Leita í fréttum mbl.is

Jón Þorsteinn kemur víða við

Jón Þorsteinn Jónsson hefur komið víða við á misjöfnum viðskiptaferli sínum.  Jón hefur stundað ýmsar fjárfestingar, en hann er matreiðslumaður að mennt.  

 Jón er fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og forsvarsmaður Saxhóls.  Hann hefur stundað ýmis viðskipti með þekktum aðilum úr viðskiptalífinu, Steina í Kók, Magnúsi Ármanni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Hannesi Smárasyni.  Miðað við upplýsingar sem koma fram í lánabók Kaupþings vekur það nokkra athygli að Saxhóll skuli enn ráða yfir rúmum 7% stofnfjár í Byr og þar með 5% af atkvæðavægi.   

Jón Þorsteinn á m.a. hlut í Veisluturninum í Kópavogi.  Þar á einnig hlut Lárus L. Blöndal, en hann átti sæti í þeirri áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem fjallaði um kæru Saxhóls, Baugs og fleiri félaga í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið úrskurðaði að sömu aðilar réðu Byr og Glitni og bæri að tilkynna samruna Byrs og Glitnis.  Þessi úrskurður kom fram í maí en var hrundið 5. september. af áfrýjunarnefndinni.  Veisluturninn opnaði með pomp og pragt 22. maí 2008, ef marka má: http://www.freisting.is/displayer.asp?page=142&Article_ID=2950&NWS=NWS&ap=NewsDetail.asp&p=ASP\~Pg142.asp

Jón Þorsteinn var einnig í stjórn Lífsvals, þegar Morgunblaðið gerði úttekt á jarðakaupum auðmanna árið 2007.  Jón sat reyndar einnig í stjórn annars jarðakaupafélags - Svartagils - en í varastjórn Svartagils sat einmitt Ágúst Sindri Karlsson, sem er stærsti eigandinn að Exeter Holdings.  Exeter Holdings tók við 54 milljónum af stofnfjárbréfum Jóns Þorsteins við hrun bankanna, 7. október 2008.

Jón hefur komið að ýmsum fleiri félögum.  Saxbygg, félag Saxhóls og BYGG, átti m.a. stóran hlut í Glitni við fall hans. 

Okkur hafa borist ýmsar ábendingar um feril Jóns Þorsteins og hvetjum við fólk til að senda okkur meira af slíku, enda áhugavert að kynna sér feril þess manns sem stýrði Byr þegar þar töpuðust tugir milljarða sem lagðir voru inn í stofnfjáraukningunni 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki matreiðslumaðurinn Símon Sigurpálsson í stjórn Byrs, var hann ekki einn af þeim sem eldaði flókinn eftirrétt og reyndi að dulbúa réttinn sem forrétt hér í vetur ?

Virðingarvert framtak hjá ykkur að halda vöku yfir þessum málum hjá Byr og það sérstakelga þar sem þessir gjörningar sem þarna eiga sér stað gætu hæglega drukknað í því flóði af fjárglæpafréttum sem ríða yfir þjóðina.

Ég á ekki persónulegra hagsmuna að gæta í Byr nema sem þegn í þessu landi og vil að hreinsað verði til í fjármálastofnunum, að þar verði ráðandi heiðarleiki, virðing og fagmennska en ekki græðgi, siðblinda og heimska.

Ólafur (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband