Leita í fréttum mbl.is

Fundur á Akureyri

Norðlendingar hafa sett sig í samband við okkur í kjölfar fundarins á Grand Hótel og sýnt mikinn áhuga á að haldinn verði  fundur um sama efni Norðan heiða. 

Það er okkur bæði ljúft og skylt að kynna málið á Norðurlandi.  Því hefur verið ákveðið að halda fund um málið á Akureyri þriðjudaginn eftir páska, 14.apríl, kl. 20.

Fundarstaður verður auglýstur síðar.  Á fundinum munum við fjalla um vafasöm viðskipti stjórnarmannanna Jóns Þorsteins Jónssonar og Birgis Ómars Haraldssonar með stofnfjárhluti í Byr sparisjóði.  Hlutur MP-Banka og Exeter Holding í þessum viðskiptum verður skýrður eins hann og kemur okkur fyrir sjónir. 

Önnur sérstök viðskipti stjórnarmanna í Byr sparisjóði, með stofnfé í sjóðnum, verða einnig til umfjöllunar.  Ekki er annað að sjá af opinberum gögnum en að samtals 50 milljón hlutir Jóns Kristjánssonar og Páls Þórs Magnússonar hafi verið færðir yfir á einkahlutafélagið IceCapital ehf, frá hruni bankakerfisins fram til áramóta 2008-2009.  Jón Kristjánsson er núverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs og Páll Þór Magnússon er fyrrverandi stjórnarmaður í Byr sparisjóði.  Páll Þór Magnússon er formaður stjórnar VBS fjárfestingarbanka.  Jón Kristjánsson situr í varastjórn VBS fjárfestingabanka.  Jón og Páll eru mágar.

Umfjöllun um efnið verður með svipuðu sniði og á fundinum á Grand Hóteli.  Við höfum einnig aflað nýrra gagna sl. daga og munum koma upplýsingum sem við höfum unnið úr þeim gögnum á framfæri. 

Kveðja,

Sveinn og Rakel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hjónin erum stofnfjáreigendur í Byr gegnum stofnfjáreign upprunna í Sparisjóði Akureyrar.  Við vorum m.a. hvött til að auka hlut okkar af Birgi Ómari hér fyrir norðan.  Við fögnum því að enn finnist fólk sem leggur vinnu í að komast til botns í gerðum sjálftökuþjófa í hvítum flibbum og vill sjá heiðarleika fá hlutverk í viðskiptum.  Hlökkum til að sjá ykkur hér norðan heiða. Kveðjur, Haddí og Egill

Egill og Haddí (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband