-til-kaupa-a-stofnfjarbrefumhttp://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/856455/ http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/863706/ http://verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/851031/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2009 | 14:54
Ágúst Sindri Karlsson kominn í matvælin
Eins og sjá má á meðfylgjandi hlekk er Ágúst Sindri Karlsson búinn að snúa sér að matvælabransanum. Ágúst var ábyrgur fyrir Exeter Holdings þegar félagið tók yfirdráttarlán til að kaupa stofnfjárbréf af Jóni Þorsteini Jónssyni og fleiri aðilum á yfirverði.
Það er ekki hægt að segja að heilbrigt viðskiptasiðferði skíni út úr gjörningum Exeter Holdings, þ.a. maður getur spurt sig hvort heppilegt sé að Ágúst Sindri kenni matvælaframleiðendum framtíðarinnar hvernig höndla eigi málin.
http://www.bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2275
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 00:50
Hvað gekk mönnum til með sameiningarviðræðum Byrs og Glitnis?
Það er mjög athyglisvert að skoða fréttir frá því fyrir ári síðan. Ein frétt sem er nánast akkúrat ársgömul, frá vef RÚV 23. september 2008, vekur athygli í dag. Eins og bent er á í fréttinni voru margir viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs Jónssonar áberandi í stofnfjáreigendahópi Byrs (þ.a.m. Jón Þorsteinn Jónsson, þáverandi stjórnarformaður Byrs). Nokkrum dögum eftir þessa frétt mætti Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis í Seðlabankann og fékk nei frá Davíð Oddssyni við lánsbeiðni Glitni til handa.
Um það bil viku síðar (7. október) losaði Jón Þorsteinn sig við stofnfjárbréf fyrir hundruð milljóna yfir í Exeter Holdings, með fjármögnun frá Byr og misnotaði þannig aðstöðu sína gróflega. Þann gjörning kærðum við hjónin í apríl og hefur FME haft það mál til skoðunar æ síðan. Margir stofnfjáreigendur hafa komið að máli við okkur og spurt hvers vegna FME sé ekki búið að afgreiða jafn augljósa misnotkun og um er að ræða í tilfelli Exeter Holdings. Því er því miður ekki hægt að svara en seinagangurinn vekur furðu margra.
Fréttina má nálgast hér, en hún er jafnframt afrituð hér að neðan:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item227689/
"Hægt er að ná verulegri hagræðingu með samruna Glitnis og Byrs. Sú hagræðing næst með fækkun útibúa og starfsmanna. Við sameiningu Glitnis og Byrs yrði til næststærsti banki Íslands. Í hálffimm fréttum Kaupþings kemur fram að samanlagt markaðsverðmæti Glitnis og Byrs sé um 280 milljarðar króna.
Ef listi um stærstu stofnfjáreigendur Byrs er skoðaður má þar sjá marga af viðskiptafélögum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, en hann er ráðandi í hluthafahópi Glitnis. Ef sameining á að skila mikilli hagræðingu er ljóst að fækka þarf útibúum og starfsfólki. Glitnir rekur 21 útibú, Byr 6. Augljós skörun er á fjórum stöðum. Á Akureyri eru Byr og Glitnir með útibú hlið við hlið og svipaða sögu er að segja í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Hjá Glitni starfa um 2.000 manns, helmingurinn á Íslandi. Hjá Byr eru starfsmenn 230.
Í Viðskiptablaðinu í dag segir að hægt sé að fækka starfsfólki um sem nemur starfsmönnum Byrs eða um 200 manns. Mestri hagræðingu sé hægt að ná í höfuðstöðvum bankanna eða stoðdeildunum. Heildarsparnaður gæti því verið um 3 til 5 milljarðar króna á ári. Það er um 10% af heildarrekstrarkostnaði bankanna tveggja sem blaðið segir að sé um 35 milljarðar á ári."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 00:16
Lán til stjórnenda Glitnis
Í 6 mánaða uppgjöri Glitnis árið 2008 koma ýmsir áhugaverðir hlutir í ljós. Meðal þess sem þar er fjallað um eru lán til tengdra aðila. Þau þróuðust á eftirfarandi hátt (íslenski partur starfseminnar):
- Lán til forstjóra og framkvæmdastjóra sviða fóru úr 1.8 milljörðum í 9 milljarða (+400%)
- Lán til stórra hluthafa og stjórnarmanna fóru úr 38.9 milljörðum í 33.7 milljarða, ath. breytingar á stjórn (-13.4%)
- Lán til tengdra fyrirtækja fóru úr 16.9 milljörðum í 30.9 milljarða (+83%)
Eins og oft áður er lítið um frekari skýringar. Breytingar á lánum til stórra hluthafa og til stjórnarmanna kunna að helgast af breyttri samsetningu stjórnarinnar. Einnig má spyrja hvort breytingarnar kunni einnig að helgast af því að stjórnendur sem voru með persónulegar ábyrgðir hafi flutt lán sín yfir í félög.
Fyrir stofnfjáreigendur í Byr sem skulda Íslandsbanka vegna stofnfjáraukningar eru þetta tölur sem vert er að velta fyrir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2009 | 22:23
Fyrirkomulag lánanna hjá Glitni
Rétt er að rifja aðeins upp tilurð og fyrirkomulag lánanna sem stofnfjáreigendur tóku hjá Glitni í kringum áramót 2007-2008. Meðal þess sem fram kemur í upplýsingablaði frá Glitni var möguleiki á að velja milli þriggja möguleika
1) Lán í íslenskum krónum
2) Lán í erlendum myntum
3) Lán til helminga í íslenskum krónum og erlendum myntum
Fram kemur á upplýsingablaðinu að lánstími sé 18 mánuðir og að afborgun höfuðstóls skuli fara fram í einni greiðslu, í lok lánstíma. Vaxtagreiðslur skuli fara fram eftir 6 mánuði og svo í lok lánstíma. Eitthvað virðist þetta atriði hafa skolast til þegar að arðgreiðslum kom hjá Byr um mitt ár 2008, því almennt fengu stofnfjáreigendur ekki krónu af þeim arði, heldur rann hann óskiptur til Glitnis, til greiðslu á höfuðstóli og vöxtum.
Við hjónin tókum eingöngu hluta af kaupverði stofnfjár að láni hjá Glitni (greiddum afganginn með eigin fé). Okkar lán var greitt upp við arðgreiðsluna 2008, en ekki að 18 mánuðum liðnum eins og kynnt hafði verið á upplýsingablaðinu. Athyglisvert væri að vita hvort sama fyrirkomulag hafi verið haft á þegar greiddur var út arður frá Glitni til einkahlutafélaga starfsmanna Glitnis sem áttu hlutafé í Glitni. Ef að líkum lætur hefur það ekki verið, heldur hafa menn hirt arðinn. Lánin hinsvegar sátu eftir þegar Glitnir féll og spurning hvort þau verða ekki einfaldlega afskrifuð af bankanum (hafi þau ekki þegar verið afskrifuð).
Upplýsingablaðið góða nefnir svo auðvitað að tryggingar fyrir lánunum séu:
Glitni banka hf. sett að handveði stofnfjárhlutir stofnfjárhafa og væntar arðgreiðslur af stofnfjárhlutum. Ekki verður krafist frekari trygginga.Fyrir stofnfjáreigendur borgar sig að afla upplýsinga um þessi mál. Við hvetjum alla stofnfjáreigendur sem kallaðir verða til viðtals við Glitni til að spyrja sérstaklega út í arðgreiðslur Glitnis til hlutafélaga í eigu starfsmanna fyrirtækisins og einnig um það hvort lán sem þau hlutafélög fengu hafi verið greidd upp eða afskrifuð. Jafnframt er auðvitað hægt að taka upp símann og hringja í Glitni, spyrjast fyrir um þessi atriði og mörg fleiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 14:23
Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPNOR stjórnarmaður í Glitni
Í skráningarlýsingu Glitnis frá júní 2008 (http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5431) kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Þar er m.a. farið ágætlega yfir stjórnarmenn í Glitni (kafli 16). Meðal stjórnarmanna í Glitni (varamaður) árið 2008 var Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPNOR. Jón er nú framkvæmdastjóri eignaumsýslufélagsins Lífsvals, sem farið hefur mikinn í uppkaupum jarðeigna á Íslandi, svo mikinn að á tímabili þótti ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða til að tryggja að íslenskar bújarðir héldust í eigu venjulegs fólks en ekki auðmanna.
Það kemur ýmsum á óvart að sjá að Jón Björnsson hafi verið í varastjórn Glitnis. Vitað er að talsverð andstaða var við sameiningu SPNOR við Byr meðal stofnfjáreigenda SPNOR. Þá voru Norðanmenn jafnframt mjög skeptískir á það lánafyrirkomulag sem Glitnir bauð þegar stofnfjáraukning SPNOR fór fram í tengslum við sameiningu við Byr. Almennt virðist talið að Jón Björnsson hafi stýrt SPNOR á farsælan hátt á árabilinu 1997 til 1. nóvember 2005 (þegar Örn Arnar Óskarsson, núverandi útibússtjóri Byrs á Akureyri tók við). Það er því kaldhæðni örlaganna að Jón hafi verið einn þeirra sem sat við stjórnvölinn hjá Glitni þegar hin örlagaríka stofnfjáraukning fór fram um áramót 2007-2008. Ljóst er að staða margra stofnfjáreigenda í fyrrum SPNOR væri önnur og betri ef stjórn Glitnis hefði haldið öðruvísi á málum gagnvart stofnfjáreigendum í Byr, t.a.m. ef tryggt hefði verið með algjörlega óyggjandi hætti að eingöngu væri um að ræða veð í stofnfjárbréfum í Byr en ekki í persónulegum eigum stofnfjáreigenda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2009 | 23:24
Ríkharð Ottó - eignaumsýslumaður Íslandsbanka
Ríkharð Ottó Ríkharðsson er framkvæmdastjóri eignaumsýslufélagsins Miðengis, sem er eignaumsýslufélag Íslandsbanka. Sem slíkur hefur Ríkharð Ottó mikil áhrif á það hvað gert er við eignir sem Íslandsbanki tekur yfir, af skuldunautum sínum. Ríkharð Ottó mætti á aðalfund Byrs fyrir hönd Íslandsbanka og skilaði auðu.
Ríkharð Ottó á sér langa sögu í ýmiskonar erindagjörðum í viðskiptalífinu. Meðal nánustu samverkamanna Ríkharðar Ottó er Pálmi Haraldsson, sem fór nærri því að slá Íslandsmetið í gjaldþroti þegar hann kom Fons rækilega á hausinn (að sjálfsögðu eftir að hafa tekið þaðan út helstu eignir). Meðal nokkurra pósta sem Ríkharð Ottó hefur gegnt og gegnir enn eru:
· Framkvæmdastórastaða og stjórnarseta í Norðurljósum (2005), þegar fyrirtækið var í raun skilið eftir eignalaust en með skuldahala[1].
· Stjórnarformaður Nýsis frá apríl 2009[2],
· í stjórn Skeljungs 2009
· Í stjórn Eikar Fasteignafélags 2009[3]
· Í stjórn Bensínorkunnar (Orkan) 2009[4]. Þar situr einnig Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP Banka, fyrrverandi forstjóri Skeljungs.
· Stjórnarformaður Atlantic Film Studios 2008, þegar ríkisendurskoðun fjallaði um kaup félagsins á húseignum á Keflavíkurvelli[5].
· Framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Mjallar-Friggjar 2003 (strax eftir sameiningu), en þá voru Pálmi Haraldsson og Einar Þór Sverrisson stjórnarmenn þar.
· Ordförande fyrir eignarhaldsfélagið Ice-Can Holding AB í Svíþjóð, en markmið þess eru: Bolaget skall köpa och sälja finansiella instrument, dock ej bedriva sådan verksamhet som avses i lagen om värdepappers- rörelse, hantera koncerninterna lån, samt äga och förvalta värdepapper ävensom idka därmed förenlig verksamhet[6].
Ríkharð Ottó er meðlimur í Rótarýklúbbnum Görðum[7]. Meðal nafntogaðra manna í þeim klúbbi eru m.a. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Jónas Friðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME (sem giftur er Lilju Dóru Halldórsdóttur, fyrrverandi stjórnarmanni í Dagsbrún og Samskipum). Myndin hér að neðan, sem sýnir Ríkharð, er tekin af heimasíðu klúbbsins.
[2] http://www.vb.is/frett/3/54218/breyting-a-stjorn-nysis--
[4] http://www.orkan.is/Um-Orkuna/Sagan
[5] http://www.rikisend.is/files/skyrslur_2008/Throunarfelagid_2008.pdf
[6] http://www.allabolag.se/5566685599
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 00:37
Glitnir, Íslandsbanki - þvílík sorgarsaga
Þar sem Íslandsbanki (áður Glitnir) virðist hafa ákveðið að ganga af hörku fram gegn stofnfjáreigendum er ekki úr vegi að nokkur grunnatriði varðandi Íslandsbanka verði rifjuð hér upp á síðunni. Það mun verða gert hér næstu daga.
Það sem m.a. vekur athygli þegar Glitnir/Íslandsbanki er skoðaður nánar er hversu lítil endurnýjun/útskipting starfsmanna úr stjórnendateymi bankans hefur orðið - eftir bankahrun. Það hljómar óneitanlega sérstakt að starfsmenn sem sýndu ekki meiri getu en svo að verða fyrstir til að keyra íslenskan banka í kaf í langan tíma, eigi að sjá til þess að koma þar málum í betra horf. Ágætis dæmi um starfsmenn sem athyglisvert er að skoða eru Vilhelm Már Þorsteinsson, Rósant Már Torfason, Jóhannes Baldursson og Ríkharð Ottó Ríkharðsson.
Vilhelm, Rósant og Jóhannes komu allir inn í framkvæmdastjórateymi Glitnis í maí 2008. Þá höfðu þeir áður tekið við kúlulánum upp á tæpan milljarð hver þeirra, allt í gegnum einkahlutafélög. Þessi lán voru svo auðvitað nýtt til að kaupa hlutabréf í Glitni og halda þannig verði þeirra uppi á óeðlilegan hátt. Til að toppa athæfið var kauphöllinni ekki tilkynnt um innherjaviðskipti, þar sem viðskiptin voru látin eiga sér stað dagana áður en tilkynnt var um komu Vilhelms, Rósants og Jóhannesar í framkvæmdastjórnina. Miðað við að um eins árs kúlulán hafi verið að ræða má vænta þess að þegar sé búið að afskrifa þessi lán. Vilhelm, Rósant og Jóhannes starfa allir ennþá fyrir Íslandsbanka.
Ríkharð Ottó Ríkharðsson er líklega minna þekktur. Hann hefur þó komist til talsverðra metorða hjá hinum nýja Íslandsbanka. Svo sérstakt sem það kann að virðast var Ríkharð einmitt maðurinn sem mætti fyrir hönd Íslandsbanka á aðalfund Byrs og skilaði þar auðum atkvæðum upp á nokkur hundruð milljón stofnfjárhluti. Ríkarð Ottó kemur einnig að stjórnun ýmissa félaga, m.a. Geysi Green Energy, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þar kemur reyndar nafn Rósant einnig fyrir.
Rétt er að hvetja stofnfjáreigendur í Byr til þess að kynna sér núverandi starfsemi og stjórnendur Glitnis áður en þeir verða kallaðir til fundar við fyrirtækið. Þegar Íslandsbanki hyggst setja stofnfjáreigendum í Byr afarkosti og stilla þeim upp við vegg má spyrja sig hvort ekki væri eðlilegra að taka fyrst til innandyra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 16:19
Íslandsbanki stillir stofnfjáreigendum upp við vegg
Haft var samband við okkur og við beðin um að koma því á framfæri að Íslandsbanki hafi kallað stofnfjáreigendur til fundar vegna lántöku sem nýtt var til stofnfjáraukningar í lok árs 2007. Eins og alkunna er, voru þessi lán kynnt með þeim hætti að einungis væri um að ræða veð í stofnfjárbréfunum sjálfum. Þegar fólk hafi komið til fundar hafi því verið tilkynnt að það yrði að breyta lánum sínum í 10 ára lán með veði í húsnæði þess eða öðrum eigum. Einstaklingum, sumum hverjum komnum af léttasta skeiði, sé þannig stillt upp og sagt að þeir verði að ganga frá sínum málum hið fyrsta og aðrir kostir en þessir séu ekki í boði.
Sú aðferðafræði sem hér er lýst verður að teljast á flestan hátt vafasöm. Rétt er að hvetja stofnfjáreigendur til að kanna mjög vel sína réttarstöðu og ekki undirrita slíka afarkosti undir neinum kringumstæðum. Sér í lagi þar sem gjalddagi lánanna er fyrst eftir u.þ.b. mánuð, eða 19. október.
Hópur stofnfjáreigenda í Byr undirbýr nú fund þar sem ætlunin er að fara yfir stöðu mála stofnfjáreigenda gagnvart Glitni/Íslandsbanka. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um staðsetningu eða dagsetningu fundarins en upplýsingar um það verða settar hér á síðuna um leið og hópurinn hefur gengið frá lausum endum.
Þá er rétt að benda stofnfjáreigendum á að velkomið er að senda póst (sveinn.margeirsson@gmail.com) ef frekari upplýsinga er óskað og/eða ef vilji er til að koma efni á framfæri hér á síðunni. Stefnt er að tíðari uppfærslu síðunnar en verið hefur sl. vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar