18.6.2009 | 08:55
Frá stofnfjáreiganda - varðar lánamál hjá Glitni
Óskað var eftir því að koma eftirfarandi á framfæri og er það okkur ljúft og skylt. Bréfið er skrifað af stofnfjáreiganda sem tók lán hjá Glitni í stofnfjáraukningunni 2007. Lögfræðingur viðkomandi hefur ráðlagt að greiða ekki lánið og óska ekki eftir frestun.
Við þökkum bréfið og hvetjum stofnfjáreigendur til að standa saman og láta aðra stofnfjáreigendur vita ef þeir öðlast frekari vitneskju um lánamálin hjá Glitni. Margir hafa haft samband við okkur sl. daga vegna málsins og er skiljanlega mikil óvissa sem fólk upplifir vegna málsins. Umfjöllun er um málið í Morgunblaðinu í dag.
Íslandsbanki hf.
bt. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stjórnarformaðurKirkjusandi 155 Reykjavík
Efni: Greiðsla vegna skuldabréfs/lánasamnings nr. xxxxxx, dags. 18. desember 2007 Það tilkynnist hér með að undirrituð, xxxxxxxx xxxxxxxx, eigandi stofnfjárhluta í Byr sparisjóði, getur því miður ekki staðið við greiðslu, að upphæð kr. xx.xxx.xxx, sem krafist er af Íslandsbanka hf., kt. 491008-0160, samkvæmt meðfylgjandi bréfi dagsett 8.6.2009 með gjalddaga 19.6.2009, vegna síðustu greiðslu skuldabréfs nr. xxxxxx að upphaflegri fjárhæð kr. xx.xxx.xxx, sem tekið var þann 18. desember 2007 hjá Glitni banka hf., kt. 550500-3530. Lánið var veitt undirritaðri vegna kaupa á auknum stofnfjárhluta í Byr sparisjóði. Áður var greidd upphæð kr. xx.xxx.xxx þann 11.4.2008 sem fyrsta greiðsla inná umrætt lán. Sjá meðfylgjandi afrit af kvittun fyrir greiðslu dagsettri 11.4.2008. Núverandi endurmetið nafnverð og verðmæti stofnfjárhluta undirritaðrar er kr. xx.xxx.xxx.
Undirritaðri er ljóst að Íslandsbanki hf. heldur öllum stofnfjárhlutum í eigu undirritaðrar í Byr sparisjóði sem handveð gegn umræddu láni. Að því gefnu að Íslandsbanki hf. hafi fengið afhent frá Glitni banka hf. umrætt skuldabréf og stofnfjárhluti undirritaðrar í Byr sparisjóði sem handveð á löglegan hátt, svo samræmist öll viðeigandi lög, vill undirrituð bjóða greiðslu og uppgjör á umræddu skuldabréfi/lánasamningi með afsali á stofnfjárhluta sínum að verðmæti kr. xx.xxx.xxx eða hærra, enda hefur undirrituð þegar gengist undir slíka skilmála í umræddum lánasamning við Glitni banka hf. sem tryggingu fyrir greiðslu. Gangi Íslandsbanki hf. ekki að þessum kjörum áskilur undirrituð sér rétt til frestunar á umræddri greiðslu til fjögurra (4) mánaða svo sem öðrum lántakendum hefur verið boðin.
Undirrituð bendir á að starfsmaður Byrs sparisjóðs hét því í samtali við undirritaða í húsakynnum Byrs sparisjóðs að Borgartúni 18 í desember 2007, áður en umræddur lánasamningur var undirritaður, að færi svo að undirrituð reyndist ekki geta greitt síðustu afborgun umrædds skuldabréfs yrði ekki krafist annarra greiðsla eða trygginga en stofnfjárhluti undirritaðrar sem veðsettir voru. Undirritaðri var einnig heitið því við undirritun umrædds lánasamnings að lántaka þessi væri þannig áhættulaus. Undirritaðri er kunnugt að öðrum eigendum stofnfjárhluta í Byr sparisjóði hafi einnig verið heitið slíkum skilmálum af starfsfólki Byrs sparisjóðs og Glitnis banka hf.
Komi í ljós síðar, hvort sem er að frumkvæði undirritaðrar eða annarra er þess kunna að leita, að krafa Íslandsbanka hf. á hendur undirritaðrar og færsla umrædds lánasamnings/skuldabréfs og handveðs frá Glitni banka hf. til Íslandsbanka hf. reynist ekki standast gildandi lög, áskilur undirrituð sér rétt til að krefja Íslandsbanka hf. um fulla endurgreiðslu vegna umræddra stofnfjárhluta í Byr sparisjóði ásamt eðlilegum vöxtum frá dagsetningu þessa bréfs.
Virðingarfyllst __________________________
xxxxxxxx xxxxxxxx
kt. xxxxxx-xxxx
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.