2.7.2009 | 14:45
Eygló Harðardóttir - Svar Gylfa Magnússonar
http://www.visir.is/article/20090701/FRETTIR01/95787477
Ef ríkið keypti stofnféð fullu verði væri ríkið að taka á sig tap sparisjóðanna á umliðnum árum," segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, um lagafrumvarp sitt um sparisjóðina. Í frumvarpinu er lögð til heimild til að færa niður stofnfé sjóðanna svo þeir geti þegið stofnfjárframlag frá ríkinu.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar, hefur gagnrýnt frumvarpið fyrir að stefna stofnfjáreigendum í þrot.
Gylfi segir án efa rétt að margir þeirra sem tekið hafi þátt í aukningu stofnfjárins á undanförnum árum hafi tekið til þess lán og þeir verði fyrir tapi vegna fjárfestingarinnar.
Vandinn er raunverulegur, en það er ekki réttlætanlegt að ríkið taki þennan hóp fólks sérstaklega út fyrir sviga og niðurgreiði tap þeirra þegar ekki er hægt að niðurgreiða tap allra," segir Gylfi og bendir á að hluthafar bankanna hafi tapað öllu sínu. Hann segir þó betra að þessi leið sé farin og ríkið komi sparisjóðunum til bjargar en að þeir fari í þrot.
Það má segja að þetta sé tilboð sem ríkið gerir og stofnfjáreigendum er heimilt að hafna því ef það er óhagstætt, en þá verða þeir jafnframt að bjarga stofnununum með öðrum hætti," segir Gylfi að lokum, en það er fundur stofnfjáreigenda hvers sjóðs sem ákveður hvort stofnféð verði fært niður.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það rétt að lögfræðilegur ráðgjafi ykkar sé ekki Björn Þorri heldur Karl Georg Sigurbjörnsson hrl. Skiljanlegt að þið viljið ekki nafngreina hann. Mér finnst það örmurlegt að maður sem græddi hundruðir milljóna á braski með stofnfjárbréf sé nú farinn að gefa ykkur lögfæðilegt álit.
Alfreð
Alfreð (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.