Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing frá VBS fjárfestingabanka

Okkur barst eftirfarandi yfirlýsing frá VBS fjárfestingabanka í gær.  Vegna anna náðum við ekki að koma yfirlýsingunni inn á www.verjumbyr.blog.is fyrr en nú.  Við þökkum VBS fyrir skýringarnar.

Kveðja, Sveinn og Rakel

Frá VBS fjárfestingarbanka

Vegna umfjöllunar um ársreikninga VBS fjárfestingarbanka á síðunni verjumbyr.blog.is vill VBS koma eftirfarandi á framfæri.

Spurt er út í hvers vegna Willum Þór Þórsson, sem situr í varstjórn félagsins samþykki nýbirtan ársreikning fyrir árið 2008 í stað Birgis Ómars Haraldssonar.

Birgir Ómar Haraldsson tók sæti í stjórn Byrs í byrjun mars síðastliðin. Að eigin ósk hefur hann ekki setið fundi í stjórn hjá VBS fjárfestingarbanka frá þeim tíma og hefur því ekki fengið gögn né upplýsingar sem stjórnarmaður í VBS. Í hans stað var kallaður til varamaður hans, Willum Þór Þórsson, sem gegnir  nú öllum stjórnarstörfum aðalmanns í fjarveru Birgis Ómars. Því skal áréttað að seta Willum Þórs Þórssonar í stjórn VBS fjárfestingarbanka tengist á engan hátt umfjöllun í fjölmiðlum um málefni Byrs sparisjóðs undanfarna daga.

Með bestu kveðju,

F.h VBS fjárfestingarbanka

Þuríður Hrund Hjartardóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var brotist inn hjá mér!
 
Fréttir af viðskiptum stjórnarmanna í Byr með eigin bréf hefur hneykslað marga, þeir stofnfjáreigendur sem ég hef rætt við telja þetta vera fjárdrátt, þarna virðast stjórnarmenn í Byr vera að selja stofnfjárbréf sýn á yfirverði og láta Byr lána rúman milljarð til kaupanna.
 
Það verður að gera þá kröfu til þessara manna að þessi gjörningur verði bakfærður, annars verðum við að leita réttar okkar fyrir dómstólum.
 
 
Þorgrímur (stofnfjáreigandi í Byr.) 

Þorgrímur Jónsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband