Leita í fréttum mbl.is

Holskefla skaðabótamála

Eigið fé Byrs var 47 milljarðar við 6 mánaða uppgjör 2008.  Við ársuppgjörið 2008 var eigið féð 16 milljarðar og CAD var 8,3%, rétt við 8% lögbundið lágmark.  Merkileg tilviljun það! 

Þegar fyrirtækið var tekið yfir af FME var það komið langt undir lögbundið lágmark, eins og fólk getur gert sér í hugarlund.  Tugir milljarða höfðu verið hreinsaðir þarna út.

Eigið fé Byrs, eins og annarra sparisjóða, skiptist í stofnfé og varasjóð.  Stofnféð var í eigu stofnfjáreigenda og varasjóðurinn var ætlaður til að styrkja það samfélag sem sjóðurinn starfaði í.  Þessvegna töpuðu allir landsmenn á misnotkun sparisjóðanna. 

Stofnfjáreigendur skoða nú höfðun skaðabótamála.  Fólk er skilið eftir með skuldir á bakinu en eignunum hefur verið stolið.  Þeir sem bera ábyrgð skulu gjalda fyrir gjörðir sínar.

Stjórnir fjármálafyrirtækja bera ábyrgð á gjörðum sínum.  Sú stjórn sem samþykkti lánveitingu til handa Exeter Holdings á fundi 19. desember 2008 ber ábyrgð, þrátt fyrir að hafa sloppið við ákærur.  Þar voru á ferð

  • Jóhanna Waagfjörð, fjármálastjóri Haga
  • Ágúst Ármann, faðir Magnúsar Ármann
  • Jón Kristjánsson, eigandi Sunds, nátengdur Birgi Ómari Haraldssyni 
  • Jón Kr Sólnes, f.v. stjórnarformaður SPNOR 

Birgir Ómar Haraldsson ber ábyrgð á gjörðum sínum, bæði sem stjórnarmaður í Byr og VBS, þrátt fyrir að hafa ekki verið ákærður í Exeter Holdings málinu.

Sigurður Jónsson ber ábyrgð sem endurskoðandi Byrs.

Það er þetta fólk sem stofnfjáreigendur í Byr skoða núna að sækja skaðabætur til. 

 

 


mbl.is Byr fer fram á skaðabætur frá hinum ákærðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott hjá ykkur látið þessar heybrækur finna fyrir því

Sigurður Haraldsson, 28.6.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Lántakendur almennt hljóta líka að fara í skaðabótamál við bankana þó það kunni að vera flóknari mál en þetta.

Einar Guðjónsson, 28.6.2010 kl. 23:33

3 identicon

Jóhanna Waagfjörð, fjármálastjóri Haga
Ágúst Ármann, faðir Magnúsar Ármann
Jón Kristjánsson, eigandi Sunds, nátengdur Birgi Ómari Haraldssyni 
Jón Kr Sólnes, f.v. stjórnarformaður SPNOR 

Birgir Ómar Haraldsson ber ábyrgð á gjörðum sínum, bæði sem stjórnarmaður í Byr og VBS, þrátt fyrir að hafa ekki verið ákærður í Exeter Holdings málinu.

Svo var gróðinn, eða öllu heldur ránsfengurinn notaður meðal annars til að berast á og kaupa sér þyrlur og stofna þyrlufélag (Norðurflug ehf, framkvst. Birgir Ómar Haraldsson) og niðurbjóða öll verð á markaði í samkeppni við þau fyrirtæki sem fyrir voru. Eins líka kaupa upp stórann hluta af bílamarkaðinum (B&L og IH ) og eru þessi fyrirtæki bæði rjúkandi rústir í dag, að vísu hefur þessi geiri átt mjög erfitt uppdráttar undanfarið en það er skrítið hvernig gömul rótgróinn fyrirtæki eiga allt í einu enga peninga í varasjóði þegar kreppir að.

En saga Byr frá upphafið síðan gömlu sparisjóðirnir voru fyrst sameinaðir er ein stór svikamilla til að komast yfir þá peninga sem þar voru til í sjóðum.

reypet (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 00:25

4 identicon

Þið hafið staðið ykkur vel í að flétta ofan af svindli þeirra, ég vona að stofnfjáreigundur standi við það að sækja skaðabætur til þeirra.

Thor (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband