4.8.2009 | 14:56
Saxhóll, Saxbygg og tengslin við Glitni
Saxhóll er félag sem hefur haft mikil áhrif á Byr sparisjóð. Ekki verður farið í sögu þess félags í smáatriðum hér, en félagið er í eigu Nóatúnssystkynanna, afkomenda Jóns Júlíussonar og Oddnýjar Steinunnar Sigurðardóttur. Þau eru: þau Júlíus Þór (1956), Sigrún (1956), Rut (1959), Einar Örn (1963) og Jón Þorsteinn (1969).
Saxhóll á helmingshlut í Saxbygg, á móti BYGG Byggingafélagi Gylfa og Gunnars. Saxbygg er með marga arma, s.s. Saxbygg Investments London og Saxbygg Investments Berlin, en til einföldunar verður hér notast við Saxbygg sem heiti yfir dótturfélögin einnig.Í upphafi skal endinn skoða. Saxbygg óskaði eftir gjaldþrotaskiptum 15. Maí 2009 tveimur dögum eftir aðalfund Byrs, þar sem fyrirtækið neytti atkvæðisréttar síns, ef að líkum lætur. Félagið var umsvifamikið á fasteignamarkaði, auk þess að eiga um 5% í Glitni.
Björn Ingi Sveinsson var framkvæmdastjóri Saxbygg. Athyglisvert er, og spurning hvort það sé tilviljun, að Björn Ingi Sveinsson var síðasti sparisjóðsstjóri SPH fyrir hallarbyltinguna margfrægu, en Björn Ingi var ráðinn til Saxbygg í janúar 2006. Þá hafði hann einungis verið fjóra mánuði sparisjóðsstjóri í SPH. Eftirmaður hans í sparisjóðsstjórastólnum þar var Magnús Ægir Magnússon, sem var svo sparisjóðsstjóri hjá Byr, ásamt Ragnari Z. Guðjónssyni. Magnús Ægir lét af störfum hjá Byr upp úr miðjum nóvember 2008, rúmum mánuði eftir að Jón Þorsteinn Jónsson og fleiri innherjar hjá Byr höfðu losað stofnfjárbréf sín til Exeter Holdings.
Saxbygg var stærsti eigandinn í Eik properties, sem var næststærsta fasteignafélag Íslands við stofnun þess í júní 2008. Eik properties átti m.a. 64% hlut í Glitnir Real Estate Fund hf (http://www.vb.is/frett/1/44390/). Glitnir Real Estate Fund átti svo m.a. 100% hlut í Norska félaginu Gref 1.
Þegar upplýsingar um Gref 1 eru skoðaðar á vefsíðu Dagens Næringsliv í Noregi kemur í ljós að í stjórn Gref 1 sitja Ríkharð Ottó Ríkharðsson (1969), Björn Ingi Sveinsson (1951) og Ingvi Jónasson (1973). Ríkharð Ottó er starfsmaður Íslandsbanka í dag og mætti fyrir hönd Íslandsbanka (Glitnis) á aðalfund Byrs 13. maí sl. Talið er fullvíst að Ríkharð Ottó hafi skilað auðum atkvæðaseðli á fundinum. Á vefsíðu Dagens Næringsliv vekur sérstaka athygli að þeir þremenningarnir virðast hafa myndað stjórnina 9. Febrúar 2009, en ekki hefur verið skipt um stjórnarmeðlimi enn, þrátt fyrir að brátt séu liðnir þrír mánuðir frá því að Saxbygg komst í þrot (http://www.dn.no/bedriftsbasen/proff/?companyNo=990479208&id=990479208&page=roles).
Ingvi Jónasson, sem situr í stjórn Gref 1 er framkvæmdastjóri Klasa hf, en eigandi Klasa er Sigla ehf. Eigendur Siglu ehf eru svo þeir Finnur Reyr Stefánsson, Tómas Kristjánsson og Þorgils Óttar Mathiesen. Finnur Reyr og Tómas Kristjánsson voru báðir nánir samverkamenn Bjarna Ármannssonar hjá Glitni. Þorgils Óttar Mathiesen varð forstjóri Sjóvár í mars 2004, en þá var félagið í eigu Glitnis. Þorgils Óttar gegndi starfinu fram í nóvember 2005, þegar hann keypti 40% hlut í Klasa og átti þá félagið ásamt Sjóvá og Glitni.
Hér á síðunni hefur áður verið bent á að Samkeppniseftirlitið taldi í maí 2008 að sömu aðilar (Baugur, Gaumur, FI-Fjárfestingar, Saxhóll, Sólstafir, Materia og BYGG) réðu Byr og Glitni og að það bæri að tilkynna samruna félaganna. Þeim úrskurði var hrundið þann 5. september af áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Í henni átti m.a. Lárus L. Blöndal sæti, en hann er hluthafi í Veisluturninum ehf ásamt Jóni Þorsteini Jónssyni m.a.
Fyrir stofnfjáreigendur sem skulda Glitni margir hverjir verulega fjármuni eftir stofnfjáraukningu í lok árs 2007, líta þessi hagsmunatengsl óneitanlega ankannalega út og er því ekki að neita að orðið misnotkun hefur heyrst meðal einhverra stofnfjáreigenda.Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eruð þið ákveðin í að skrifa Byr á hausinn.
Einar Már (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:51
Þetta er flókin heimur.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 16:15
Kæri Einar Már, ótrúlegur hroki hjá þér, þú ert að reyna að "skjóta niður sendiboða slæmra frétta" - þau hjónin hafa allan tímann staðið vaktina um Byr og viljað þar eðilega viðskiptahætti. Sveinn sem meðlimur í nýrri stjórn Byrs, vil "vandaðri vinnubrögð & að þeir sem aðilar sem hafa MISNOTAÐ sjóði Byrs verði látnir sæta ábyrgð!" ÉG vildi óska þess að "stjórnvöld" sýndu áhuga á að rétta þeim hjónum hjálparhönd, og ég gef mér að slíkt muni gerast á næsta ári. Það verða eflaust fyrrverandi stjórnarmenn Byrs kærðir fyrir "markaðsmisnotkun, umboðssvik, brott á hlutafjárlögum, brott á bankalögum, brott á lögum sparisjóðanna og í raun einnig kærðir fyrir "stuld" enda voru þessar arðgreiðslu algjörlega út úr kortinu og síðan þegar lánabækur Byr´s eru opnaðar þá má sjá að 50 stærstu & verstu lánin eru bara "sýndarlán" - það stóð aldrei til að þeir sem fengu það FÉ myndu greiða það tilbaka...! Við sem erum heiðarleg, okkur er fyrir löngu misboðið, við stöndum með sannleikanum og ef Byr verður yfirtekið síðar meir af ríkinu þá er það auðvitað ekki okkur að kenna heldur þeim eigendum sem "arðrændu bankann um hábjartan dag...!" Já og ég tilheyri einnig þeim stofnfjáreigendum sem tel að núverandi stjórn Byr´s sé ólöglega kosin, en það er nú annað og vera mál. Vissir útrásar skúrkar hafa í raun breytt íslensku samfélagi í "ræningjasamfélag" - skömm þessa fólks er ævarandi...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:08
Dísess.... Eruð þið ekki að grínast! Ekki hlusta á úrtölumenn eins og Einar Már hér að ofan, en skv. hans heimspeki á að þegja hluti í hel eða kjafta þá upp eftir atvikum. það er algerlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur fólkið í landinu (og stjórnvöld sem eiga að gæta okkar hagsmuna) að öllum steinum sé velt við og SANNLEIKURINN komist upp á yfirborðið. Það er stórkostlegt að sjá að endalaus kunningja- og hagsmunatengsl hafa í raun komið okkur í þá ömurlegu stöðu sem við blasir.
Hvernig í veröldinni datt Lárusi Blöndal í hug að sitja í Áfrýjunarnefnd samkeppnismála og afgreiða þar málefni sem tengist með jafn ríkum hætti hagsmunum Jóns Þorsteins Jónssonar; viðskiptafélaga hans sjálfs? Hefði hann ekki átt að víkja sæti vegna vanhæfis? Lárus er líka viðskiptafélagi Alla Karls og Guðmundar (Zorilla) frá Núpum, sem eru í gríðarlegum viðskiptatengslum við Jón Þorstein og Saxhólsslegtið, m.a. í gegnum Lífsval.
Enda varð niðurstaða nefndarinnar í þessu máli að taka kröfu Jóns Þorsteins og co til greina og fella ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi. Ath. vegna annarrar athugasemdar hér á síðunni að þar situr Páll Gunnar Pálsson sem virðist þó hafa verið að reyna að sinna vinnunni sinni af viti, en það var fellt úr gildi af Lárusi Blöndal, Önnu Kristínu Traustadóttur endurskoðanda og skilanefndarmanns og Ingveldi Einarsdóttur héraðsdómara, nefndarmönnum í Áfrýjunarnefndinni.
Elías (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:16
Ég verð að taka undir með Einari Má. Hef fylgst með málum i Byr og mér sýnist markmiðið hjá Sveini vera að koma Byr undir skilanefnd enda skjólstæðingar hans og þeir sem standa að baki A-listans, m.a. lögmennirnir Björn Þorri og Karl Georg Sigurbjörnsson, stórskuldugir á sínu braski í Byr og telja vafalaust heppilegra að semja við skilanefnd um sínar skuldir.
Áhugafólk um heilbrigt sparisjóðakerfi. Yeah right
Sigtryggur (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 19:51
Fráleitt að halda því fram að með umfjöllun um spillinguna í BYR sé verið að reyna að koma sjóðnum á hliðina. Það var Jón Þorsteinn og co sem töpuðu 30 þúsund milljónum á síðasta ári! Enginn veit hvaða bókhaldstrikkum var því til viðbótar beitt við að fela tapið af Shelley Oak ævintýrinu, sem n.b. var ekki nefnt á nafn í ársreikningi sjóðsins! Það eru vandamál sjóðsins í dag! Sjóðurinn er nú þegar í gjörgæslu FME vegna þessa, ekki vegna heiðarlegrar umfjöllunar Sveins um þessi mál.
Málflutningur af þessum toga er í ætt við að skjóta sendiboða vátíðinda.
Er ekki Byr með fasteignaveð fyrir lánum lögmannanna? E.t.v. eitthvað sem JÞJ & co hefðu betur hugað að með aðrar lánveitingar til sjálfra sín og tengdra aðila.
Allt upp á borðið, nóg komið af lygi og bókhaldstrikkum. BYR verður ekki endurreistur nema að skúrað verði út úr öllum hornum Exeter Holdings gæðinganna sem valsa um sjóðinn enn þann dag í dag, á grundvelli falsaðrar atkvæðatalningar á síðasta aðalfundi, byggðrar á ógildu umboði Ágútar Ármann, pabba Magnúsar Ármann sem keypti 9 þúsund milljónir í L.Í. tveimur dögum fyrir hrunið. Þeir feðgar eru vel að merkja fyrrverandi stjórnarmenn í BYR og Ágúst tók þátt í að samþykkja 1.100 milljóna lán út úr BYR án annarra trygginga en í verðlitlum/lausum stofnfjárbréfum. Seljendurnir (sem með þessu trikki losnuðu undan persónulegum ábyrgðum) eru auk sparissjóðsstjórans sjálfs allir lykilstarfsmenn og stjórnarmenn í BYR. Oj barasta!
Hugsandi (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 20:41
Það skal engin halda að ég sé ekki sammála því ágætafólki Sveini og Rakel í öllum helstu atriðum, en við lifum á víðsjárveðum tímum þar sem nornaveiðar eru í algleymingi. Stundum er gott að fara sér aðeins hægar og draga ekki of mikla athygli að sér. Okkar tími mun koma, en það er min skoðun að núna sé ekki rétti tíminn til að láta ljós sitt skýna. Ég á allan minn sparnað undir í stofné í Byr og er ekki til í að missa það í hendur Ríkisins.
VF. Einar Már
Einar Már (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:38
Geturðu ekki selt hann, kannski vilja Össur, Ingibjörg og Árni Þór kaupa hann á 236.000 kr hvern hlut eins og þau gerðu í SPRON, en þarf annars eitthvað að skrifa byr í þrot ?? Er hann ekki á hausnum ??
Einar Guðjónsson, 4.8.2009 kl. 22:24
Kæri Einar ég skil þetta sjónarmið þitt "Ég á allan minn sparnað undir í stofné í Byr og er ekki til í að missa það í hendur Ríkisins" mjög vel og vissulega er þetta Byr dæmi línudans..! Ég vona fyrir þína hönd og ca. 1500 annara hluthafa Byr að "vel fari" en fari svo að ríkið taki yfir Byr (ég held þeir bara skrifi niður hlutafé) - hvað sem mun gerast þá finnst mér að "þú & aðrir hluthafar" sem fara illa út úr "svikastarfsemi vissra aðila Byr´s eigið hikklaust að sækja rétt ykkar á þá sem stóðu fyrir að "arðræna bankann ykkar- sorry - bankann okkar".
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 23:05
Ég lýsi yfir vantrausti á Svein Margeirsson sem er með skrifum sínum að opinbera vanhæfi sitt til að sitja í stjórn fjármálafyrirtækis. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir að hann er að með framferði sínu að valda stofnfjáraðilum Byrs fjárhaglegu tjóni sem og að skaða orðspor sparisjóðsins. Svona menn eiga ekkert erindi í stjórn sparisjóðs, en hann gæti átt góða möguleika hjá DV. Stjórnarmenn eiga standa vörð um Byr en ekki bera út gróusögur.
stofnfjáraðili (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 00:46
Þvílíkt bull og endaleysa hjá framangreindum stofnfjáraðila! Það er sannarlega að snúa hlutunum á haus að halda því fram að Sveinn sé með vaskri framgöngu sinni í málefnum Byrs að valda stofnfjáraðilum tjóni. Þeir sem raunverulega hafa haft stofnfjáraðila að fíflum, fengið þá til að skuldsetja sig upp í rjáfur er gamla spillingarliðið í sjóðnum sem enn situr þar við völd. ÞEIR HAFA KOMIÐ SJÓÐNUM Í ÞÁ ÖMURLEGU STÖÐU SEM VIÐ BLASIR.
Menn verða að átta sig á því að eina leiðin til að bjarga því sem bjargað verður er með því að fá ALLT upp á borðið í þeim efnum. Tími leyndar, hálfsannleiks og eiginhagsmunarekstrar fjármálafyrirtækja er einfaldlega liðinn. Aðkoma ríkisins og líklega kröfuhafa að eignarhaldi sjóðsins virðist því miður við blasandi.
Ég lýsi fullum stuðningi við Svein og Rakel, þau eru að vinna ómetanlegt og þarft verk við að grafa upp staðreyndir og upplýsingar sem varpa ljósi á spillinguna og ræningjaskapinn sem viðhafður hefur verið í Byr.
Stofnfjáreigandi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.