2.8.2009 | 01:41
Stórir stofnfjáreigendur í Byr mjög skuldugir í Kaupþingi
Það þarf ekki lengi að lesa upplýsingar sem RÚV vísaði til í gær, til að átta sig á því að ýmsir stofnfjáreigendur í Byr skulda Kaupþingi verulegar upphæðir. Saxhóll skuldaði t.d. verulegar fjárhæðir í Kaupþingi við fall bankans, ef marka má gögnin sem fram eru komin og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.
Saxhóll er eins og vel er þekkt, m.a. í eigu Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Byrs. Jón Þorsteinn framseldi rúmar 54 milljónir stofnfjárbréfa til Exeter Holdings í október 2007. Fram hefur komið að þau bréf voru greidd með yfirdráttarláni frá Byr, sem einungis var tryggt með veði í stofnfjárbréfunum sjálfum.
Saxhóll er jafnframt 50% eigandi að Saxbygg, en Saxbygg var m.a. meðal eigenda í Shelley Oak, sem Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um á Eyjunni fyrir nokkru. Lesa má um það hér: http://eyjan.is/blog/2009/07/13/frettaauki-eyjunnar-um-sparisjodinn-byr-hefur-tapad-25-milljordum-a-fasteignabraski-i-englandi/
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.