21.7.2009 | 02:46
Áhugavert blogg um sameiningu SPNOR og Byrs
Við vorum beðin um að benda á eftirfarandi athugasemd af bloggi Gunnars Axels Axelssonar.
http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/entry/678567/
7. Atvinnumál / byggðamál - málefni Sparisjóðs Norðlendinga
2007110054
Að ósk bæjarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Baldvins H. Sigurðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur fóru fram umræður um atvinnumál/byggðamál - málefni Sparisjóðs Norðlendinga.
Baldvin og Kristín lögðu fram tillögu að bókun svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum samruna Sparisjóðs Norðlendinga við BYR. Mikil eftirsjá er í því þegar svo öflug fjármálastofnun sem er á forræði heimamanna er lögð inn í stóra samsteypu á höfuðborgarsvæðinu. Við það glatast yfirráð heimamanna yfir gríðarmiklum sjóðum sem hafa um árabil verið nýttir til að styrkja nærsvæði Sparisjóðs Norðlendinga í samræmi við markmið og tilgang Sparisjóða. Í stað þess verður Sparisjóður Norðlendinga að útibúi frá BYR sem veikir stöðu og sjálfstæði hans. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir einnig vonbrigðum yfir því að stjórn Sparisjóðs Norðlendinga hafi ekki skoðað möguleika sem önnur fjármálafyrirtæki, svo sem eins og KEA og Saga Capital, höfðu bent á til að styrkja sjálfstæði og stöðu sjóðsins í heimabyggð."
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Baldvins H. Sigurðssonar og Kristínar Sigfúsdóttur.
Elín Margrét Hallgrímsdóttir, Margrét Kristín Helgadóttir, Oddur Helgi Halldórsson og Gerður Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu.
Bæjarstýran á Akureyri hefði í raun átt að víkja við umfjöllun málsins en gerði það ekki heldur greiddi atkvæði, það má sjá í fundargerðum.
Bæjarstýran er eiginkona fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Norðurlands, sem þá var hættur en tekinn við starfi sem framkvæmdastjóri Lífsvals ehf. Það fyrirtæki er stofnað utan um uppkaup á jörðum á Íslandi og á nú vel á annað hundrað jarðir að talið er (fyrirtækið hefur frá upphafi verið svo mikið felufyrirtæki að forsvarsmenn þess svara ekki spurningum fjölmiðla, þetta sést þegar maður reynir að gúggla upplýsingar um það).
Stjórnarmaður og einn af eigendum Lífsvals ehf var og er líklega ennþá, Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs (aftur settur sá fyrirvari að hvergi er að hafa nýjar upplýsingar á vefnum um þetta vel falda fyrirtæki).
Þau liggja víða krosstengslin.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki alveg rétt, Ingvar Jónadan Karlsson er stjórnarformaður Lífsval, rétt er að Jón Björnsson hefur verið framkvæmdastjóri Lífsval undanfarin ár. Lífsval á nokkur mjólkurbú, og hefur m.a. byggt upp laxveiði í Breiðdal. Í rauninni hugsjónastarfsemi.
Rétt mun vera að Jón var sparisjóðsstjóri fyrr á árum. Útilokar það konu hans til greiða atkvæði um ályktun tengdri sparisjóðnum?
Guðjón Simma (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:46
þrjár athugasemdir við innlegg Guðjóns:
1) Í pistlinum er Jón þorsteinn titlaður stjórnarmaður, ekki stjórnarformaður.
2) Að kenna Lífsval við hugsjónastarf er álíka nálægt sannleikanum og að kalla Byr góðgerðafélag.
3) Tengsl eiginmanns bæjarstýrunnar og hagsmunaaðila í Byr voru nógu mikil gegnum Lífsval til að bæjarstýran hefði átt að víkja af fundi við afgreiðslu málsins.
íbúi á Akureyri (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.