Leita í fréttum mbl.is

Álit hæstaréttarlögmanns á Exeter Holdings málinu liggur fyrir

Nokkur hópur stofnfjáreigenda hefur fengið álit hæstaréttarlögmanns á Exeter Holdings málinu.  Álit lögmannsins er mjög skýrt:

1. Fullt tilefni er til þess að kæra málið til FME og sérstaks saksóknara.

2. Þeir hagsmunir er um ræðir og þær aðferðir sem beitt var til þess að færa framangreindum aðilum [fyrrverandi stjórnarmönnunum Jóni Þorsteini Jónssyni og Birgi Ómari Haraldssyni, auk fleiri] eignir BYRs og stofnfjáreigenda sjóðsins gefa fullt tilefni til þess að höfða einkamál.

Í áliti lögmannsins segir m.a. "Með gjörningi þessum er í raun verið að færa fjármuni úr sjóðum BYRs yfir til MP banka h.f. og losa stjórnarmenn í leiðinni úr persónulegum ábyrgðum".

Þeir stofnfjáreigendur sem leituðu til lögmannsins skipuleggja nú næstu skref. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju segið þið ekki hver hæstaréttarlögmaðurinn er?

Er það ekki títt nefndur Björn Þorri Viktorsson, fyrrverandi formaður fasteignasala og maður sem sjálfur er í milljarðs ábyrgðum vegna persónulegra fjárfestingum í Byr?

Það er ekki alveg jafn trúverðugt að flagga áliti frá manni með slíka ríka eigin hagsmuni, og því slepptuð þið nafninu.

Dapurt.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband