28.6.2010 | 23:13
Holskefla skaðabótamála
Eigið fé Byrs var 47 milljarðar við 6 mánaða uppgjör 2008. Við ársuppgjörið 2008 var eigið féð 16 milljarðar og CAD var 8,3%, rétt við 8% lögbundið lágmark. Merkileg tilviljun það!
Þegar fyrirtækið var tekið yfir af FME var það komið langt undir lögbundið lágmark, eins og fólk getur gert sér í hugarlund. Tugir milljarða höfðu verið hreinsaðir þarna út.
Eigið fé Byrs, eins og annarra sparisjóða, skiptist í stofnfé og varasjóð. Stofnféð var í eigu stofnfjáreigenda og varasjóðurinn var ætlaður til að styrkja það samfélag sem sjóðurinn starfaði í. Þessvegna töpuðu allir landsmenn á misnotkun sparisjóðanna.
Stofnfjáreigendur skoða nú höfðun skaðabótamála. Fólk er skilið eftir með skuldir á bakinu en eignunum hefur verið stolið. Þeir sem bera ábyrgð skulu gjalda fyrir gjörðir sínar.
Stjórnir fjármálafyrirtækja bera ábyrgð á gjörðum sínum. Sú stjórn sem samþykkti lánveitingu til handa Exeter Holdings á fundi 19. desember 2008 ber ábyrgð, þrátt fyrir að hafa sloppið við ákærur. Þar voru á ferð
- Jóhanna Waagfjörð, fjármálastjóri Haga
- Ágúst Ármann, faðir Magnúsar Ármann
- Jón Kristjánsson, eigandi Sunds, nátengdur Birgi Ómari Haraldssyni
- Jón Kr Sólnes, f.v. stjórnarformaður SPNOR
Birgir Ómar Haraldsson ber ábyrgð á gjörðum sínum, bæði sem stjórnarmaður í Byr og VBS, þrátt fyrir að hafa ekki verið ákærður í Exeter Holdings málinu.
Sigurður Jónsson ber ábyrgð sem endurskoðandi Byrs.
Það er þetta fólk sem stofnfjáreigendur í Byr skoða núna að sækja skaðabætur til.
Byr fer fram á skaðabætur frá hinum ákærðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hjá ykkur látið þessar heybrækur finna fyrir því
Sigurður Haraldsson, 28.6.2010 kl. 23:24
Lántakendur almennt hljóta líka að fara í skaðabótamál við bankana þó það kunni að vera flóknari mál en þetta.
Einar Guðjónsson, 28.6.2010 kl. 23:33
Jóhanna Waagfjörð, fjármálastjóri Haga
Ágúst Ármann, faðir Magnúsar Ármann
Jón Kristjánsson, eigandi Sunds, nátengdur Birgi Ómari Haraldssyni
Jón Kr Sólnes, f.v. stjórnarformaður SPNOR
Birgir Ómar Haraldsson ber ábyrgð á gjörðum sínum, bæði sem stjórnarmaður í Byr og VBS, þrátt fyrir að hafa ekki verið ákærður í Exeter Holdings málinu.
Svo var gróðinn, eða öllu heldur ránsfengurinn notaður meðal annars til að berast á og kaupa sér þyrlur og stofna þyrlufélag (Norðurflug ehf, framkvst. Birgir Ómar Haraldsson) og niðurbjóða öll verð á markaði í samkeppni við þau fyrirtæki sem fyrir voru. Eins líka kaupa upp stórann hluta af bílamarkaðinum (B&L og IH ) og eru þessi fyrirtæki bæði rjúkandi rústir í dag, að vísu hefur þessi geiri átt mjög erfitt uppdráttar undanfarið en það er skrítið hvernig gömul rótgróinn fyrirtæki eiga allt í einu enga peninga í varasjóði þegar kreppir að.
En saga Byr frá upphafið síðan gömlu sparisjóðirnir voru fyrst sameinaðir er ein stór svikamilla til að komast yfir þá peninga sem þar voru til í sjóðum.
reypet (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:25
Þið hafið staðið ykkur vel í að flétta ofan af svindli þeirra, ég vona að stofnfjáreigundur standi við það að sækja skaðabætur til þeirra.
Thor (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.