20.7.2009 | 01:31
Breytingar á stofnfjáreign í Byr
Okkur var send eftirfarandi færsla:
Nokkrar áhugaverðar breytingar hafa átt sér stað á lista yfir stærstu stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði.
1) Bygg Invest hefur fært stofnfjárbréf sín inn í sérstakt félag sem kallast CDG ehf. Bygg, sem á um 4% í Byr, stendur höllum fæti eftir fall fjárfestingafélagsins Saxbyggs auk þess sem gúrkutíð í byggingariðnaði hlýtur að taka sinn toll. Sigrún Davíðsdóttir fullyrðir reyndar í pistli sínum á Eyjunni að Bygg sé þrotafélag.
2) Bréf sem voru í vörslu Kaupthing Luxembourg hafa verið færð beint á eigendur. Þar er annars vegar hlutur Rona Financials Ltd., og hins vegar hlutur tískudrottningarinnar Karenar Millen. Athygli vekur að Kaupþing banki hefur leyst til sín 2% hlut í Byr sem ku hafa verið í eigu Stanford.
3) Systkinin sem eiga Bernard ehf., Honda-umboðið á Íslandi, hafa fært bréf sín inn í Bernard. Meðal þeirra er Guðmundur Geir Gunnarsson, stjórnarmaður í Byr. Það að stjórnarmaður skuli eiga í innherjaviðskiptum með því að færa bréf sem eru í persónulegri eigu sinni yfir á fyrirtækið vekur auðvitað athygli. Fari svo að stofnfé í BYR verði fært niður þegar ríkið kemur inn með fjármagn eins og hvítur riddari munu lögaðilar geta nýtt sér niðurfærsluna sem kostnað í rekstri á meðan einstaklingar sitja í súpunni - eins og alltaf.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er athyglisvert. Bygg snúningurinn skyldi þó ekki tengjast skoðun FME á lögmæti atkvæðagreiðslunnar á aðalfundinum í maí sl. ?Hvernig má það vera að Bygg, Saxhóll og tengdir aðilar fengu að fara með fullt atkvæðamagn á fundinum? Er það ekki augljóst brot á lögum um sparisjóði?
Karen Millen er sú sem vissi ekki hvort hún á/átti hlut í sjóðnum, enda hennar hlutur skráður á Kaupþing Lux á aðalfundardegi. Þeir veittu Ágústi Ármann, fyrrverandi stjórnarmanni og aðila að hinum fræga Exeter (skíta)díl sem samþykkjanda f.h. stjórnarinnar, umboð til meðferðar á hennar hlut á fundinum, allt í skýrri andstöðu við lög og reglur og enn situr Jón Kr Sólnes sem stjórnarformaður í skjóli ólögmætrar atkvæðagreiðslu fundarins! Hvernig má þetta vera? Hvar er FME? Hverjum er verið að skýla í þessu dæmalausa máli?
Guðmundur Geir, sem gamall bílabraskari kann öll trixin í bókinni. Handgengin gamla spillingarliðinu í sjóðnum, á kafi í að tryggja fyrirtæki sínu feitan afskriftarlið í bókhaldinu. Þetta er allt á sömu bókina....
Stofnfjáraðili (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.