9.4.2009 | 16:16
Yfirlýsing stjórnarmanna Byrs
Starfsmaður Byrs var beðinn að koma eftirfarandi yfirlýsingu inn á fundinn í gær. Fljótlegasta leiðin til að koma henni hingað inn var að taka mynd af yfirlýsingunni. Sú mynd er hér að neðan. Yfirlýsingin verður skrifuð upp eins fljótt og auðið er.
Sveinn og Rakel
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahá. Þetta er athyglisvert, skv. þessu, þá vissu ofangreindir stjórnarmenn að Exeter holdings er félag í eigu MP banka! Auðvitað lánar BYR aðilum 100% lán fyrir verðbréfum þegar aðilar selja sjálfum sér. Það er bara eðlilegt - eða hvað??? Það er líka merkilegt að hugsa til þess að Ágúst Ármann einn af stjórnarmönnunum sem þetta stafar frá, er faðir Magnúsar Ármann, sem af mörgum er kallaður "bréfberi Íslands" eftir fræg 9 milljarða kaup eiknahlutafélags hans Imon ehf. (sem nb. var stærsti eigandi stofnfjárbréfa í BYR) á hlutabréfum í Landsbankanum, tveimur eða þremur dögum fyrir fall bankans. Landsbankinn sjálfur lánaði 100% fyrir bréfunum án frekari veða en í bréfunum sjálfum... Æ,æ, þar "tapaði" bankinn 9 þúsund milljónum.... pínu óheppni... eða er þetta kannski það sem menn eiga við þegar talað er um að "ræna banka innan frá"...??? Þeir feðgar kunna greinilega til verka þegar kemur að bréfaburði, svo mikið er víst!
En er þessi Jóhanna Waagfjörð sú sama og var innsti koppur í búri hjá Baugi??? kannski kann hún eitthvað í bréfaburði líka???
Bréfberinn (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.