Leita í fréttum mbl.is

Ábending til nýs forstjóra MP Banka

Nýr forstjóri MP Banka, Gunnar Karl Guðmundsson, var í viðtali í Viðskiptablaðinu 23. júlí.  Þar segir Gunnar Karl m.a:

"Bankinn [MP Banki] var ekki með neina stöðutöku í bönkum fyrir hrun og var jafnframt vel varinn gagnvart gengissveiflum og verðbólgu"

Stofnfjáreigendur Byrs eru væntanlega ekki alveg sammála Gunnari í þessum efnum, enda losaði MP Banki sig við hundruði milljóna stofnfjárhluta til Exeter Holdings, haustið 2008 - eftir bankahrun.  Eins og margoft hefur komið fram er Ágúst Sindri Karlsson, fyrrum skákmaður, forsvarsmaður Exeter Holdings.  Ágúst Sindri var einn þriggja stofnenda MP Verðbréfa og hefur verið viðskiptafélagi Margeirs Péturssonar um árabil.

Gunnar Karl er annars fyrrum forstjóri Skeljungs og gegndi því starfi í sex ár.  Hann hefur verið starfsmaður Skeljungs um árabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Braskarinn

Nú ætla ég ekkert að vera að verja MP banka, en rétt skal vera rétt. Það kallast ekki "stöðutaka" þegar að menn leysa til sín bréf með veðkalli.

Braskarinn, 2.8.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband