16.11.2009 | 13:53
Ábyrgð stjórnarmanna og laun
Sökum mikils annríkis sl. vikur hefur ekki verið mikið um uppfærslur hér á vefnum. Þar sem við rákumst á fleyg orð sem höfð voru eftir stjórnarformanni SPRON eftir aðalfund 2008 (síðasta aðalfund SPRON) er þó ástæða til að benda fólki á þau:
Ég vil vekja athygli á því, sagði Erlendur Hjaltason, sem var kjörinn stjórnarformaður Spron að aðalfundi loknum, að það fylgi því mikil ábyrgð að sitja í stjórn fjármálafyrirtækis og fyrir slíka ábyrgð á að greiða, sagði hann.
Stjórnarseta í Spron er ekki einhver hlutavinna sem maður tekur að sér - sem maður leggur ekki hug sinn og hjarta í - heldur leggur mikla vinnu í. Ég og við sem setið höfum í stjórninni, höfum lagt mikla vinnu á undanförnu ári í það að sinna þessu starfi og það munum við gera áfram. Hvort heldur fundurinn kjósi það að laun okkar séu 120 þúsund eða 200 þúsund, það skiptir ekki öllu máli, sagði Erlendur.
http://www.vb.is/frett/1/40148/
Samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá hefur Erlendur Hjaltason gegnt trúnaðarstörfum (stjórnarseta eða framkvæmdastjóri) fyrir eftirtalin fyrirtæki:
Háuklettar ehf, Fram Foods hf, Bakkavör Group hf, Öryggismiðstöð Íslands hf, VÍS International Invest hf, VÍS Eignarhaldsfélag hf, Skipti hf, LF3 ehf, Tölvur ehf, Bond Private Insurance Holding, Kögun ehf, Síminn ehf, Xista ehf, Eignarhaldsfélagið Exista ehf, ÖM eignarhaldsfélag ehf, Skipti ehf, SVÍV ses, Lyfja hf, SPRON hf, Líftryggingafélag Íslands hf, Áskaup hf, LÝS-2 ehf, Flaga Group ehf, VÍS 3 ehf, LÍFÍS 3 ehf, Exista hf, Lögvangur ehf, Pera ehf, Lýsing hf, Tjarnargata 35 ehf, Exista Trading ehf, Vöruhótelið ehf, Exista Invest ehf, Árkaup ehf, Þræðir ehf, Ingvar Helgason ehf, Viðskiptaráð Íslands, Vátryggingafélag Íslands hf, LF2 ehf, Traustfang ehf, Pond Street Investments ehf
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið hlýtur þessi Erlendu Hjaltason að hafa stóran hug og útblásið hjarta. Eins gott að hann fái goldið í þeirri mynt sem hann á skilið
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.