Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing

Starfsmaður Byrs færði okkur yfirlýsingu þriggja stjórnarmanna Byrs Sparisjóðs á fundinum í gær.  Viðkomandi hafði verið beðinn að láta okkur fá yfirlýsinguna.  Um er að ræða sömu yfirlýsingu og mynd er af neðar á síðunni (í næstu færslu á undan þessari).  Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Yfirlýsing

Vegna umfjöllunar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins þann 7.apríl 2009 og af gefnu tilefni vilja undirritaðir stjórnarmenn Byrs sparisjóðs koma eftirfarandi á framfæri:

Þann 19. desember 2008 var haldinn stjórnarfundur í Byr sparisjóði.  Mættir voru m.a. Jón Þorsteinn Jónsson, þáverandi stjórnarformaður og stjórnarmennirnir Ágúst Már Ármann, Jóhanna Waagfjörð og Jón Kr. Sólnes varamaður.  Jón Kristjánsson var fjarverandi.  Á fundinum var m.a. til umfjöllunar yfirdráttarlán sem Byr sparisjóður hafði þegar veitt til handa Tæknisetur Arkea í eigu MP fjárfestingabanka hf.  Á fundinum var samþykkt að framlengja viðkomandi yfirdráttarlán til Tæknisetur Arkea í eigu MP fjárfestingabanka hf.  / Exeter Holdings um þrjá mánuði vegna óvissu á fjármálamörkuðum og auka heimildina til þess að mæta vaxtagreiðslum.

Hafi andvirði lánsfjárheimildar að hluta eða í heild verið notað til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði, er slíkt í andstöðu við afgreiðslu málsins í stjórn Byrs sparisjóðs þann 19. desember 2008.

Hafi stjórnarmenn Byrs sparisjóðs átt viðskipti með stofnfjárbréf í Byr sparisjóði án þess að tilkynna um slíkt til regluvarðar sparisjóðsins, er slíkt í andstöðu við lög um verðbréfaviðskipti að því er varðar skyldur stjórnarmanna sem fruminnherja.

Þetta mál er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og munu undirritaðir stjórnarmenn veita allar þær upplýsingar sem óskað kanna [búið var að strika yfir „a“ hér; innskot Sveinn og Rakel] að verða eftir af hálfu þess.

8.apríl 2009 

Ágúst Már Ármann

Jóhanna Waagfjörð

Jón Kr. Sólnes

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband