25.4.2009 | 08:34
Svar við yfirlýsingu Margeirs Péturssonar og MP Banka
Það hafa margir haft samband við okkur og spurt hvort við ætlum ekki að svara yfirlýsingu Margeirs Péturssonar og MP Banka varðandi tengsl Exeter Holdings og MP Banka. Það mun verða gert, enda er málstaður MP Banka í þessu máli vægast sagt veikur, sem og annar málflutningur forsvarsmanna MP Banka. MP Banki hefur t.a.m. tekið skortstöðu á móti krónunni og talar á sama tíma gengi hennar niður (MP Banki hagnast á því að gengi krónunnar veikist). Þetta má lesa út úr ársreikningi MP Banka árið 2008 (http://www.mp.is/fyrirtaekid/utgafa/arsskyrslur).
Til að átta sig á veikum málflutningi forsvarsmanna MP Banka er ágætt að lesa færslu okkar hér á vefnum: http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/856455/
Við munum innan tíðar láta heyra meira í okkur.
Gleðilegt sumar!
Sveinn og Rakel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 01:48
Þökkum allar góðar ábendingar
Þó ekki hafi mikið heyrst frá okkur sl. daga hefur vinnan haldið áfram. Það er óhætt að segja að við finnum fyrir miklum velvilja og þökkum kærlega allar þær ábendingar sem við höfum fengið sl. daga. Það er kominn tími til að við Íslendingar tökum höndum saman og hreinsum út þá spillingu sem virðist hafa hreiðrað um sig.
SAMSTAÐA!
Sveinn og Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 01:11
Víðtæk samstaða meðal velunnara Byrs sparisjóðs
Það er greinilegt að stofnfjáreigendur í Byr eru staðráðnir í því að snúa bökum saman og eru reiðubúnir til að leggja mikið á sig til að sjóðurinn megi dafna um ókomna tíð, sem Byr Sparisjóður.
Alls hafa um 400 manns mætt á fundi okkar sem haldnir voru undir slagorðinu Verjum Byr sparisjóð sem haldnir voru þann 8.apríl á Grand Hóteli, Reykjavík og þann 14.apríl á Hótel KEA, Akureyri . Á báðum fundunum var samþykkt ályktun sem við munum afhenda fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni á næstu dögum.
Það hafa mjög margir stofnfjáreigendur haft samband við okkur og lýst yfir miklum stuðningi við framtak okkar. Velunnarar Byrs eru margir, ekki einungis stofnfjáreigendur, heldur hafa líka margir viðskiptavinir sjóðsins sett sig í samband við okkur auk starfsfólks og annarra velunnara. Í máli fólks kemur sterklega fram hversu annt fólki er um þessa máttarstoð íslensks samfélags. Viðskiptavinirnir hrósa starfsfólkinu í hástert og á sama tíma höfum við skynjað hversu sterkt starfsfólkið ber hag Byrs fyrir brjósti. Eftir samtal við mikinn fjölda stofnfjáreigenda og lestur tuga tölvupósta frá velunnurum Byrs er okkur ljóst að breiðfylking fólks sem ann sparisjóðakerfinu hefur fylkt sér að baki Byr sparisjóði og vill tryggja framtíð sjóðsins.
En breytinga er þörf og krafa um stjórnarskipti er hávær. Margir vilja legga sitt af mörkum til frekari uppbyggingar Byrs og tryggja að í stjórn sjóðsins sitji einungis grandvart og heiðarlegt fólk. Samstaða um að standa að baki stjórn sem ynni að heilindum með hagsmuni viðskiptavina og sjóðsins alls að leiðarljósi er ofar öllu í viðtölum okkar við stofnfjáreigendur. Samhliða því að stofnfjáreigendur eru tilbúnir til að fylkja sér að baki sjóðnum er rík krafa um að stjórnvöld styðji vilja stofnfjáreiganda til góðra verka með sveigjanleika og biðlund þegar semja þarf um endurgreiðslur lána sem stofnfjáreigendur hafa ráðist í til að styrkja eiginfjárstöðu sjóðsins.
Það að tryggja hugmyndafræði sparisjóðakerfisins brautargengi til framtíðar er fólki ofarlega í huga og greinilegt er að það er almennur vilji velunnara Byrs sparisjóðs að vinna hörðum höndum að endurreisn heilbrigðrar bankastarfsemi. Stöndum saman í meðByr og mótByr Byr sparisjóði til framtíðarheilla.
Kveðja
Sveinn og Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 00:59
Yfirlýsingar Margeirs og Styrmis Þórs hjá MP Banka
Það er afar athyglivert að lesa og hlusta á yfirlýsingar Margeirs Péturssonar og Styrmis Þórs Bragasonar sl. daga. Margeir er stjórnarformaður og Styrmir er forstjóri MP Banka.
Það er í fyrsta lagi mat Margeirs að engin tengsl séu á milli Exeter Holdings og MP Banka, þrátt fyrir að þau félög sem stóðu að baki stofnun Exeter Holdings hafi flestöll verið í eigu núverandi stjórnarmanna MP Banka (þ.m.t. Vatnaskil ehf, sem Margeir sjálfur stóð fyrir). Margeir metur það einnig þannig að engin tengsl myndist milli Exeter Holdings og MP Banka þrátt fyrir að Ágúst Sindri Karlsson, aðaleigandi Exeter Holdings hafi verið:
- Eigandi að 4,2 milljón hlutum í MP Banka þegar sala MP Banka á stofnfjárhlutum til Exeter Holdings átti sér stað (sjá ársreikning MP Banka 2008).
- Stjórnarmaður í MP Banka fram á sumar 2008 (lætur af stjórnarsetu í MP Banka 2-4 mánuðum áður en sala MP til Exeter Holdings á stofnfjárhlutum í Byr fór fram; sjá yfirlýsingu Margeirs Péturssonar).
- Samverkamaður Margeirs Péturssonar í fjölmörg ár (m.a. einn af stofnendum MP Verðbréfa árið 1999, sjá ársreikning MP Banka 2008).
Nú að lokum má nefna, varðandi tengsl MP Banka og Exeter Holdings, að skv. Firmaskrá (www.firmaskra.is) er aðsetur Exeter Holdings: Skipholt 50d 3. hæð, IS-810 Hveragerði [takið eftir því að póstnúmer og heimilisfang passa ekki saman]. Samkvæmt Firmaskrá er heimilisfang MP Banka: Skipholt 50d, IS-105 Reykjavík.
Í öðru lagi er sérstakt, svo ekki sé meira sagt, að velta fyrir sér yfirlýsingum forsvarsmanna MP Banka (Margeirs Péturssonar og Styrmis Þórs Bragasonar) um viðskiptin sem Exeter Holdings stóð í. Hluta af yfirlýsingum þeirra má sjá hér að neðan (númeraðar 1., 2. og 3.).
Eins og sjá má eru þeir Margeir og Styrmir ekki alveg sammála í byrjun um það hver þáttur MP Banka hafi verið í viðskiptum Exeter Holdings með stofnfjárbréf í Byr (yfirlýsing 1. og 2.). Styrmir segir hlut MP Banka í viðskiptum Exeter Holdings með stofnfé vera engan, en Margeir segir tveimur dögum síðar að um veðköll hafi verið að ræða, en þegar þau hafi verið yfirstaðin þá hafi MP ekki skipt sér meira af málinu.
Það kveður svo hressilega við nýjan tón hjá Margeiri Péturssyni í sjónvarpsfréttum í gær. Þar nefnir hann að Exeter Holdings hafi keypt stofnfé í Byr af MP Banka (en það hafi bara verið viðskipti). Þetta finnst manni fremur skrýtið í ljósi fyrri yfirlýsinga um að hlutur MP í viðskiptunum hafi verið enginn (Styrmir) og þess að hlut MP Banka hafi lokið þegar lán hafi verið gerð upp í kjölfar veðkalla (Margeir 9. apríl).
Semsagt:
Fullyrðing 1 virðist ekki passa við fullyrðingu 2 og alls ekki við fullyrðingu 3.
Fullyrðing 2 virðist ekki passa ekki við fullyrðingu 3, þrátt fyrir að sami aðili tali.
Fullyrðingarnar:
1. "Styrmir sagði hlut MP Banka í umræddum viðskiptum engan" (Kastljós 7.apríl, http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431357)
2. "vegna lána sem veitt voru á sínum tíma til kaupa á bréfum í BYR og fengust þau lán uppgerð í kjölfar veðkalla. Þar með lauk afskiptum MP Banka af þessu máli [skáletrun: Sveinn og Rakel]. MP Banki getur ekki tekið ábyrgð á því með hvaða hætti veðköllum var mætt, enda hefur bankinn ekkert um það að segja." (Yfirlýsing Margeirs Péturssonar 9.apríl, sjá t.d. http://eyjan.is/blog/2009/04/09/margeir-byr-deilur-ovidkomandi-mp-banka/).
3. "Margeir segir að það að fyrirtæki Ágústs Sindra hafi keypt stofnfé í Byr af MP Banka hafi bara verið viðskipti" (fréttir Ríkissjónvarpsins 16. apríl, http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456583/2009/04/16/6/)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2009 | 11:13
Yfirlýsing frá VBS fjárfestingabanka
Okkur barst eftirfarandi yfirlýsing frá VBS fjárfestingabanka í gær. Vegna anna náðum við ekki að koma yfirlýsingunni inn á www.verjumbyr.blog.is fyrr en nú. Við þökkum VBS fyrir skýringarnar.
Kveðja, Sveinn og Rakel
Frá VBS fjárfestingarbanka
Vegna umfjöllunar um ársreikninga VBS fjárfestingarbanka á síðunni verjumbyr.blog.is vill VBS koma eftirfarandi á framfæri.Spurt er út í hvers vegna Willum Þór Þórsson, sem situr í varstjórn félagsins samþykki nýbirtan ársreikning fyrir árið 2008 í stað Birgis Ómars Haraldssonar.
Birgir Ómar Haraldsson tók sæti í stjórn Byrs í byrjun mars síðastliðin. Að eigin ósk hefur hann ekki setið fundi í stjórn hjá VBS fjárfestingarbanka frá þeim tíma og hefur því ekki fengið gögn né upplýsingar sem stjórnarmaður í VBS. Í hans stað var kallaður til varamaður hans, Willum Þór Þórsson, sem gegnir nú öllum stjórnarstörfum aðalmanns í fjarveru Birgis Ómars. Því skal áréttað að seta Willum Þórs Þórssonar í stjórn VBS fjárfestingarbanka tengist á engan hátt umfjöllun í fjölmiðlum um málefni Byrs sparisjóðs undanfarna daga.
Með bestu kveðju,
F.h VBS fjárfestingarbanka
Þuríður Hrund Hjartardóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2009 | 11:17
Margt að gerast
Það hafa verið mjög annasamir páskar hjá okkur hjónum. Það er óhætt að segja að heildarmynd þeirrar skákfléttu sem bjó að baki sölu stjórnarmanna Byrs sparisjóðs á stofnfjárhlutum hafi skýrst mjög mikið frá því á fundinum á Grand Hóteli sl. miðvikudag.
Margir hafa haft samband við okkur vegna fundarins á Akureyri. Þar munum við m.a. greina frá nýjum upplýsingum sem komið hafa fram í þessari flóknu fléttu.
Að lokum minnum við á þau fornu sannindi að orðstír deyr aldrei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 13:47
Fundur á Akureyri, 14. apríl kl. 20:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2009 | 20:50
VBS og ársreikningurinn 2008
Það er mjög áhugavert að skoða ársreikninga VBS fjárfestingabanka. Í stjórn VBS fjárfestingabanka sátu á árinu 2008 m.a. Páll Þór Magnússon, Jón Kristjánsson (mágur Páls), Birgir Ómar Haraldsson og Símon S. Sigurpálsson, sjá mynd hér að neðan:
Þrátt fyrir að Birgir Ómar Haraldsson sé sagður í stjórn VBS skrifar hann nú samt ekki undir ársreikning VBS fyrir árið 2008, heldur Willum Þór Þórsson. Vekur óneitanlega athygli og væri gaman að fá skýringar á hjá forsvarsmönnum VBS. Ekki síst í ljósi þess að Birgir Ómar þáði 1.740 þúsund fyrir stjórnarsetu á árinu 2008. Willum Þór Þórsson þáði ekki krónu - nema hann eigi hluta af þeim 180 þúsundum sem fóru til varamanna.
Það væri áhugavert að heyra frekari skýringar á því hversvegna Birgir Ómar fer svo snögglega úr stjórn VBS að vefumsjónarmanni fyrirtækisins hafi hreinlega ekki gefist tími ennþá til að leiðrétta vefsíðuna með upplýsingunum um stjórnina.
Þá væri áhugavert að fá að heyra hvenær á árinu 2008 Símon S. Sigurpálsson seldi hlut sinn í VBS, en eignarhlutur hans í VBS fór úr 592 hlutum um áramót 2007-08 (ársreikningur VBS 2007) í akkúrat NÚLL við áramót 2008-09. Ekki væri síður áhugavert að vita hvaða félag hafi keypt hluti Símonar. Í ljósi þess að það var IceCapital ehf sem keypti hlutina í Byr af þeim Jóni, Páli og Símoni gæti maður spurt hvort IceCapital hafi jafnvel lagt í enn meiri fjárfestingar þarna? Nú, og þá má aftur spyrja hvar IceCapital hafi fengið fjármagn til kaupanna - vonandi ekki hjá Byr, með veði í bréfum VBS - það er nefnilega spurning hvers virði bréfin í VBS eru.....Sem leiðir aftur hugann að því að áhugavert væri að vita á hvaða verði Símon seldi bréfin sín.......
Að lokum væri sérstaklega áhugavert að fá álit stjórnvalda á sölu stjórnarmanna VBS á hlutum sínum í Byr (Páll Þór Magnússon, stjórnarformaður VBS, Birgir Ómar Haraldsson (aðalstjórn VBS skv. heimasíðu), Jón Kristjánsson (varastjórn VBS skv. heimasíðu) og Símon S. Sigurpálsson (varastjórn VBS skv. heimasíðu) seldu allir mikið af hlutum í Byr eftir hrun bankanna.
Kveðja,
Sveinn og Rakel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2009 | 14:28
Yfirlýsing Jóns Þorsteins Jónssonar
Vakin er athygli á yfirlýsingu Jóns Þorsteins Jónssonar:
Yfirlýsing frá Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs
Skrifað þann 11. apríl 2009
Vegna umfjöllunar fjölmiðla um málefni Byrs sparisjóðs, vil ég koma eftirfarandi á framfæri sem fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins:
Eins og margir aðrir á undanförnum árum, undirgekkst undirritaður á hendur persónulegar skuldbindingar vegna hlutafjárkaupa. Í lok sumars 2008 var fyrirséð að stutt yrði í að verðmæti hlutabréfa minna færi niður fyrir skuldsetningu þeirra. Því tók ég þá ákvörðun í septembermánuði síðastliðnum, að gera upp allar mínar skuldbindingar gagnvart MP Banka. Vildi ég með því koma í veg fyrir frekara tap af fjárfestingum mínum. Fólst í því framsal á stofnfjárbréfum í Byr, öðrum hlutbréfum og að auki greiddi ég bankanum töluverða fjármuni í reiðufé. Því blasir við fyrir að ég bar töluvert tap af þessum viðskiptum, en hagnaðist ekki.
Uppgjörið átti sér stað, sem fyrr segir, í september 2008, en í þeim mánuði var enginn stjórnarfundur hjá Byr sparisjóði. Viðskiptin voru hins vegar formlega staðfest á stjórnarfundi þann 7. október 2008, sem var fyrsti fundurinn eftir fyrrgreint uppgjör mitt við MP Banka. Þetta hefur valdið þeim leiða misskilningi að viðskiptin hafi átt sér stað í október, þegar þau í raun fóru fram í september. Í millitíðinni áttu sér stað þau boðaföll sem við öll þekkjum á íslenskum fjármálamarkaði, sem endaði með falli viðskiptabankanna.
Látið hefur verið að því liggja að gengið í þessum viðskiptum hafi verið hærra en eðlilegt mætti teljast. Hið rétta er að þegar fyrrgreint uppgjör fór fram, var eigið fé Byr sparisjóðs um 46 milljarðar króna. Svonefnt Q-hlutfall í viðskiptunum (markaðsverð/eigið fé) var því í kringum 1,2 en ekki 3,5 eins og ranglega hefur verið haldið fram. Það er enn fremur alrangt að ég hafi fengið einhvers konar sérmeðferð í viðskiptum mínum við MP Banka. Þvert á móti þurfti ég að taka á mig umtalsvert tap til að gera upp viðskipti mín við bankann.
Því hefur enn fremur verið haldið fram að undirritaður tengist með einhverjum hætti félaginu Exeter Holding sem keypti umrædd stofnfjárbréf af MP Banka. Hið rétta er að engin fjárhags-, eigna- eða hagsmunatengsl eru á milli mín og félagsins og hafa aldrei verið. Það er mér með öllu óviðkomandi og furða ég mig á því að slíkum rangfærslum hafi verið komið á kreik.
Segja má að eftir að á að hyggja hefði verið heppilegra að Byr sparisjóður hefði leitað frekari trygginga vegna lánveitinga sparisjóðsins til áðurnefnds Exeter Holding. Það var því miður lenska í bankakerfinu á síðustu árum að veitt væru lán, eingöngu með veðum í þeim bréfum sem fjárfest var í. Ljóst er að öll fjármálafyrirtæki þurfa að draga af því nauðsynlegan lærdóm. Ég, sem fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, tek að sjálfsögðu á mig minn hluta ábyrgðarinnar á því sem kann að hafa mátt betur fara. Það er jú alltaf auðvelt að vera vitur eftir á, eins og við þekkjum flest.
Ég vil að lokum árétta að ég hef í öllum mínum störfum fyrst og fremst borið hag Byrs sparisjóðs, starfsmanna hans og stofnfjáreigenda fyrir brjósti. Grunnrekstur Byrs sparisjóðs hefur til allrar hamingju gengið vel, á meðan margar lánastofnanir hafa því miður fallið í valinn. Ég veit að Byr sparisjóður mun standa sterkur áfram á íslenskum fjármálamarkaði, og það er einlæg von mín að sem flestir stofnfjáreigendur sjái sér fært að mæta á aðalfund Byrs sparisjóðs, sem haldin verður þann 13. maí næstkomandi, kl. 16:00 að Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.
Virðingarfyllst,
Jón Þorsteinn Jónsson
http://www.byr.is/byr/um_byr/frettir/?cat_id=16&ew_0_a_id=620
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2009 | 18:47
Upplýsingar um lög og reglur
Hér að neðan eru nokkrir athyglisverðir hlekkir í ljósi þeirra viðskipta sem stjórnarmenn í Byr hafa staðið í og í ljósi stjórnarsetu Jóns Kristjánssonar og Birgis Ómars Haraldssonar í VBS-Fjárfestingabanka (sjá http://www.vbs.is/UmVBS/Fjarfestar/Stjorn).
Verklagsreglur Byrs Sparisjóðs. Athugið sérstaklega 4. grein og 5. grein (viðauka).
http://byr.is/byr/upload/files/byr/verklagsreglur/reglur-um-verdbrefavidskipti.pdf
Lög um fjármálafyrirtæki. Athuga sérstaklega greinar 50-60.
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2002161.html
Samþykktir Byrs sparisjóðs, sjá sérstaklega 23. grein.
http://www.byr.is/byr/upload/files/byr/samthykktir-utgafa/samthykktir2008.pdf
Kveðja,
Sveinn og Rakel
Bloggar | Breytt 11.4.2009 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar