27.4.2009 | 00:00
Viðskipti og lánveitingar til umfjöllunar á aðalfundi
Við höfum nú óskað eftir því að viðskipti stjórnarmanna í Byr sparisjóði verði tekin fyrir með formlegum hætti á aðalfundi. Óskað hefur verið eftir því við sparisjóðsstjóra, regluvörð og stjórnarmenn að fjallað verði um málefnið:
Viðskipti stjórnarmanna í Byr sparisjóði með stofnfjárbréf í Byr sparisjóði á árinu 2008. Framkvæmd lánveitinga Byrs sparisjóðs í tengslum við viðskipti stjórnarmanna með stofnfjárbréf í Byr sparisjóði.
Bent skal á að "hver stofnfjáreigandi á rétt á því að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundum stofnfjáreigenda, ef hann gerir skriflega kröfu um það til sparisjóðsstjórnar eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund", eins og segir orðrétt í 16. grein samþykkta Byrs sparisjóðs.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna hér! Hringavitleysa er sannarlega orðið yfir þessi ósköp! Er það virkilega rétt að lánveitingar MP banka til skyldra aðila hafi áttfaldast á árinu 2008 - og hafi við lok ársins numið yfir 50% af öllum útlánum bankans??? Það bendir ekki beinlínis til þess að þar ráði fagleg ákvörðunataka ferðinni... Þetta sýnist svipað hlutfall í þessu efni og var hjá gamla fallna Kaupþingi...Var það þá ekki bara lífsspursmál fyrir þá félaga Styrmi og hann að "ná undir sig" innlánasafni SPRON til að laga hjá sér stöðuna??? Margeir Péturs virðist ekki vera allur þar sem hann er séður, teflir líklega meiri "refskák" í viðskiptum en a.m.k. ég hélt...
Stofnfjáraðili (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.