Leita í fréttum mbl.is

Íslandsbanki stillir stofnfjáreigendum upp við vegg

Haft var samband við okkur og við beðin um að koma því á framfæri að Íslandsbanki hafi kallað stofnfjáreigendur til fundar vegna lántöku sem nýtt var til stofnfjáraukningar í lok árs 2007.  Eins og alkunna er, voru þessi lán kynnt með þeim hætti að einungis væri um að ræða veð í stofnfjárbréfunum sjálfum.  Þegar fólk hafi komið til fundar hafi því verið tilkynnt að það yrði að breyta lánum sínum í 10 ára lán með veði í húsnæði þess eða öðrum eigum.  Einstaklingum, sumum hverjum komnum af léttasta skeiði, sé þannig stillt upp og sagt að þeir verði að ganga frá sínum málum hið fyrsta og aðrir kostir en þessir séu ekki í boði. 

 

Sú aðferðafræði sem hér er lýst verður að teljast á flestan hátt vafasöm.  Rétt er að hvetja stofnfjáreigendur til að kanna mjög vel sína réttarstöðu og ekki undirrita slíka afarkosti undir neinum kringumstæðum.  Sér í lagi þar sem gjalddagi lánanna er fyrst eftir u.þ.b. mánuð, eða 19. október. 

 

Hópur stofnfjáreigenda í Byr undirbýr nú fund þar sem ætlunin er að fara yfir stöðu mála stofnfjáreigenda gagnvart Glitni/Íslandsbanka.  Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um staðsetningu eða dagsetningu fundarins en upplýsingar um það verða settar hér á síðuna um leið og hópurinn hefur gengið frá lausum endum.

 

Þá er rétt að benda stofnfjáreigendum á að velkomið er að senda póst (sveinn.margeirsson@gmail.com) ef frekari upplýsinga er óskað og/eða ef vilji er til að koma efni á framfæri hér á síðunni.  Stefnt er að tíðari uppfærslu síðunnar en verið hefur sl. vikur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Íslandsbanki er að krefja stofnfjáreigendur um tryggingar eða veð í eignum þá lítur það út fyrir að þeir eru í dag eingöngu með veð í bréfunum. Með þessari skilmálabreytingu eru þeir að reyna að plata fólk til að gefa þeim auknar veðheimildir. Mér finnst að ef þeir vilji að stofnfjáreigendur eigi að getað staðið við lánasamninga þá verði að koma niðurfærsla á lánum sem þeir hafa veit stofnfjáreigendum því það er ekki raunhæft að stofnfjáreigendur taki alla þá hækkun sem orðið hefur á lánunum, sérstaklega þeir sem tóku erlend lán. Stofnfjáreigendur eiga ekki að veita Íslandsbanka auknar veiðheimildir, þeir hafa veð í bréfunum það ætti að duga þeim.

Sigmundur (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband