Færsluflokkur: Bloggar
4.5.2010 | 23:20
Jón Björnsson vill afsökunarbeiðni
Samkvæmt frétt RÚV frá því í kvöld hefur Jón Björnsson farið fram á afsökunarbeiðni vegna fréttar RÚV í gær.
Frétt RÚV frá því í gær:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497981/2010/05/03/
Frétt RÚV frá því í dag:
http://www.ruv.is/frett/segir-fjarfestingar-standa-vel
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497982/2010/05/04/6/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2010 | 09:45
Sigrún Björk og Jón Björnsson: Norðlenskir fjölmiðlar taka við sér
Eins og við var að búast tóku Norðanmenn við sér þegar upplýsingar bárust um kaupmála Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og Jóns Björnssonar, sem lýst var á RÚV í gær.
Vikudagur, blað sem gefið er út á Akureyri gerir málið að umfjöllunarefni á vefsíðu sinni. Athyglisvert verður að sjá hvort heimamenn þekki enn betur til mála, en ábendingum er velkomið að koma á netfangið sveinn.margeirsson@gmail.com.
Frétt Vikudags: http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=5804
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 02:26
Sigrún Björk Jakobsdóttir og Stapi lífeyrissjóður
Því hefur verið haldið fram að þörf sé á að skipa rannsóknarnefnd vegna sparisjóða annarsvegar og lífeyrissjóða hinsvegar. Eins og áður hefur verið vikið að er Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri, eiginkona Jóns Björnssonar, f.v. sparisjóðsstjóra SPNOR og núverandi framkvæmdastjóra Lífsvals.
Sigrún Björk Jakobsdóttir er einn þriggja fulltrúa atvinnurekenda í stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Hún hefur setið í stjórn sjóðsins frá 8. maí 2008 og mun að minnsta kosti sitja fram til ársfundar hans 6. maí n.k. Sigrún Björk varð stjórnarformaður eftir ársfund í maí 2008 og hefur væntanlega einnig verið það á árinu 2009-2010, þar sem hún er launahæsti stjórnarmaður Stapa, með samtals 765 þúsund fyrir stjórnarstörf á því starfsári.
Aðrir fulltrúar atvinnurekenda í stjórn Stapa eru Guðrún Ingólfsdóttir, Höfn og Anna María Kristinsdóttir, Akureyri, sem mun vera starfsmannastjóri Samherja. Guðrún Ingólfsdóttir er væntanlega dóttir Ingólfs Ásgrímssonar og er þar með bróðurdóttir Halldórs Ásgrímssonar. Á síðasta starfsári var bróðir Guðrúnar, Ásgrímur Ingólfsson, í stjórn Stapa. Það er því óhætt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eigi sína fulltrúa í stjórn Stapa.
Afkoma Lífeyrissjóðsins Stapa hefur verið vægast sagt léleg á tíma Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur sem stjórnarmanns. Ósagt skal látið hvort það geti talist henni að kenna, en ljóst má vera að gríðarlegir fjármunir hafa farið til spillis, enda er tryggingafræðileg staða sjóðsins afar slæm og að öllum líkindum von á rýrnandi lífeyrisréttindum. Meðal þess sem veldur slæmri stöðu sjóðsins er sú staðreynd að forsvarsmenn hans "gleymdu" að lýsa kröfum í þrotabú Straums, eins og fréttahaukar landsins gerðu sér mat úr sl. sumar.
Ársfundur Stapa fer fram 6. maí n.k. Áhugavert verður að sjá hvort viðlíka átök verða á þeim fundi og nýafstöðnum ársfundi Gildis, en ljóst má vera að skipan Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og barna Ingólfs Ásgrímssonar í stjórn Stapa eru áhugavert pólitísk áhrif í stjórnum lífeyrissjóða.
Ársskýrsla: http://www.stapi.is/static/files/arsfundagogn2010/31.desember2009-lokaeintak.pdf
Auglýsing um ársfund: http://www.stapi.is/is/news/arsfundur-sjodsins/
Kannski sjóðsfélagar í Stapa taki undir kröfuna um skipan rannsóknarnefndar um störf lífeyrissjóða og sparisjóða?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2010 | 01:22
Fyrirtæki tengd Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og Jóni Björnssyni
Rel-8, gagnagrunnur Jóns Jósefs Bjarnasonar er frábært tól fyrir fólk sem hefur áhuga á greiningu fjárhagsupplýsinga og upplýsingum um tengsl á milli aðila á Íslandi. Eftirfarandi félög eru meðal þess sem fram kemur í honum þegar upplýsingar um hlutafélagaþáttöku Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og Jóns Björnssonar eru skoðaðar:
- Árbakki hestar ehf, 500305 0530. Sigrún Björk og Jón Björnsson bæði stjórnarmenn.
- Sigrún Björk Jakobsdóttir er m.a. meðstjórnandi í Stapa Lífeyrissjóði
- Jón Björnsson er eða hefur verið stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri í m.a. eftirfarandi félögum:
- Einhóll ehf (03.97)
- Landgerði ehf (04.05)
- Fjárhirðar ehf (05.03)
- FSP hf (05.00)
- Lífsval (12.02)
- Njarðarnes ehf (11.02).
- Dyrfjöll ehf (11.05)
- Hró ehf (12.06)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2010 | 00:50
Uppgjörs er þörf
Það er langt um liðið frá því að sett hefur verið færsla inn á Verjum Byr. Satt best að segja var ekki ætlunin að þær yrðu fleiri - mál var að heimilislífið kæmist í fastar skorður og öðrum hlutum væri sinnt en Byr. Ég er stoltur af því starfi sem stofnfjáreigendur í Byr unnu til að bjarga sínu fyrirtæki. Því miður var ekki nóg gert, enda við sviksama menn að eiga í sumum tilvikum, en menn þorðu í öllu falli að standa upp ogberjast á móti óréttlætinu.
Frétt Ríkissjónvarpsins frá því í kvöld ofbauð hinsvegar algjörlega siðferðiskennd minni og því hef ég ákveðið að leggja vinnu í að greina frá nokkrum þeim atburðum sem, út frá mínum bæjardyrum séð, leiddu til þeirrar sorglegu stöðu að Byr sparisjóður varð gjaldþrota. Sú umfjöllun blandast að nokkru leyti viðlíka sorgarsögu sparisjóðakerfisins í heild sinni og verður því jafnframt vikið að öðrum sparisjóðum en Byr.
Ég stefni ekki að því að brjóta lög með umfjöllun minni, þ.a. þess er ekki að vænta að einstakar lánveitingar eða málefni viðskiptamanna Byrs muni verða tekin fyrir, nema um viðkomandi hafi verið fjallað á opinberum vettvangi áður. Þess gerist ekki þörf til að koma auga á samhengi hlutanna. En til að byrja með er rétt að fjalla aðeins um fréttina sem mér ofbauð. Hana má finna á eftirfarandi hlekkjum:
http://www.ruv.is/frett/allar-fasteignir-yfir-a-konuna
http://www.dv.is/frettir/2010/5/3/faerdi-eignir-yfir-eiginkonu-daginn-fyrir-husleit/
í þessari frétt er kaupmála Jóns Björnssonar, f.v.sparisjóðsstjóra SPNOR og Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, f.v. bæjarstjóra áAkureyri og núverandi oddvita Sjálfstæðismanna á Akureyri lýst. Sigrún Björk Jakobsdóttir og Jón Björnsson tilheyra sterkum hópi áhrifafólks á Akureyri.
Jón Björnsson hefur margoft komið við sögu á þessari síðu, m.a. í eftirfarandi fréttum:
http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/974723/
http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/951031/
Eins og mörgum er kunnugt var Jón Björnsson varamaður í stjórn Glitnis. Hann hefur að líkindum komið inn í stjórnina á aðalfundinum 2008, ef marka má ársskýrslu Glitnis 2007 og svo skráningarlýsingu Glitnis frá sumrinu 2008 (http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=543). Jón var því ekki stjórnarmaður í Glitni þegar stofnfjáraukningin í Byr og Sparisjóði Norðlendinga fór fram árið 2007. Á hinn bóginn er vitað að hann, ásamt f.v. formanni stjórnar SPNOR, Jóni Kr. Sólnes, töluðu mjög fyrir því að SPNOR yrði sameinað Byr. Að endingu varð raunin sú og eftir sitja stofnfjáreigendur í SPNOR flestir með sárt ennið og margir hverjir á leið með sín mál fyrir dómstóla.
Í dag hljóta stofnfjáreigendur Byrs og sér í lagi stofnfjáreigendur SPNOR að spyrja sig hvort stofnfjáraukningin árið 2007 hafi verið sjónarspil frá upphafi til enda. Hvort að þeir sem töluðu helst fyrir henni hafi í rauninni gengið annarra erinda en stofnfjáreigenda og fengið fyrir það dúsur frá þeim hæst settu? Til dæmi framkvæmdastjórastöður, lánveitingar og stjórnarsæti?
Uppgjörs er þörf. Meira síðar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2010 | 23:14
Misnotkun sparisjóða
Það er sorglegt að horfa á þá misnotkun sem virðist hafa átt sér stað með SPRON. Furðuleg stofnfjárviðskipti, fáránleg áhættustýring (stöðutaka í Exista) og undirlægjuháttur gagnvart Kaupþingi. Svona lagað á ekki að líða og furðulegt að fyrrum stofnfjáreigendur SPRON skuli ekki hafa risið upp og gert eitthvað í málunum.
Til allrar hamingju hefur náðst að snúa hlutunum við í Byr - með gríðarlegri vinnu. Það er of seint að bjarga rekstri SPRON, en það hlýtur að þurfa að skoða hvað aflaga fór og tryggja að slitin á fyrirtækinu verði framkvæmd með heiðarlegum hætti.
Við hvetjum fyrrverandi stofnfjáreigendur SPRON til að standa í lappirnar og gera nú eitthvað í málunum.
Hver er t.d. ábyrgð stjórnarmanna SPRON (sept 2008, skv heimasíðu SPRON):
Stjórnarmaður | Athugasemdir |
Erlendur Hjaltason, | Exista, var í Eimskip 1997-2004 |
Ari Bergmann Einarsson, | Yfirmaður austursvæðis útibúa SPRON frá 1997, útibússtjóri Skeifunni. |
Ásgeir Baldurs | VÍS |
Margrét Guðmundsdóttir | IcePharma |
Rannveig Rist | Alcan á Íslandi / Álverið í Straumsvík |
Situr beggja vegna borðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2010 | 08:21
Glærur Sveins
Hér að neðan má sjá glærur Sveins frá stofnfjáreigendafundinum. Meðal þess sem komið var inn á í ræðunni var sú sérstaka umræða sem beitt er gegn þeim sem vilja taka til hendinni og hrinda breytingum í framkvæmd. Eftirfarandi er úr ræðunni
· Síðast en ekki síst eru það ekki góðir stjórnunarhættir að nota upplogna fjölmiðlaumræðu og gróusögur til að koma höggi á annað fólk. Stjórnarstarfið hefur verið gríðarleg vinna og ég hef heyrt ótal sögur um það afhverju ég leggi jafn hart að mér og ég geri. Að ég sé að vinna fyrir Baug. Að ég sé að vinna fyrir IceCapital. Síðast heyrði ég að ég væri að vinna fyrir Skeljung. Allt er þetta uppspuni frá rótum. Ég er ekki að vinna fyrir neinn. Ég er að vinna að því markmiði að tryggja rekstur Byrs til framtíðar og á sama tíma að leggja mitt af mörkum til þess að réttlæti og sátt verði náð í íslensku samfélagi. Ég legg hart að mér vegna þess að ég vil geta litið í spegilinn á morgnana án þess að þurfa að líta undan. Ég vil geta horfst í augu við börnin mín eftir 20 ár þegar þau spyrja og þau munu spyrja Pabbi; hvað gerðir þú þegar fjármálakerfið hrundi á Íslandi 2008. Ég vil geta horfst í augu við þau og sagt: Ég gerði allt það sem ég gat. Ég vann af trúmennsku og lét ekki mína persónulegu stundarhagsmuni ganga framar ykkar framtíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2010 | 15:07
Fréttatilkynning frá Samtökum Stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði
Undir hlekknum: http://www.amx.is/vidskipti/13553/, má finna umfjöllun um fréttatilkynningu frá Samtökum Stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði (SSB).
Þar segir m.a. að eitt af helstu viðfangsefnum félagsins um þessar mundir sé að gæta hagsmuna stofnfjáreigenda Byrs í tengslum við þá víðtæku endurskipulagningu sem á sér stað innan sparisjóðakerfisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010 | 12:27
Samtök stofnfjáreigenda í Byr stofnuð
Að loknum stofnfjáreigendafundi Byrs sl. föstudag fór fram stofnfundur Samtaka Stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði (SSB).
Það var Eggert Þór Aðalsteinsson sem kynnti stofnun samtakanna og fórst það vel úr hendi. Samkvæmt 2. grein samþykkta félagsins er tilgangur þess að " standa vörð um hagsmuni félagsmanna og bankastarfsemi sem byggir á gildum samjálpar og félagshyggju".
Hér að neðan má sjá glærur sem Eggert Þór sýndi á fundinum. Meðal þess sem vakti athygli í máli Eggert var hugmynd um að Byr sparisjóður seldi hlut sinn í MP Banka til stofnfjáreigenda. Stofnfjáreigendur eru hvattir til að kynna sér glærur Eggerts.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010 | 02:23
Mjög vel heppnaður stofnfjáreigendafundur
Það er sérstök ástæða til að fagna vel heppnuðum stofnfjáreigendafundi Byrs, sem fram fór sl. föstudag.
Fundurinn, sem var afar upplýsandi, fór fram með ágætum. Stofnfjáreigendur hafa án nokkurs vafa verið mun fróðari um málefni sparisjóðsins eftir fundinn en áður.
Það gefst ekki tími núna til að koma öllu því að sem fram fór á fundinum. Á næstu dögum munum við samt reyna að koma á framfæri nokkrum mikilvægum atriðum sem fram komu, út frá minnispunktum okkar frá fundinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar