19.9.2009 | 14:23
Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPNOR stjórnarmaður í Glitni
Í skráningarlýsingu Glitnis frá júní 2008 (http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5431) kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Þar er m.a. farið ágætlega yfir stjórnarmenn í Glitni (kafli 16). Meðal stjórnarmanna í Glitni (varamaður) árið 2008 var Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPNOR. Jón er nú framkvæmdastjóri eignaumsýslufélagsins Lífsvals, sem farið hefur mikinn í uppkaupum jarðeigna á Íslandi, svo mikinn að á tímabili þótti ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða til að tryggja að íslenskar bújarðir héldust í eigu venjulegs fólks en ekki auðmanna.
Það kemur ýmsum á óvart að sjá að Jón Björnsson hafi verið í varastjórn Glitnis. Vitað er að talsverð andstaða var við sameiningu SPNOR við Byr meðal stofnfjáreigenda SPNOR. Þá voru Norðanmenn jafnframt mjög skeptískir á það lánafyrirkomulag sem Glitnir bauð þegar stofnfjáraukning SPNOR fór fram í tengslum við sameiningu við Byr. Almennt virðist talið að Jón Björnsson hafi stýrt SPNOR á farsælan hátt á árabilinu 1997 til 1. nóvember 2005 (þegar Örn Arnar Óskarsson, núverandi útibússtjóri Byrs á Akureyri tók við). Það er því kaldhæðni örlaganna að Jón hafi verið einn þeirra sem sat við stjórnvölinn hjá Glitni þegar hin örlagaríka stofnfjáraukning fór fram um áramót 2007-2008. Ljóst er að staða margra stofnfjáreigenda í fyrrum SPNOR væri önnur og betri ef stjórn Glitnis hefði haldið öðruvísi á málum gagnvart stofnfjáreigendum í Byr, t.a.m. ef tryggt hefði verið með algjörlega óyggjandi hætti að eingöngu væri um að ræða veð í stofnfjárbréfum í Byr en ekki í persónulegum eigum stofnfjáreigenda.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst merkilegt í skýrslunni að núverandi forstjóri Íslandsbanka er þarna skráður með hlutabréf í eigin eigu upp á 3.030.850 hluti. Eru þetta ekki hlutirnir sem hurfu síðan og hún þurfti ekki að svara fyrir. Einnig má alveg vekja athygli á því að allir þeir sem eru í dag í framkvæmdastjórn Íslandsbanka eiga hlutafélag sem er með stórt lán hjá Íslandsbanka og eina veðið eru hlutabréf í gamla Glitni! Finnst það reyndar stórmerkilegt þegar gengið er á blásaklaust fólk sem trúði kannski þessu sama fólki að hlutirnir voru öðruvísi og einungis var veð í bréfunum enn ekki persónuleg ábyrgð. Þetta fólk var samt með allt sitt á hreinu og straujar liðið núna!
HH (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.