Leita í fréttum mbl.is

Tengslanet Saxhóls

Talsverðar umræður hafa orðið um skrif hér á síðunni varðandi tengsl Jóns Þorsteins Jónssonar.  Er það vel, enda gildir enn hið fornkveðna; að orð séu til alls fyrst.   Í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað og þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að orð séu til alls fyrst verður stundum að láta verk fylgja máli þykir okkur rétt að taka eftirfarandi fram í upphafi þessarar færslu:

  1. Rakel hefur verið stofnfjáreigandi frá 1998 (í SPK).  Þó að það kunni að hljóma væmið berum við einfaldlega taugar til Byrs. Við skuldum ekkert í okkar stofnfjárbréfum (greiddum stofnfjáraukninguna 2007 úr eigin vasa, auk þess að taka lán hjá Glitni sem var svo greitt að fullu við arðgreiðsluna 2008).  Okkar hagsmunir fara saman við hagsmuni Byrs og við viljum því að fyrirtækið fái tækifæri til að vaxa og dafna.
  2. Upphafið af því að við hjónin fórum opinberlega að sýna Byr áhuga er sú staðreynd að við komumst að raun um að stjórnarmenn í sparisjóðnum, þeir Jón Þorsteinn Jónsson og Birgir Ómar Haraldsson höfðu selt félaginu Exeter Holdings mikið magn stofnfjárbréfa (Jón Þorsteinn 54 milljónir bréfa, Birgir Ómar 64 milljónir).  Byr hafði lánað Exeter Holdings fyrir kaupunum, gegn 100% veði í bréfunum. Þetta fannst okkur óeðlilegt og stríddi gegn réttlætiskennd okkar.
  3. Við hjónin ræddum það mikið, áður en við ákváðum að segja frá málinu opinberlega, hvernig best væri að fylgja uppgötvunum okkar eftir.  Haft var samband við Fjármálaeftirlitið, sem sýndi málinu í upphafi afar lítinn áhuga.  Við töldum það rétt stofnfjáreigenda og Íslendinga allra að fá að vita sannleikann og fórum því í Kastljós með málið.
  4. Í kjölfarið myndaðist stór hópur fólks sem vildi taka á spillingarmálum innan Byrs sparisjóðs.  Þessi hópur hefur gjarnan verið kenndur við A-listann.  Því miður beið A-listi nauman ósigur í vafasömum kosningum til stjórnar Byrs á aðalfundinum 13. maí sl.
  5. Eins og áður hefur komið fram er það okkar mat að Byr sé og hafi á margan hátt verið heilbrigt fyrirtæki, sér í lagi ef miðað er við íslenskar fjármálastofnanir almennt.  Til vitnis um það má t.d. nefna að þjónusta við viðskiptavini hefur verið með því allra besta sem finnst á íslenskum fjármálamarkaði, launum hefur verið haldið innan skynsamlegra marka og að Byr tók ekki þátt í Exista ævintýrinu sem farið hefur illa með marga aðra íslenska sparisjóði. 
  6. Það er öllum ljóst að talsverð tiltekt er eftir í íslensku fjármálalífi.  Slík tiltekt er nauðsynleg svo að þjóðin geti aftur öðlast traust á fjármálakerfinu.  Slíkt traust er svo aftur ein af forsendum þess að takast megi að endurreisa íslenskt efnahagslíf.  Að okkar mati er það besta leiðin til að endurvekja traust að stunda gagnrýna og upplýsta umræðu.  Það er það sem við reynum að gera með skrifum okkar hér á síðunni.  Það er okkar von að upplýst umræða verði til þess að flýta fyrir endurreisn Byrs og gera Íslendingum öllum ljóst að Byr er fyrirtæki sem vill gera hreint fyrir sínum dyrum, vill stunda heiðarlega viðskiptahætti og styðja þjóðina þannig í þeirri baráttu sem framundan er.  Sannleikurinn er sagna bestur.

 

Eftir þennan langa inngang er rétt að koma sér að umfjöllunarefninu. 

Hér að neðan má finna mynd sem sýnir tengsl Jóns Þorsteins Jónssonar og Saxhóls við önnur íslensk fyrirtæki.  Þessi mynd byggir á þeirri greiningu sem við höfum unnið.  Þar koma ekki fram öll smáatriði myndin getur verið ágæt til að glöggva sig á heildinni.  Myndin verður einnig sett í myndaalbúm hér hægra megin á síðunni.  Allar leiðréttingar og/eða ábendingar eru vel þegnar.

Saxhóll - tengingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög fróðlegt.  Þarna kemur t.d. fram hugsanleg skýring á dæmalausri niðurstöðu Áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í maí 2008.  Auðvitað var ekki líklegt að Lárus Blöndal nefndarmaður færi gegn viðskiptafélaga sínum Jóni Þorsteini á sama tíma og þeir voru að skála í kampavíni á 19. hæðinni í turninum og fagna opnun veitingastaðarins sem þeir eiga í sameiningu.

Auðvitað var svo Jón Þorsteinn að sólunda peningum Byrs í þágu þess fyrirtækis með gala-dinner fyrir fullt af spillingarliðinu skömmu síðar!  Skyldi Lalli Blö ekki hafa verið þar líka???  Vertinn hefur staðfest að BYR hafi verið þar með stórveislu þegar kviknaði í húsinu í fyrra...   Jón Þorsteinn að verlsa við sjálfan sig og sjúga peninga eins og blóðsuga út úr BYR sem borgaðið allan lúxusinn.  Honum þótti það að lokum svo gott, að hann ákvað eins og vampíra að stela 1.100 milljónum í Exeter Holding dílinn líka og losa þar með sig, Ragnar Zeta, Birgir Ómar, Atla Örn og fleiri gæðinga spillingarinnar undan ábyrgðum, allt gegn haldlitlum veðum í stofnfjárbéfum Byrs.

Helvítis fokking fokk!

Stofnfjáreigandi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband