Leita í fréttum mbl.is

Jón Þorsteinn og Stím

Hið sérstaka félag Stím ehf, sem Jakob Valgeir, útgerðarmaður úr Bolungarvík var í forsvari fyrir, fjárfesti á tímabili þétt í Glitni. Glitnir lánaði félaginu til kaupanna, en þó var lagt fram nokkuð eigið fé.

 

Viðskipti Stíms með bréf í Glitni þykja mörgum hafa verið lýsandi fyrir þá iðju manna í viðskiptalífinu að halda hlutabréfaverði uppi á fölskum forsendum.

 

Fyrir stofnfjáreigendur Byrs er rétt að halda því til haga að SPV fjárfesting, dótturfélag Byrs, átti 10% hlut í Stím. Vart þarf að taka fram að hlutafé í Stím er í dag einskis virði, enda hafði rekstur SPV fjárfestingar veruleg neikvæð áhrif á afkomu Byrs á sl. ári, skv. ársreikningi.

 

Forsvarsmenn SPV fjárfestingar hafa verið hljóðir um tilurð kaupa félagsins á hlutum í Stím. Eðlilegt verður að teljast að tilurð þessara kaupa verði upplýst, enda um dótturfélag Byrs að ræða. Ef raunin er sú, sem haldið hefur verið fram, að Stím hafi verið notað til að halda hlutabréfaverði í Glitni uppi með óeðlilegum hætti, hljóta tengsl Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns í Byr að þarfnast sérstakrar rannsóknar við, en Jón Þorsteinn var stór hluthafi í Glitni í gegnum Saxbygg.

 

Saxbygg var sameiginlegt félag Saxhóls og BYGG. Bæði Saxhóll og BYGG eru enn stórir stofnfjáraðilar í Byr. Þá væri eðlilegt að stofnfjáraðilar í Byr fengju upplýsingar um það að hvaða marki BYGG og Saxhóll fái að nýta atkvæðisvægi sitt á fundum Byrs, en sameiginlegt vægi þessara tveggja aðila er langt umfram þau 5% sem tengdir aðilar mega halda á að hámarki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fékk ekki Stím nýlega leyfi viðskiptabanka síns til að flytja kvótann og eignir yfir á nýja kennitölu? Og skilja skuldirnar eftir?

2 dögum síðar var keyrður dýrasti tjaldvagn í hlaðið hjá útgerðarmanninum á Bolungarvík. Þetta sáu allir Bolvíkingar og einhverjir Ísfirðingar líka.

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband