Leita í fréttum mbl.is

Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPNOR stjórnarmaður í Glitni

Í skráningarlýsingu Glitnis frá júní 2008 (http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5431) kemur ýmislegt áhugavert í ljós.  Þar er m.a. farið ágætlega yfir stjórnarmenn í Glitni (kafli 16).  Meðal stjórnarmanna í Glitni (varamaður) árið 2008 var Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPNOR. Jón er nú framkvæmdastjóri eignaumsýslufélagsins Lífsvals, sem farið hefur mikinn í uppkaupum jarðeigna á Íslandi, svo mikinn að á tímabili þótti ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða til að tryggja að íslenskar bújarðir héldust í eigu „venjulegs fólks“ en ekki auðmanna.   

Það kemur ýmsum á óvart að sjá að Jón Björnsson hafi verið í varastjórn Glitnis.  Vitað er að talsverð andstaða var við sameiningu SPNOR við Byr meðal stofnfjáreigenda SPNOR.  Þá voru Norðanmenn jafnframt mjög skeptískir á það lánafyrirkomulag sem Glitnir bauð þegar stofnfjáraukning SPNOR fór fram í tengslum við sameiningu við Byr.  Almennt virðist talið að Jón Björnsson hafi stýrt SPNOR á farsælan hátt á árabilinu 1997 til 1. nóvember 2005 (þegar Örn Arnar Óskarsson, núverandi útibússtjóri Byrs á Akureyri tók við).  Það er því kaldhæðni örlaganna að Jón hafi verið einn þeirra sem sat við stjórnvölinn hjá Glitni þegar hin örlagaríka stofnfjáraukning fór fram um áramót 2007-2008.  Ljóst er að staða margra stofnfjáreigenda í fyrrum SPNOR væri önnur og betri ef stjórn Glitnis hefði haldið öðruvísi á málum gagnvart stofnfjáreigendum í Byr, t.a.m. ef tryggt hefði verið með algjörlega óyggjandi hætti að eingöngu væri um að ræða veð í stofnfjárbréfum í Byr en ekki í persónulegum eigum stofnfjáreigenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst merkilegt í skýrslunni að núverandi forstjóri Íslandsbanka er þarna skráður með hlutabréf í eigin eigu upp á 3.030.850 hluti.  Eru þetta ekki hlutirnir sem hurfu síðan og hún þurfti ekki að svara fyrir.  Einnig má alveg vekja athygli á því að allir þeir sem eru í dag í framkvæmdastjórn Íslandsbanka eiga hlutafélag sem er með stórt lán hjá Íslandsbanka og eina veðið eru hlutabréf í gamla Glitni!  Finnst það reyndar stórmerkilegt þegar gengið er á blásaklaust fólk sem trúði kannski þessu sama fólki að hlutirnir voru öðruvísi og einungis var veð í bréfunum enn ekki persónuleg ábyrgð.  Þetta fólk var samt með allt sitt á hreinu og straujar liðið núna!

HH (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband