Færsluflokkur: Bloggar
13.1.2010 | 11:23
Samtök stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði
Að loknum stofnfjáreigendafundi í BYR föstudaginn 15. Janúar fer fram stofnfundur Samtaka stofnfjáreigenda í BYR sparisjóði (SSBS). Tilgangur samtakanna er m.a. að standa vörð um hagsmuni félagsmanna og bankastarfsemi sem hefur samhjálp og félagshyggju að leiðarljósi og hyggst félagið koma fram fyrir hönd stofnfjáreigenda í helstu hagsmunamálum. Eitt af brýnustu hagsmunamálum stofnfjáreigenda um þessar mundir eru annars vegar hlutur okkar í endurskipulagningu sparisjóðakerfisins og hins vegar staða lánamála gagnvart fjármálafyrirtækjum vegna kaupa á stofnfé.
Á stofnfundinum verða lög félagsins sett auk þess sem fimm manna stjórn verður kjörin. Allir eigendur stofnfjárbréfa í BYR sparisjóði geta orðið félagsmenn í SSBS gegn greiðslu félagsgjalds.
f.h. undirbúningshóps,
Eggert Þór Aðalsteinsson
eggert.adalsteinsson@gmail.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 08:30
Stofnfjáraðilafundur 15. janúar
Stofnfjáraðilar eru allir hvattir til að mæta á stofnfjáreigendafund Byrs þann 15. janúar nk.
Eins og allir vita hefur margt gerst í rekstri og umhverfi Byrs sl. mánuði. Á stofnfjáraðilafundinum mun m.a. gefast kærkomið tækifæri til að kynna sér helstu atriði er varða fjárhagslega endurskipulagningu Byrs, sem skipta mun stofnfjáraðila miklu máli varðandi framtíðaraðkomu þeirra að Byr.
Nú er tækifærið fyrir stofnfjáraðila til að fjölmenna á fund, styðja þannig við bakið á sínu fyrirtæki og sýna alþjóð að það hægt að byggja upp fjármálafyrirtæki sem nær árangri í rekstri en hefur á sama tíma í heiðri gildi eins og heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti.
Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér:
http://www.byr.is/byr/um_byr/frettir/?cat_id=16&ew_0_a_id=795
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 01:09
Yfirlýsingar MP Banka
MP Banki gerði sér lítið fyrir í fyrradag og gaf það út að bankinn hefði samúð með stofnfjáreigendum Byrs. Eggert Þór Aðalsteinsson fjallar um yfirlýsingu MP Banka á bloggi sínu og er vert að taka undir orð Eggerts um að affarasælast sé fyrir alla, hvort sem þeir koma fram fyrir Byr, MP eða aðra, að segja satt og hætta að snúa út úr:
http://www.eggman.blog.is/blog/eggman/entry/993876/
Annars hafa yfirlýsingar MP Banka og forsvarsmanna hans áður verið nokkuð áhugaverðar, eins og sjá má hér:
http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/984156/
http://blog.eyjan.is/fia/2009/12/05/vidskiptavinur-bunadarbankans/#comments
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2009 | 15:17
Sparisjóðaáhlaup spunakarla
Stofnfjáreigendum og öðrum áhugasömum er bent á umfjöllun Eggerts Þórs Aðalsteinssonar.
http://eggman.blog.is/blog/eggman/entry/990355/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 21:12
Skipulagði MP Banki Exeter Holdings viðskiptin?
Það vakti athygli okkar að lesa frétt DV frá því í lok nóvember, þar sem Margeir Pétursson viðurkennir að MP Banki hafi skipulagt Exeter Holdings viðskiptin.
http://www.dv.is/frettir/2009/11/27/margeir-mp-skipulagdi-exeter-vidskiptin/
Ef satt reynist hefur MP Banki í raun verið sá aðili sem var ábyrgur fyrir þjófnaði um 1000 milljóna úr sjóðum Byrs. Frétt DV er ekki hvað síst athyglisverð í ljósi fjölmargra yfirlýsinga forsvarsmanna MP um að MP hafi lítið sem ekkert komið nærri viðskiptunum og að Exeter Holdings sé MP algjörlega óviðkomandi. Sjá t.d:
http://eyjan.is/blog/2009/04/09/margeir-byr-deilur-ovidkomandi-mp-banka/
http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/984156/
Af MP er það annars að frétta að fyrirtækið hyggst stækka við sig og opna nýtt útibú í Ármúla, jafnframt sem það flytur höfuðstöðvar sínar þangað.
http://www.vb.is/frett/1/57754/mp-banki-flytur-i-nyjar-hofudstodvar-i-armula-13a
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2009 | 00:18
Yfirlýsingaskákin
Sérstakur saksóknari gerði húsleit í MP Banka í dag vegna viðskipta Exeter Holdings með stofnfjárbréf. Það sama var gert í Byr.
Í kjölfarið kom Ágúst Sindri Karlsson með afskaplega áhugaverða yfirlýsingu. Hana má t.d. nálgast hér: http://www.visir.is/article/20091124/VIDSKIPTI06/442096823
Í yfirlýsingunni segir Ágúst Sindri m.a. "Stofnbréfin voru keypt af MP-banka sem jafnframt sá um fjármögnun kaupanna. Mér var ekki kunnugt um hverjir voru fyrri eigendur stofnfjárbréfanna fyrr en mörgum mánuðum síðar."
Yfirlýsingin er áhugaverð í marga staði.
1. Ef marka má þessi orð voru ÖLL stofnfjárbréfin keypt af MP Banka. Ef Ágúst Sindri segir satt í þessari yfirlýsingu hefur MP Banki semsagt fengið rúman milljarð út úr sölunni. Það er mjög há upphæð í samanburði við t.d. rúmlega 800 milljóna hagnað MP Banka á árinu 2008. Ef satt reynist, hljóta forsvarsmenn MP Banka að vilja skýra þetta mál.
2. Ef marka má yfirlýsinguna sá MP Banki um fjármögnunina. Samt sem áður hefur það margoft komið fram að Byr fjármagnaði kaupin á stofnfjárhlutunum. Það er eitthvað misræmi í þessu....
En það eru fleiri yfirlýsingar sem birtust í dag. Yfirlýsing frá MP Banka er á þá leið að "húsleit sérstaks saksóknara snúi ekki að bankanum sjálfum, heldur að ákveðnum viðskiptavinum". Eitthvað ósamræmi er þarna á milli hljóðs (MP) og myndar (Ágúst Sindri). Ef Ágúst Sindri (Exeter Holdings) keypti öll bréfin af MP Banka og viðskiptin eru til rannsóknar og tilefni húsleitar, hvernig má það þá vera að húsleitin snúi ekki að bankanum sjálfum?
http://www.visir.is/article/20091124/FRETTIR01/182812899
En þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem yfirlýsingar manna fara ekki alveg saman. Við fjölluðum um þetta í pistli hér á Verjum Byr fyrir nokkru: http://verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/863706/
Hér að neðan eru nokkur helstu atriðin úr þessum pistli.
Tímaröð mikilvægra atburða7.4.2009
Viðtal við Svein og Rakel sýnt í Kastljósi. Haft er eftir Styrmi Þór Bragasyni, forstjóra MP Banka: "Styrmir sagði hlut MP Banka í umræddum viðskiptum engan" (http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431357)
8.4.2009
Fundur um málið á Grand Hóteli. Yfirlýsing frá þremur stjórnarmönnum Byrs berst inn á fundinn, þar sem þeir segja Exeter Holdings vera í eigu MP Banka.
9.4.2009
Margeir Pétursson svarar yfirlýsingu stjórnarmanna Byrs með annarri yfirlýsingu. Segir m.a. um viðskiptin: "vegna lána sem veitt voru á sínum tíma til kaupa á bréfum í BYR og fengust þau lán uppgerð í kjölfar veðkalla. Þar með lauk afskiptum MP Banka af þessu máli" (sjá t.d. http://eyjan.is/blog/2009/04/09/margeir-byr-deilur-ovidkomandi-mp-banka/).
10.4.2009
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, sem átti hluta af þeim stofnfjárbréfum sem runnu til MP Banka og voru svo seld til Exeter Holdings gefur út yfirlýsingu. Segir m.a. að þau stofnfjárbréf sem um ræðir hafi verið framseld til MP Banka í september en hafi ekki formlega verið færð yfir á nafn MP Banka vegna þess að enginn stjórnarfundur hafi verið haldinn (Jón var sjálfur stjórnarformaður Byrs á þessum tíma).
15.4.2009
Sveinn og Rakel hringja í Sérstakan Saksóknara og óska eftir fundi, til að leggja fram gögn. Ákveðið að starfsmenn Sérstaks Saksóknara finni fundartíma og hafi samband, sem þeir og gera.
Frétt um þátt MP Banka í viðskiptunum og tengsl við Exeter Holdings birtist í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Margeir Pétursson neitar að veita viðtal vegna málsins, sbr: Kastljós náði í dag sambandi við Margeir Pétursson, stjórnarformann MP Banka. Margeir vildi hvorki veita fréttastofu eða Kastljósi viðtal vegna málsins en sagðist algjörlega standa við fyrri yfirlýsingu þess efnis að Exeter holdings sé MP-banka með öllu ótengt.
(http://www.ruv.is/heim/frettir/mobile/frett/store64/item260401/).
Margeir Pétursson og aðrir stjórnarmenn MP Banka gefa síðar um kvöldið út yfirlýsingu þar sem þeir neita því að tengsl séu á milli Exeter Holdings og MP Banka.
16.4.2009
Sveinn og Rakel hitta starfsmenn Sérstaks Saksóknara og afhenda þeim gögn í málinu. Sveinn og Rakel kæra í framhaldinu (sama dag) þann gjörning sem fólst í sölu stofnfjárhlutanna til Exeter Holdings og leggja áherslu á að þáttur MP Banka og stjórnarmanna og stjórnenda í Byr verði rannsakaður með hraði. Afrit af kærunni afhent Fjármálaeftirliti, Fjármálaráðuneyti og Seðlabankanum. Öll gögn sem voru afhent Sérstökum Saksóknara send sem viðhengi á þessar stofnanir síðdegis um daginn.
Margeir Pétursson neitar því í kvöldfréttum sjónvarps að tengsl séu á milli Exeter Holdings og MP en segir að það að fyrirtæki Ágústs Sindra hafi keypt stofnfé í Byr af MP Banka hafi bara verið viðskipti" (http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456583/2009/04/16/6/) og viðurkennir þar með að MP Banki hafi selt Exeter Holdings stofnfé í Byr, þrátt fyrir að hafa neitað því áður og að forstjóri MP Banka (Styrmir Bragason) hafi áður sagt að MP Banki hafi engan þátt átt í viðskiptunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2009 | 13:53
Ábyrgð stjórnarmanna og laun
Sökum mikils annríkis sl. vikur hefur ekki verið mikið um uppfærslur hér á vefnum. Þar sem við rákumst á fleyg orð sem höfð voru eftir stjórnarformanni SPRON eftir aðalfund 2008 (síðasta aðalfund SPRON) er þó ástæða til að benda fólki á þau:
Ég vil vekja athygli á því, sagði Erlendur Hjaltason, sem var kjörinn stjórnarformaður Spron að aðalfundi loknum, að það fylgi því mikil ábyrgð að sitja í stjórn fjármálafyrirtækis og fyrir slíka ábyrgð á að greiða, sagði hann.
Stjórnarseta í Spron er ekki einhver hlutavinna sem maður tekur að sér - sem maður leggur ekki hug sinn og hjarta í - heldur leggur mikla vinnu í. Ég og við sem setið höfum í stjórninni, höfum lagt mikla vinnu á undanförnu ári í það að sinna þessu starfi og það munum við gera áfram. Hvort heldur fundurinn kjósi það að laun okkar séu 120 þúsund eða 200 þúsund, það skiptir ekki öllu máli, sagði Erlendur.
http://www.vb.is/frett/1/40148/
Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá hefur Erlendur Hjaltason gegnt trúnaðarstörfum (stjórnarseta eða framkvæmdastjóri) fyrir eftirtalin fyrirtæki:
Háuklettar ehf, Fram Foods hf, Bakkavör Group hf, Öryggismiðstöð Íslands hf, VÍS International Invest hf, VÍS Eignarhaldsfélag hf, Skipti hf, LF3 ehf, Tölvur ehf, Bond Private Insurance Holding, Kögun ehf, Síminn ehf, Xista ehf, Eignarhaldsfélagið Exista ehf, ÖM eignarhaldsfélag ehf, Skipti ehf, SVÍV ses, Lyfja hf, SPRON hf, Líftryggingafélag Íslands hf, Áskaup hf, LÝS-2 ehf, Flaga Group ehf, VÍS 3 ehf, LÍFÍS 3 ehf, Exista hf, Lögvangur ehf, Pera ehf, Lýsing hf, Tjarnargata 35 ehf, Exista Trading ehf, Vöruhótelið ehf, Exista Invest ehf, Árkaup ehf, Þræðir ehf, Ingvar Helgason ehf, Viðskiptaráð Íslands, Vátryggingafélag Íslands hf, LF2 ehf, Traustfang ehf, Pond Street Investments ehf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2009 | 23:00
Athyglisverð greining á Lífsvali
Athyglisverð greining á málefnum sem tengjast Lífsvali hf birtist á pistlar.com
http://www.pistlar.com/2009/11/huldufelagi%c3%b0-lifsval-ehf/
Í pistlinum er m.a. komið inn á hlut Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Byrs og Jóns Björnssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Norðlendinga, í rekstri fasteigna-og jarðeignafyrirtækisins Lífsvals hf.
Þá er í pistlinum m.a. til umræðu Ágúst Sindri Karlsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Exeter Holdings.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2009 | 22:39
Mikilvægt að allir standi í lappirnar
Það er mikilvægt, ef Íslendingar ætla að ala hér manninn til frambúðar, að hér verði uppgjör. Því miður er ekki hægt að varpa ábyrgðinni á því uppgjöri alfarið á Evu Joly og menn Sérstaks Saksóknara, sem telja má á höndum fárra handa.
Þeir sem vita, verða að koma fram og láta aðra vita. Ef ekki á opinberum vettvangi, þá saksóknara, rannsóknanefnd, FME og/eða lögreglu.
Þeir sem hafa hæfileika til að finna upplýsingar og greina þær, verða að gera slíkt.
Næsta verk er að kæra það sem ranglega hefur verið gert.
Það þýðir ekki bara að benda á næsta mann.
"Hún hvatti alla þá sem byggju yfir upplýsingum um það sem gerst hefði bæði fyrir og eftir hrun að koma þeim upplýsingum til skila. Menn ættu ekki að fá að drullumalla" í friði. Framundan væru átök því að margir vildu halda í óbreytt ástand. Hún minnti að lokum á að kunningjaþjóðfélagið gæfi ekki eftir baráttulaust. "
(http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/03/hafa_hredjatok_a_bonkunum/)
Hafa hreðjatök á bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 17:05
Bankastjóri Glitnis gagnrýnir fyrrum stjórn Byrs
Það má segja að heiðvirðum stofnfjáreigendum í Byr hafi borist aðstoð úr óvæntri átt í dag. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að "stjórn Byrs hefði sett stofnfjáreigendum afarkosti" þegar stofnfjáraukning fór fram árið 2007.
Þetta mat Birnu er hárrétt og hefur margoft verið bent á þetta af stofnfjáreigendum. Stærstu stofnfjáreigendur sem mynduðu ráðandi blokk innan Byrs (Magnús Ármann, Jón Þorsteinn Jónsson, Hannes Smárason, Steini í Kók o.fl) gengu þvert gegn hagsmunum Byrs og almennra stofnfjáreigenda þegar stofnfjáraukningin var ákveðin.
Viðtalið við Birnu má heyra hér:
http://vefmidlar.visir.is/vefUtvarp/?channelID=BYLGJAN&programID=94d580b4-f0dc-4267-887f-d2d6b0fecba2&mediaSourceID=ea6cd5de-f93b-4b56-8869-c660a336d6fa&mediaClipID=6fc96214-35e1-416b-a6c7-531e5c8da310
Jafnframt skal bent á ágætis fréttaskýringu Spegilsins frá því í gær, varðandi lán Glitnis til stofnfjáreigenda (og sér í lagi barna sem voru stofnfjáreigendur):
http://dagskra.ruv.is/ras2/4482226/2009/10/30/1/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar