Leita í fréttum mbl.is

Málsókn undirbúin vegna Exeter Holdings málsins

Eins og áður hefur komið fram hefur verið unnin lögfræðileg úttekt á viðskiptunum með Exeter Holdings.  Sá lögmaður sem þá úttekt hefur unnið hefur áður unnið með viðlíka mál og í undirbúningi er málsókn (einkamál) á hendur þeim sem að þeim viðskiptunum stóðu.  Til að gefa þeim sem stóðu að viðskiptunum og verða mögulega sóttir til saka, ekki of miklar upplýsingar, hefur verið ráðlagt að gefa ekki upp hver viðkomandi lögmaður er.  Vegna vangaveltna í athugasemd hér á síðunni er þó rétt að taka fram að viðkomandi lögmaður er ekki Karl Georg Sigurbjörnsson. 

Þeir lesendur síðunnar sem hafa áhuga á að kynna sér málsóknina frekar og mögulega leggja henni lið með einhverjum hætti er velkomið að setja sig í samband við Rakel: thorunnrakel@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband