Leita í fréttum mbl.is

Stórir stofnfjáreigendur í Byr mjög skuldugir í Kaupþingi

Það þarf ekki lengi að lesa upplýsingar sem RÚV vísaði til í gær, til að átta sig á því að ýmsir stofnfjáreigendur í Byr skulda Kaupþingi verulegar upphæðir.  Saxhóll skuldaði t.d. verulegar fjárhæðir í Kaupþingi við fall bankans, ef marka má gögnin sem fram eru komin og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. 

Saxhóll er eins og vel er þekkt, m.a. í eigu Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Byrs.  Jón Þorsteinn framseldi rúmar 54 milljónir stofnfjárbréfa til Exeter Holdings í október 2007.  Fram hefur komið að þau bréf voru greidd með yfirdráttarláni frá Byr, sem einungis var tryggt með veði í stofnfjárbréfunum sjálfum.

Saxhóll er jafnframt 50% eigandi að Saxbygg, en Saxbygg var m.a. meðal eigenda í Shelley Oak, sem Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um á Eyjunni fyrir nokkru.  Lesa má um það hér: http://eyjan.is/blog/2009/07/13/frettaauki-eyjunnar-um-sparisjodinn-byr-hefur-tapad-25-milljordum-a-fasteignabraski-i-englandi/

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband