13.7.2009 | 17:22
Stofnfjáraukningin 2007
Nokkuð hefur verið rætt um mismuninn á kaupum á stofnfé og hlutafé, sér í lagi í tengslum við lánveitingar Glitnis til stofnfjáreigenda í Byr. Það er í sjálfu sér fyrir utan okkar verkahring að segja með nákvæmum hætti hver munurinn er, enda slíkt eflaust ekki hafið yfir lögfræðilegan vafa. Það er þó í okkar huga alveg ljóst að það er rangt að menn komist upp með að stilla eldra fólki, sem staðið hefur um árabil með sínu fyrirtæki (t.d. Sparisjóði Vélstjóra), upp við vegg m.a. með því að tilkynna að ef ekki verði reiddar fram himinháar upphæðir þá muni stofnfé rýrna um 86%. Það var gert í stofnfjáraukningunni árið 2007 og er til á prenti.
Í kringum stofnfjáraukninguna 2007 fengu stofnfjáreigendur að vita að stofnfjáraukningin ætti að standa undir vexti Byrs inn í framtíðina, m.ö.o. að með því að reiða fram stofnfjáraukninguna væru stofnfjáreigendur að standa vörð um sitt fyrirtæki, með líkum hætti og gert hafði verið áður, þegar siðferðisleg skylda manna var að standa að baki sínum sparisjóði. Loforð um arðgreiðslur hafa eflaust haft áhrif, en þess ber þó að geta að við höfum ekki séð slík loforð á prenti (enda væri loforð um arðgreiðslu tvö ár fram í tímann svo fáránleg yfirlýsing í dag að Jón Þorsteinn og hans menn hafa þó áttað sig á því að slíkt ætti ekki að vera til á prenti). Ýmsir hafa hinsvegar haft samband við okkur og látið vita af slíkum loforðum (munnlegum). Niðurstaðan er að í dag eru til ólögráða einstaklingar sem skulda á annan tug milljóna og áttræðir ellilífeyrisþegar sem skulda 80 milljónir!
Það er í dag lítill vafi á því að yfirlýsingar um að stofnfjáraukningin ætti að standa undir vexti Byrs voru innistæðulausar. Með stofnfjáraukningunni var hlutföllum stofnfjár og varasjóðs riðlað og þar með skapaður möguleiki til að greiða út hluta af varasjóðnum sem arð. Þetta var rangt og hefði ekki átt að líðast, ekki af stofnfjáreigendum né öðrum. Ef stofnfjáraðilar hefðu staðið upp á þeim tíma og barið í borðið, væri staðan ekki eins og hún er í dag. Því miður hafði gagnrýnin hugsun vikið fyrir sofandahætti árið 2007 og því fór sem fór. Þar erum við öll undir sömu sökina seld. Það er því þeim mun mikilvægara að við séum öll gagnrýnin á það sem er að gerast í dag og að við kryfjum til mergjar þau mál sem refsa ber fyrir í fortíðinni þar sem ráðandi aðilar hafa misnotað traust almennra hluthafa/stofnfjáreigenda einungis þannig skapast traust til uppbyggingar, hvort sem fyrirtækið heitir Byr, Kaupþing, Glitnir eða hvaða það annað fyrirtæki sem virðist hafa verið misnotað í þágu stærstu eigenda.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.