24.7.2009 | 02:00
Ábending til nýs forstjóra MP Banka
Nýr forstjóri MP Banka, Gunnar Karl Guðmundsson, var í viðtali í Viðskiptablaðinu 23. júlí. Þar segir Gunnar Karl m.a:
"Bankinn [MP Banki] var ekki með neina stöðutöku í bönkum fyrir hrun og var jafnframt vel varinn gagnvart gengissveiflum og verðbólgu"
Stofnfjáreigendur Byrs eru væntanlega ekki alveg sammála Gunnari í þessum efnum, enda losaði MP Banki sig við hundruði milljóna stofnfjárhluta til Exeter Holdings, haustið 2008 - eftir bankahrun. Eins og margoft hefur komið fram er Ágúst Sindri Karlsson, fyrrum skákmaður, forsvarsmaður Exeter Holdings. Ágúst Sindri var einn þriggja stofnenda MP Verðbréfa og hefur verið viðskiptafélagi Margeirs Péturssonar um árabil.
Gunnar Karl er annars fyrrum forstjóri Skeljungs og gegndi því starfi í sex ár. Hann hefur verið starfsmaður Skeljungs um árabil.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ætla ég ekkert að vera að verja MP banka, en rétt skal vera rétt. Það kallast ekki "stöðutaka" þegar að menn leysa til sín bréf með veðkalli.
Braskarinn, 2.8.2009 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.