2.8.2009 | 11:09
Jón Þorsteinn og Stím
Hið sérstaka félag Stím ehf, sem Jakob Valgeir, útgerðarmaður úr Bolungarvík var í forsvari fyrir, fjárfesti á tímabili þétt í Glitni. Glitnir lánaði félaginu til kaupanna, en þó var lagt fram nokkuð eigið fé.
Viðskipti Stíms með bréf í Glitni þykja mörgum hafa verið lýsandi fyrir þá iðju manna í viðskiptalífinu að halda hlutabréfaverði uppi á fölskum forsendum.
Fyrir stofnfjáreigendur Byrs er rétt að halda því til haga að SPV fjárfesting, dótturfélag Byrs, átti 10% hlut í Stím. Vart þarf að taka fram að hlutafé í Stím er í dag einskis virði, enda hafði rekstur SPV fjárfestingar veruleg neikvæð áhrif á afkomu Byrs á sl. ári, skv. ársreikningi.
Forsvarsmenn SPV fjárfestingar hafa verið hljóðir um tilurð kaupa félagsins á hlutum í Stím. Eðlilegt verður að teljast að tilurð þessara kaupa verði upplýst, enda um dótturfélag Byrs að ræða. Ef raunin er sú, sem haldið hefur verið fram, að Stím hafi verið notað til að halda hlutabréfaverði í Glitni uppi með óeðlilegum hætti, hljóta tengsl Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns í Byr að þarfnast sérstakrar rannsóknar við, en Jón Þorsteinn var stór hluthafi í Glitni í gegnum Saxbygg.
Saxbygg var sameiginlegt félag Saxhóls og BYGG. Bæði Saxhóll og BYGG eru enn stórir stofnfjáraðilar í Byr. Þá væri eðlilegt að stofnfjáraðilar í Byr fengju upplýsingar um það að hvaða marki BYGG og Saxhóll fái að nýta atkvæðisvægi sitt á fundum Byrs, en sameiginlegt vægi þessara tveggja aðila er langt umfram þau 5% sem tengdir aðilar mega halda á að hámarki.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fékk ekki Stím nýlega leyfi viðskiptabanka síns til að flytja kvótann og eignir yfir á nýja kennitölu? Og skilja skuldirnar eftir?
2 dögum síðar var keyrður dýrasti tjaldvagn í hlaðið hjá útgerðarmanninum á Bolungarvík. Þetta sáu allir Bolvíkingar og einhverjir Ísfirðingar líka.
Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.