Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsingaskákin

Sérstakur saksóknari gerđi húsleit í MP Banka í dag vegna viđskipta Exeter Holdings međ stofnfjárbréf.  Ţađ sama var gert í Byr. 

Í kjölfariđ kom Ágúst Sindri Karlsson međ afskaplega áhugaverđa yfirlýsingu.  Hana má t.d. nálgast hér: http://www.visir.is/article/20091124/VIDSKIPTI06/442096823

Í yfirlýsingunni segir Ágúst Sindri m.a. "Stofnbréfin voru keypt af MP-banka sem jafnframt sá um fjármögnun kaupanna. Mér var ekki kunnugt um hverjir voru fyrri eigendur stofnfjárbréfanna fyrr en mörgum mánuđum síđar."

Yfirlýsingin er áhugaverđ í marga stađi. 

1. Ef marka má ţessi orđ voru ÖLL stofnfjárbréfin keypt af MP Banka. Ef Ágúst Sindri segir satt í ţessari yfirlýsingu hefur MP Banki semsagt fengiđ rúman milljarđ út úr sölunni.  Ţađ er mjög há upphćđ í samanburđi viđ t.d. rúmlega 800 milljóna hagnađ MP Banka á árinu 2008.  Ef satt reynist, hljóta forsvarsmenn MP Banka ađ vilja skýra ţetta mál.

2.  Ef marka má yfirlýsinguna sá MP Banki um fjármögnunina.  Samt sem áđur hefur ţađ margoft komiđ fram ađ Byr fjármagnađi kaupin á stofnfjárhlutunum.  Ţađ er eitthvađ misrćmi í ţessu....

En ţađ eru fleiri yfirlýsingar sem birtust í dag.  Yfirlýsing frá MP Banka er á ţá leiđ ađ "húsleit sérstaks saksóknara snúi ekki ađ bankanum sjálfum, heldur ađ ákveđnum viđskiptavinum".  Eitthvađ ósamrćmi er ţarna á milli hljóđs (MP) og myndar (Ágúst Sindri).  Ef Ágúst Sindri (Exeter Holdings) keypti öll bréfin af MP Banka og viđskiptin eru til rannsóknar og tilefni húsleitar, hvernig má ţađ ţá vera ađ húsleitin snúi ekki ađ bankanum sjálfum?

 http://www.visir.is/article/20091124/FRETTIR01/182812899  

En ţetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem yfirlýsingar manna fara ekki alveg saman.  Viđ fjölluđum um ţetta í pistli hér á Verjum Byr fyrir nokkru: http://verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/863706/

Hér ađ neđan eru nokkur helstu atriđin úr ţessum pistli.

Tímaröđ mikilvćgra atburđa

7.4.2009 

Viđtal viđ Svein og Rakel sýnt í Kastljósi. Haft er eftir Styrmi Ţór Bragasyni, forstjóra MP Banka: "Styrmir sagđi hlut MP Banka í umrćddum viđskiptum engan" (http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431357) 

 

8.4.2009

Fundur um máliđ á Grand Hóteli.  Yfirlýsing frá ţremur stjórnarmönnum Byrs berst inn á fundinn, ţar sem ţeir segja Exeter Holdings vera í eigu MP Banka.

 

9.4.2009

Margeir Pétursson svarar yfirlýsingu stjórnarmanna Byrs međ annarri yfirlýsingu.  Segir m.a. um viđskiptin: "vegna lána sem veitt voru á sínum tíma til kaupa á bréfum í BYR og fengust ţau lán uppgerđ í kjölfar veđkalla. Ţar međ lauk afskiptum MP Banka af ţessu máli"  (sjá t.d. http://eyjan.is/blog/2009/04/09/margeir-byr-deilur-ovidkomandi-mp-banka/). 

 

10.4.2009

Jón Ţorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformađur Byrs, sem átti hluta af ţeim stofnfjárbréfum sem runnu til MP Banka og voru svo seld til Exeter Holdings gefur út yfirlýsingu.  Segir m.a. ađ ţau stofnfjárbréf sem um rćđir hafi veriđ framseld til MP Banka í september en hafi ekki formlega veriđ fćrđ yfir á nafn MP Banka vegna ţess ađ enginn stjórnarfundur hafi veriđ haldinn (Jón var sjálfur stjórnarformađur Byrs á ţessum tíma). 

http://www.pressan.is/Frettir/LesaAdsentefni/fyrrum-stjornarformadur-byrs-umtalsvert-eigid-tap-engin-sermedferd

   

15.4.2009

Sveinn og Rakel hringja í Sérstakan Saksóknara og óska eftir fundi, til ađ leggja fram gögn. Ákveđiđ ađ starfsmenn Sérstaks Saksóknara finni fundartíma og hafi samband, sem ţeir og gera.

Frétt um ţátt MP Banka í viđskiptunum og tengsl viđ Exeter Holdings birtist í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.  Margeir Pétursson neitar ađ veita viđtal vegna málsins, sbr: „Kastljós náđi í dag sambandi viđ Margeir Pétursson, stjórnarformann MP Banka. Margeir vildi hvorki veita fréttastofu eđa Kastljósi viđtal vegna málsins en sagđist algjörlega standa viđ fyrri yfirlýsingu ţess efnis ađ Exeter holdings sé MP-banka međ öllu ótengt.“

(http://www.ruv.is/heim/frettir/mobile/frett/store64/item260401/).

 

Margeir Pétursson og ađrir stjórnarmenn MP Banka gefa síđar um kvöldiđ út yfirlýsingu ţar sem ţeir neita ţví ađ tengsl séu á milli Exeter Holdings og MP Banka.

 

16.4.2009 

Sveinn og Rakel hitta starfsmenn Sérstaks Saksóknara og afhenda ţeim gögn í málinu.  Sveinn og Rakel kćra í framhaldinu (sama dag) ţann gjörning sem fólst í sölu stofnfjárhlutanna til Exeter Holdings og leggja áherslu á ađ ţáttur MP Banka og stjórnarmanna og stjórnenda í Byr verđi  rannsakađur međ hrađi.  Afrit af kćrunni afhent Fjármálaeftirliti, Fjármálaráđuneyti og Seđlabankanum.  Öll gögn sem voru afhent Sérstökum Saksóknara send sem viđhengi á ţessar stofnanir síđdegis um daginn.

 

Margeir Pétursson neitar ţví í kvöldfréttum sjónvarps ađ tengsl séu á milli Exeter Holdings og MP en segir „ađ ţađ ađ fyrirtćki Ágústs Sindra hafi keypt stofnfé í Byr af MP Banka hafi bara veriđ viđskipti" (http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456583/2009/04/16/6/) og viđurkennir ţar međ ađ MP Banki hafi selt Exeter Holdings stofnfé í Byr, ţrátt fyrir ađ hafa neitađ ţví áđur og ađ forstjóri MP Banka (Styrmir Bragason) hafi áđur sagt ađ MP Banki hafi engan ţátt átt í viđskiptunum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband