Leita í fréttum mbl.is

Stofnfjáreigendur funda í kvöld


Eftirfarandi er frétt af mbl.is

Stofnfjáreigendur í Byr sparisjóði hafa boðað til sérstaks fundar í kvöld kl. 20:30 að Brekkutröð 3 í Hafnarfirði til þess að ræða málefni sparisjóðsins.

Á fundinum verður m.a rædd lagaleg staða þeirra stofnfjáreigenda sem juku stofnfjárhluti sína með lánum frá Glitni banka árið 2007.

Stofnfjáreigendurnir eru meðal annars óánægðir með óljós og misvísandi skilaboð um réttarstöðu lántakenda frá Íslandsbanka, en bankinn tók lánin yfir þegar Glitni var skipt upp eftir bankahrunið. Bankinn bauð nýlega lántakendum að fresta greiðslu lánanna í fjóra mánuði en þau falla á gjalddaga á morgun. Fyrirséð er að bankinn mun leysa til sín marga stofnfjárhluti, en þeir voru eina veðtryggingin fyrir lánunum á sínum tíma. Eftir það gæti bankinn orðið stærsti stofnfjáreigandinn í Byr, en lögum samkvæmt má hann ekki eiga meira en 10% hlut.

Stofnfjáreigendurnir vilja meina að lánunum fylgi ekki persónuleg ábyrgð. Íslandsbanki hefur hafnað því og bent á að í lánaskilmálum hafi komið skýrt fram að lántakendur væru skuldbundnir til að endurgreiða lánin með einni greiðslu hinn 19. júní 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komiði sæl og takk kærlega fyrir ykkar vinnu í þessu máli.

Gætuði vinsamlegast birt fréttir af þessum fundi eftir að honum er lokið, svona fyrir okkur sem geta ekki komist.

Kveðja,

Bragi

Bragi (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 19:08

2 identicon

Ok er ég að misskilja e-h? það stendur í bréfinu sem fylgdi greiðsluseðlinum dagsett 8. júní ,,til tryggingar láninu voru stofnfjárhlutir í sparisjóðnum settir að veði". Er þetta breytt eða? og hvað meinar þeir með ,,ákvörðun um frestun eða önnur úrræði eru á ábyrgð lántaka"? er þetta hótun?

kv, Sólborg

Sólborg (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband