Leita í fréttum mbl.is

Samkeppniseftirlitið taldi tengsl Glitnis og Byrs óeðlileg

Það er athyglisvert að skoða úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr 11/2008.

 

Tilurð málsin er sú að velþekktu fyrirtæki:

 

Baugur Group hf. og Jötunn Holding ehf.

Fjárfestingafélagið Primus ehf.

FL group hf. (nú Stoðir hf.)

Materia Invest ehf. og

Saxhóll ehf. og BYGG ehf.

 

Áfrýjuðu úrskurði samkeppniseftirlitsins frá 26.maí 2008, þess efnis að tilkynna skyldi samruna Byrs og Glitnis.   Til að gera langa sögu stutta felldi áfrýjunarnefndin þennan úrskurð úr gildi.

Í úrskurðinum segir m.a.:

Með bréfum dagsettum 20., 21. og 23. júní 2008 hafa Baugur Group hf. og Jötunn Holding ehf., Fjárfestingafélagið Primus ehf., FL Group hf. (nú Stoðir hf.), Materia Invest ehf. og Saxhóll og BYGG ehf., kært ákvörðun sem þeim var kynnt með bréfi Samkeppniseftirlitsins, dagsettu 26. maí 2008, þess efnis að framangreind félög, sem og Imon ehf. og Sund ehf., fari með sameiginleg yfirráð yfir Glitni banka hf. og Byr sparisjóði og að þeim beri að tilkynna samrunann í samræmi við ákvæði 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005

Nánar má lesa um úrskurðinn hér:

http://www.samkeppni.is/samkeppni/upload/files/afriunarnefnd_samkeppnismala/2008/urskurdur11_2008.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað í stíl við allt sem var hér í gangi.  Endalaus formskilyrði sem lögmenn á borð við LOGOS gerðu út á fyrir þessa ágætu útrásarvíkinga.  Duglítið fólk í eftirlitsstofnunum samfélagsins stökk ítrekað með feginshendi á þessi rök og sjónarmið, enda hafði það lítið þor né þrek til að taka á þeim mönnum sem öllu réðu í hérlendu viðskiptalífi.

Haldið áfram að grafa upp úr haugnum, það er lítil samkeppni í þeim málum og guði sé lof fyrir fólk eins og ykkur!

Elías (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 22:11

2 identicon

Forstöðumaður Samkeppniseftirlitsins er Páll Gunnar Pálsson,en hann var áður Forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins.Páll Gunnar Pálsson er einn vanhæfasti embættismaður þjóðarinnar.Páll þesi er innmúraður í Framsóknarmafíuna.

Númi (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband