Leita í fréttum mbl.is

Viðskipti og lánveitingar til umfjöllunar á aðalfundi

 Við höfum nú óskað eftir því að viðskipti stjórnarmanna í Byr sparisjóði verði tekin fyrir með formlegum hætti á aðalfundi.  Óskað hefur verið eftir því við sparisjóðsstjóra, regluvörð og stjórnarmenn að fjallað verði um málefnið:

 

Viðskipti stjórnarmanna í Byr sparisjóði með stofnfjárbréf í Byr sparisjóði á árinu 2008.  Framkvæmd lánveitinga Byrs sparisjóðs í tengslum við viðskipti stjórnarmanna með stofnfjárbréf í Byr sparisjóði. 

 

Bent skal á að "hver stofnfjáreigandi á rétt á því að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundum stofnfjáreigenda, ef hann gerir skriflega kröfu um það til sparisjóðsstjórnar eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund", eins og segir orðrétt í 16. grein samþykkta Byrs sparisjóðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna hér!  Hringavitleysa er sannarlega orðið yfir þessi ósköp!  Er það virkilega rétt að lánveitingar MP banka til skyldra aðila hafi áttfaldast á árinu 2008 - og hafi við lok ársins numið yfir 50% af öllum útlánum bankans???  Það bendir ekki beinlínis til þess að þar ráði fagleg ákvörðunataka ferðinni...  Þetta sýnist svipað hlutfall í þessu efni og var hjá gamla fallna Kaupþingi...Var það þá ekki bara lífsspursmál fyrir þá félaga Styrmi og hann að "ná undir sig" innlánasafni SPRON til að laga hjá sér stöðuna???  Margeir Péturs virðist ekki vera allur þar sem hann er séður, teflir líklega meiri "refskák" í viðskiptum en a.m.k. ég hélt...

Stofnfjáraðili (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband