24.9.2009 | 00:16
Lán til stjórnenda Glitnis
Í 6 mánaða uppgjöri Glitnis árið 2008 koma ýmsir áhugaverðir hlutir í ljós. Meðal þess sem þar er fjallað um eru lán til tengdra aðila. Þau þróuðust á eftirfarandi hátt (íslenski partur starfseminnar):
- Lán til forstjóra og framkvæmdastjóra sviða fóru úr 1.8 milljörðum í 9 milljarða (+400%)
- Lán til stórra hluthafa og stjórnarmanna fóru úr 38.9 milljörðum í 33.7 milljarða, ath. breytingar á stjórn (-13.4%)
- Lán til tengdra fyrirtækja fóru úr 16.9 milljörðum í 30.9 milljarða (+83%)
Eins og oft áður er lítið um frekari skýringar. Breytingar á lánum til stórra hluthafa og til stjórnarmanna kunna að helgast af breyttri samsetningu stjórnarinnar. Einnig má spyrja hvort breytingarnar kunni einnig að helgast af því að stjórnendur sem voru með persónulegar ábyrgðir hafi flutt lán sín yfir í félög.
Fyrir stofnfjáreigendur í Byr sem skulda Íslandsbanka vegna stofnfjáraukningar eru þetta tölur sem vert er að velta fyrir sér.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komi til þess að mér verði gert að greiða "ráns-lánið" frá Glitni frá því í árslok 2007, mun ég taka til kröftugra varna. Þær munu einkum byggjast á því að þáverandi stjórn BYRS og ráðandi eigendahópur sem óvart var sami eigendahópur þá um stundir í Glitni banka, hafi blekkt og kúgað almenna stofnfjáreigendur í BYR til að leggja fram 30 þúsund milljónir í formi nýs stofnfjár (með lántökum frá Glitni - allt hannað til að fá fólk til að bíta á...), án þess að upplýsa fólk um fyrirætlanir sínar um sameiningu BYRS við Glitni, í þeim einum tilgangi að bjarga Glitni sem var þá þegar í MJÖG vondum málum. Þessari upphæð tapaði svo stjórn og sparissjóðsstjóri BYRs, Ragnar háZeti Guðflónsson á árinu eftir með "stæl" með lánveitingum til skyldra og tengdra aðila... eins og hann greindi okkur sjálfur frá á aðalfundinum í maí sl.
Blekkingin og kúgunin samanstóðu annars vegar af leynd yfir raunverulegri stöðu mála varðandi BYR/Glitni og hins vegar var þetta pressað í gegn með afdráttarlausri hótun um að ef stofnfáreigendur yrðu ekki með, þá myndi stofnfjárhlutur þeirra þynnast út um 86% frá því sem verið hafði. M.ö.o, þá hefði sá sem átti 1.000.000 að markaðsverði í sjóðnum fyrir stofnfjáraukningu þurft að sæta því að sá hlutur yrði 140.000 kr. virði, tæki hann ekki þátt!
Ragnar sparisjóðsstjóri situr enn við ketkatlana og afskrifar nú á vini og kunningja sem aldrei fyrr, á milli þess sem hann horfir í augun á stjórnvöldum með hvolpaaugun sín (góður leikari þessi drjóli) og bíður eftir 10.600.000.000,- úr ríkissóði til að skeina upp eftir sig skammirnar...
Ótrúlegt að ekki skuli nú þegar verið búið að ákæra í þessum Exeter Holding ráns-díl, þið hjónin færðuð það mál nánast fullrannsakað í hendur FME í hvað... maí eða júní sl.??? Hvað með þátttöku MP banka og þygi Margeirs Péturssonar í því máli??? MP banki fékk á silfurfati 1.100.000.000,- úr sjóðum BYRs í því máli gegn engum veðum öðrum en stofnfjárbréfum sem voru þá þegar orðin verðlítil/verðlaus... Hverjurm er verið að hlífa í þessum málum???? Af hverju er Margeir Pétursson skyndilega horfinn af sjónarsviðinu, nema í prinsessu tilvitnunum og viðtölum við hinn nýja DAVÍÐS Mogga...??? Hvernig liggja eiginlega þræðirnir í þessu máli...??? Hvar er nýji Andersen vöndurinn hjá FME??? Hvernig stendur á því að á sama tíma og MP banki er að "stela" peningum út úr BYR, fær hann viðskiptabankaleyfi hjá FME og "safnar nú innlánum" eins og Landsbankamenn með Icesave fyrir örfáum misserum... Endar það með "þráteflissamningum" íslensku þjóðarinnar við skákmeistarann þegar þar að kemur, líkt og okkur er nú bðið uppá með ICESAVE samningana (auðvitað borgar íslenskur almennningur þetta allt saman að lokum...) "með einum eða örðum hætti..."
Þvílíkir snillingar
Rikki hafnfirðingur (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.