1.7.2009 | 03:09
Hæstaréttarlögmaðurinn
Vegna athugasemdar við síðustu færslu, er rétt að taka fram að hæstaréttarlögmaðurinn sem leitað var til um álitsgerð vegna Exeter Holdings málsins, er ekki Björn Þorri Viktorsson, hrl.
Viðkomandi lögmaður hefur verulega reynslu af málum sem þessum. Á meðan þeir stofnfjáreigendur sem hafa haft samband við lögmanninn ráða ráðum sínum um framhaldið höfum við verið beðin um að gefa nafn hans ekki upp hér á síðunni. Okkur þykir sjálfsagt að verða við því en munum upplýsa um framgang málsins um leið og rétt þykir.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll aftur Sveinn
Þar sem þú hefur ekki svarað fyrri pósti mínum leyfi ég mér að setja hann inn aftur.
------------------------
Sæll Sveinn
Ég er stofnfjáraðili í Byr og nokkuð skuldsettur eftir síðustu aukningu, þó svo að ég muni lifa það af hvernig sem fer. Ég hef fylgst með störfum þínum af áhuga og margt sem mér finnst að þú hafir komið fram með, eigi rétt á sér. Hinsvegar verð ég að játa að í kringum aðalfund Byrs fannst mér að geislabaugurinn hafi minnkað töluvert hjá þér Sveinn.
Margt finnst mér ruglingslegt sem fram er komið og því tel ég nauðsynlegt, ekki síst í anda þess heiðarleika sem þú heffur boðað, að þú gerir grein fyrir eftirfarandi:
1. Í yfirlýsingu dagsettri 29.4.2009, sem kemur fram hér á síðunni segir: „að í stjórn sparisjóðsins og æðsta stjórnendateymi verði einungis skipað grandvart og heiðarlegt fólk sem tilbúið er að vinna af trúmennsku í þágu fyrirtækisins, án þess að persónulegir hagsmunir viðkomandi eða annarra fyrirtækja þeim tengdum gangi þar framar“. Þann 1. maí síðastliðinn sendir þú tölvupóst á nokkra stofnfjáreigendur samkvæmt umfjöllun fjölmiðla, þar sem verið er að skipuleggja yfirtöku á stjórn Byrs, í samráði við Skilanefnd Landsbankans og þáverandi stjórnarformann Byrs, Jón Kristjánsson hjá Sund/IceCapital. Er þetta dæmi um heiðarleika og grandvör vinnubrögð?
2. Þegar ég sá uppstillingu frambjóðenda á A-lista til stjórnar Byrs á síðasta aðalfundinum, varð ég fyrir verulegum vonbrigðum með að þú hafðir stillt sjálfum sér í fyrsta sæti listans. Það var ekki í anda fyrri yfirlýsinga. Hinsvegar verð ég að hrósa þér fyrir að hafa fengið Hörð Arnarsson í framboð og það hefði verið frábært að fá hann í stjórn Byrs. Hinsvegar voru tveir aðrir frambjóðendur sem vöktu athygli mína og tel ég miður hæfa. Eins og kom fram í fjölmiðlum voru samskipti skilanefndar og Arnars Bjarnasonar óeðlileg. Telur þú að sala á hlut skilanefndar til Arnars hafi verið í anda heiðarleika, faglegra og grandvarra vinnubragða?
Síðan er frambjóðandi A-listans í 4 sæti, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. Veist þú ástæðu starfsloka Svanhildar hjá Kaupþingi og Straumi? Það vill svo til að ég veit um raunverulegar ástæður þess en þætti gaman að heyra þína skýringu á því máli. Ætla í það minnsta að gefa þér kost á heiðarlegu svari. Einnig eru að koma fram í fjölmiðlum þessa dagana umfjöllun um sölu Skeljungi frá Glitni til Svanhildar og eiginmanns hennar. Þekkið þið bakgrunn þess máls og ef svo er telur þú að þar séu grandvör vinnubrögð á ferð?
3. Varðandi umboð Kaupþings í Luxemburg og Karen Millen. Mér skilst að þú ásamt fleirum viljir meina að umboðið sé ólöglegt og í öðru lagi meina að atkvæðin hafi verið nýtt í þágu B-listans á síðasta aðalfundi. Hvernig veistu þetta? Hefur þú sem stjórnarmaður í Byr beitt þér fyrir því að skoða hvaða lista stofnfjáreigendur kusu. Er slíkt eðlilegt? Að þessu sögðu þá langar mig líka spyrja þig hvort þú hafir kannað hver fór með umboð fyrir bréf sem voru í vörslu Landsbankans í Lúxemburg og hver beitti þeim atkvæðum á aðalfundinum? Samkvæmt mínum heimildum var það einhver á vegum Jón Kristjánssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Byrs. Hefur þú kannað þetta og lögmæti þess? Skora á þig að fara ofan í saumanna á þessu.
Að lokum. Mér finnst eðlilegt í alla staði að rétt sé að málum staðið. Vinnubrögð eiga að vera fagleg og opin. Það þarf hinsvegar að gilda um alla, ekki er hægt að boða heiðarleg og grandvör vinnubrögð með hægri hendinni á meðan sú vinstri gengur þvert á þann boðskap. Ekki satt?
Gangi ykkur vel í baráttu ykkar, okkur stofnfjáreigendum til heilla.
------------------------
Að lokum vil ég sérstaklega ítreka spurningu í fyrri pósti mínum varðandi Kilimanjaro og Jón Kristjánsson eftir umfjöllun Sigrúnar Davíðsdóttur fréttamanns á Eyjunni sbr. meðfylgjandi:
http://eyjan.is/blog/2009/06/22/frettaauki-eyjunnar-um-sund-medhlaupari-vidskiptajofranna/
Stofnfjáreigandi (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.