26.9.2009 | 00:50
Hvað gekk mönnum til með sameiningarviðræðum Byrs og Glitnis?
Það er mjög athyglisvert að skoða fréttir frá því fyrir ári síðan. Ein frétt sem er nánast akkúrat ársgömul, frá vef RÚV 23. september 2008, vekur athygli í dag. Eins og bent er á í fréttinni voru margir viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs Jónssonar áberandi í stofnfjáreigendahópi Byrs (þ.a.m. Jón Þorsteinn Jónsson, þáverandi stjórnarformaður Byrs). Nokkrum dögum eftir þessa frétt mætti Þorsteinn Már Baldvinsson, þáverandi stjórnarformaður Glitnis í Seðlabankann og fékk nei frá Davíð Oddssyni við lánsbeiðni Glitni til handa.
Um það bil viku síðar (7. október) losaði Jón Þorsteinn sig við stofnfjárbréf fyrir hundruð milljóna yfir í Exeter Holdings, með fjármögnun frá Byr og misnotaði þannig aðstöðu sína gróflega. Þann gjörning kærðum við hjónin í apríl og hefur FME haft það mál til skoðunar æ síðan. Margir stofnfjáreigendur hafa komið að máli við okkur og spurt hvers vegna FME sé ekki búið að afgreiða jafn augljósa misnotkun og um er að ræða í tilfelli Exeter Holdings. Því er því miður ekki hægt að svara en seinagangurinn vekur furðu margra.
Fréttina má nálgast hér, en hún er jafnframt afrituð hér að neðan:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item227689/
"Hægt er að ná verulegri hagræðingu með samruna Glitnis og Byrs. Sú hagræðing næst með fækkun útibúa og starfsmanna. Við sameiningu Glitnis og Byrs yrði til næststærsti banki Íslands. Í hálffimm fréttum Kaupþings kemur fram að samanlagt markaðsverðmæti Glitnis og Byrs sé um 280 milljarðar króna.
Ef listi um stærstu stofnfjáreigendur Byrs er skoðaður má þar sjá marga af viðskiptafélögum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, en hann er ráðandi í hluthafahópi Glitnis. Ef sameining á að skila mikilli hagræðingu er ljóst að fækka þarf útibúum og starfsfólki. Glitnir rekur 21 útibú, Byr 6. Augljós skörun er á fjórum stöðum. Á Akureyri eru Byr og Glitnir með útibú hlið við hlið og svipaða sögu er að segja í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Hjá Glitni starfa um 2.000 manns, helmingurinn á Íslandi. Hjá Byr eru starfsmenn 230.
Í Viðskiptablaðinu í dag segir að hægt sé að fækka starfsfólki um sem nemur starfsmönnum Byrs eða um 200 manns. Mestri hagræðingu sé hægt að ná í höfuðstöðvum bankanna eða stoðdeildunum. Heildarsparnaður gæti því verið um 3 til 5 milljarðar króna á ári. Það er um 10% af heildarrekstrarkostnaði bankanna tveggja sem blaðið segir að sé um 35 milljarðar á ári."
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.