21.7.2009 | 13:30
Samkeppniseftirlitið taldi tengsl Glitnis og Byrs óeðlileg
Það er athyglisvert að skoða úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr 11/2008.
Tilurð málsin er sú að velþekktu fyrirtæki:
Baugur Group hf. og Jötunn Holding ehf.
Fjárfestingafélagið Primus ehf.
FL group hf. (nú Stoðir hf.)
Materia Invest ehf. og
Saxhóll ehf. og BYGG ehf.
Áfrýjuðu úrskurði samkeppniseftirlitsins frá 26.maí 2008, þess efnis að tilkynna skyldi samruna Byrs og Glitnis. Til að gera langa sögu stutta felldi áfrýjunarnefndin þennan úrskurð úr gildi.
Í úrskurðinum segir m.a.:
Með bréfum dagsettum 20., 21. og 23. júní 2008 hafa Baugur Group hf. og Jötunn Holding ehf., Fjárfestingafélagið Primus ehf., FL Group hf. (nú Stoðir hf.), Materia Invest ehf. og Saxhóll og BYGG ehf., kært ákvörðun sem þeim var kynnt með bréfi Samkeppniseftirlitsins, dagsettu 26. maí 2008, þess efnis að framangreind félög, sem og Imon ehf. og Sund ehf., fari með sameiginleg yfirráð yfir Glitni banka hf. og Byr sparisjóði og að þeim beri að tilkynna samrunann í samræmi við ákvæði 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005
Nánar má lesa um úrskurðinn hér:
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er auðvitað í stíl við allt sem var hér í gangi. Endalaus formskilyrði sem lögmenn á borð við LOGOS gerðu út á fyrir þessa ágætu útrásarvíkinga. Duglítið fólk í eftirlitsstofnunum samfélagsins stökk ítrekað með feginshendi á þessi rök og sjónarmið, enda hafði það lítið þor né þrek til að taka á þeim mönnum sem öllu réðu í hérlendu viðskiptalífi.
Haldið áfram að grafa upp úr haugnum, það er lítil samkeppni í þeim málum og guði sé lof fyrir fólk eins og ykkur!
Elías (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 22:11
Forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins er Páll Gunnar Pálsson,en hann var áður Forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins.Páll Gunnar Pálsson er einn vanhæfasti embættismaður þjóðarinnar.Páll þesi er innmúraður í Framsóknarmafíuna.
Númi (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.