Leita í fréttum mbl.is

Fundur stofnfjáreigenda

Eftirfarandi er tekið af vefsíðu samtaka stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði, www.stofnfe.is.  Ástæða er til að hvetja stofnfjáreigendur til að fjölmenna á fundinn.

Samtök stofnfjáreigenda í BYR sparisjóði (SSB) boða til fundar stofnfjáreigenda n.k. mánudag (7. júní) klukkan 17.00. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Byrs Borgartúni, nánar tiltekið matsal.

Fundarefni:

1. Eggert Þór Aðalsteinsson mun fara yfir stuttlega yfir stöðu mála og velta fyrir sér framtíðarhlutverki SSB
2. Sveinn Margeirsson: Lánveitingar Glitnis - Sanngirni í hávegum höfð?
3. Gísli Jafetsson fer yfir framtíðarhugmyndir sparisjóðanna
4. Kosning nýrrar stjórnar
5. Önnur mál

SSB hafa verið í ákveðinni pattstöðu eftir hið hörmulega fall sparisjóðsins. Ætlunin var að halda aðalfund félagsins í maí á sama tíma og Byr héldi sinn aðalfund en fall sparisjóðsins hefur óneitanlega strik í reikninginn. Flestir núverandi stjórnarmanna hafa ekki áhuga að starfa áfram fyrir félagið og því er brýnt að fá til starfa nýtt fólk hafi stofnfjáreigendur, sem eru innan vébanda SSB, áhuga að reka félagið áfram og nýta þann grunn sem fyrir er. Nú er staðan þannig að stofnféð er verðlaust en a.m.k. 500 stofnfjáreigendur sitja uppi með "skuldir" gagnvart Íslandsbanka. Þá er ótalinn mikill fjöldi sem skuldar öðrum bönkum. 

Stefnt er að því senda fundinn út til útibús Byrs á Akureyri.

Ég vonast til að sjá sem flesta þótt fyrirvarinn sé e.t.v stuttur.

Bestu kveðjur,

Eggert Þ. Aðalsteinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband