7.4.2009 | 19:33
Byr Sparisjóður misnotaður
Byr Sparisjóður
Byr Sparisjóður er, að mati ábyrgðarmanna þessarar vefsíðu, ágætlega rekið fyrirtæki að mörgu leyti. Laun starfsmanna voru mun lægri en gekk og gerðist í bankakerfinu almennt, fyrirtækið stóð ekki í skuldsettum yfirtökum stórra fyrirtækja og lánaði fyrst og fremst til einstaklinga og meðalstórra fyrirtækja. Þá hafði fyrirtækið ekki fjárfest í Exista, en slíkar fjárfestingar voru m.a. sparisjóðunum SPRON og SPKEF fjötur um fót.
Byr Sparisjóður er jafnframt langstærsti sparisjóður Íslands, með starfsemi á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Byr er stór eigandi að TERIS, hugbúnarþjónustu sparisjóðanna og hefur tekið að sér forystuhlutverk í sparisjóðafjölskyldunni. Byr er hinsvegar ógnað og þar með sparisjóðakerfinu á Íslandi. Byr tapaði um 30 milljörðum á árinu 2008; þess skal þó getið að stór hluti þess taps var vegna niðurfærslna á útlánum, sem ekki er innleyst tap. Eiginfjárhlufall Byrs er 8,3%, en lögfest lágmark þess hlutfalls er 8,0%. Sótt hefur verið um aðstoð stjórnvalda til að leysa úr þessu, en stjórnvöld hafa heimild til að leggja um 11 milljarða inn í Byr skv. lögum.
Stjórnarmenn bera ábyrgð á miklu tapi Byrs
Óhætt er að fullyrða að viðskipti með stofnfjárbréf í Byr-Sparisjóði hafi verið með sérstökum hætti eftir hrun bankakerfisins á Íslandi. Stjórnarmenn í sjóðnum og MP-Banki eiga þar stóran hlut að máli. Við hjónin höfum sl. viku grafist fyrir um þessi viðskipti og munum á þessari síðu birta niðurstöður þeirra athugana. Við hvetjum stofnfjáreigendur til að fylkja sér að baki Byr og reka út úr fyrirtækinu þá spillingu sem þar hefur hreiðrað um sig. Við munum halda opinn fund um málið 8.apríl klukkan 17:00 á Grand Hótel - Gullteigi. Mætum öll!
Viðskipti 1 - Exeter Holdings
Exeter Holdings fékk 19.desember sl (DV 31.3.09,bls.2) yfirdráttarlán upp á 1100 milljónir frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef miðað er við að þessar 1100 milljónir hafi allar runnið í hendur seljanda er áætlað virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 milljarðar 31.12.2008, þ.a. ljóst má vera að um fáránlegt yfirverð er að ræða.
Exeter Holdings eignast allan sinn hlut í Byr eftir hrun bankakerfisins, þegar stofnfjármarkaður MP-Banka með bréf Byrs er lokaður. Hlutirnir sem Exeter Holding kaupir koma frá MP-Banka, stjórnarmönnum Byrs og starfsmönnum Byrs. Líklegt er, í ljósi fréttar DV, að um veðköll hafi verið að ræða, þ.e. að MP-Banki hafi lánað starfsmönnum og stjórnarmönnum Byrs fyrir stofnfjáraukningu í Byr sem fram fór í desember 2007. Lánið hefur verið með veði í stofnfjárbréfunum en að öllum líkindum með sjálfskuldarábyrgð
Ágúst Sindri Karlsson, stærsti eigandi Exeter Holdings, var stjórnarmaður í MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
Viðskipti 2 - Kemur síðar
Fundarboð
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sveinn.
Þetta er einkar athyglisvert mál sem þið hjónin eruð að velta upp. Sjálfum brá mér í brún að sjá Kastljósið í kvöld og hafði ekki áttað mig á því að spilling af þeirri gerð sem þið eruð að upplýsa hafi náð að hreiðra um sig í BYR, sparisjóðnum okkar. Ég mun mæta á fundinn á morgun á Grand Hóteli og vona að allir velunnarar sjóðsins komi þar og ræði þá stöðu sem upp er komin. Það væri fráleitt að sjá ríkið koma með fjárframlag til að tryggja rekstur sjóðsins, sem síðar myndi e.t.v. með einum eða öðrum hætti renna í vasa æðstu stjórnenda eða stjórnarmanna. Slíkt má ekki gerast, það er skylda allra ábyrgra manna að berjast fyrir heilbrigðum rekstri fyrirtækisins.
Sjáumst á morgun!
Stofnfjáraðili (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:25
Stjórnendur og stjórnarmenn Byrs Sparisjóðs hafa eflaust lánað fé til stofnfjárkaupa Exeter holding með tryggum veðum, og digrum vöxtum.
Jafn grandvar maður eins og Birgir Ómar Haraldsson tæki aldrei þátt í mismunum stofnfjáraðila, né annari óhæfu.
hallur (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 22:22
Þetta mál snýr ekki bara að stofnfjáraðilum. Mér sýnist á þessum upplýsingum að raunveruleg hætta sé á ríkisframlagi vegna spilltra stjórnarhátta. Ég sem skattgreiðandi er ekki sáttur við það. Það er VERULEGUR spillingafnykur af þessu. Ég mæti á fundinn.
Stefán Már (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:42
Eftir samtal okkar í gær lýsum við fullum stuðningi við þær hugmyndir sem þú hefur sett fram um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja framtíð Byrs.
Guðmundur Kristinsson
Árni Kristjánsson
Lára Clausen
Sólveig Hólmarsdóttir
Ásdís Árnadóttir
Halldóra Aðalsteinsdóttir
Guðmundur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:09
Ég skora á þig Sveinn að bjóða þig fram til stjórnarsetu á aðalfundi Byrs 13. maí.
Ingvar Jónsson, stofnfjáreigandi.
ingvar jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:25
Þakka ykkur hjónum fyrir þessa rannsókn. Hún er afar mikilvæg. Skyldi það vera tilviljun að fyrir nokkrum mánuðum var strang heiðarlegum og færum bankastjóra BYR, Magnúsi Ægi sagt upp störfum. Vissi hann of mikið um spillinguna meðal stjórnarmanna og núverandi sparisjóðsstjóra Ragnars Z ? Var Magnús ekki nógu þægilegur í taumi hagsmunagæslu stjórnenda? Losum okkur við Ragnar Z, klíkuna hans og stjórnina á næsta aðalfundi. Þessir menn hafa skaðað okkur nóg.
Birgir Þórarinsson, stofnfjáreigandi.
Birgir Þórarinsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:38
Sveinn það er eins og þú veist aðeins toppurinn af ísjakanum er þú hefur komist að, en eins og sést a athugunum þínum er það MP. sem leikur aðalhlutverið í þessum viðskiptum. Það eru miklu stærri og meiri hlutir er þarna hafa verið á ferðinni, sem tengjast eignarhaldi á Byr og Vbs auk MP. Vitaskuld á að taka stjórnarmenn Byr stax í yfirheyrslu er veittu lánið til sín og MP.
Það hefur vakið furðu mína að MP fjárfestinabanki skuli fá leyfi til þess að kaup Spron og hefja viðskiptabankastarfsemi, með þetta mál í farteskinu.
Eg er ekki svo viss að bankastjóri né millistjórnendur Byrs hafi ráðið neinu í þessari för, heldur fulltrúar stærstu eignenda er misnotuðu stöðu sína sér til fjárhagslegs ábata, og til að tryggja MP. gegn tapi á útlánum sínum til stofnfjáraðila Byrs, auk bréfa er MP átti sjálft.
Þess skal getið að ég er stofnfjáaðili í Byr og vil veg hans sem bestan, og það er mín trú að hann komi til með að spjara sig, er loftað hefur verið út úr stórn hans, og raunverulegir eigendur hans fara með stjórn hans.
hallur (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 23:48
Er ekki augljóst að eitthvað var rotið við uppgjör síðasta árs, hvernig má það vera að menn geti greitt 13,5 milljarða í arð þegar hagnaðurinn er eingöngu upp á 8,5 milljarð? það er ný bókfærsla í mínum augum, en í eðlilegu bókhaldi er arður yfirleitt brot af hagnaði. En stórgott framtak hjá þér Sveinn, þetta lítur út fyrir að vera dæmi þar sem innherjar hlunnfara saklausa stofnfjáreigendur sér í hag, líklega eru þetta vinnubrögð sem má finna víðar, kveðja jón
jón (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 01:34
Var hvorki á fundinum né er stofnfjáreigandi í Byr. Er rétt skilið hjá mér að títt nefndur Margeir Pétursson sem hampað hefur verið undanfarnar vikur fyrir ráðdeild og gott regluverk í MP banka sé í raun að fá SPRON á silfurfati á kostnað stofnfjáreiganda í Byr og 300 milljónir að auki? Er þetta ekki sami Margeir og nam lög við Háskóla Íslands á kostnað okkar skattborgara á fullum stórmeistaralaunum fyrir snilli sína við taflborðið... Ég fagna framtaki þessa unga stórhuga fólks og hvet aðra til að taka þau sér til fyrirmyndar. Ég ætlaði að færa séreignarsparnaðinn minn og sparifé yfir til MP banka en mun að sjálfsögðu ekki gera það. Hvet ég aðra í sömu hugleiðingum til að gera slíkt hið sama.
arna jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:06
Ég var á fundinum þar sem mér þótti kastljóssviðtalið áhugavert. Er ekki stofnfjáreigandi, frekar stofnanamatur enda kominn af léttasta skeiði
Áhugamaður um bætt viðskiptasiðferði og málefni líðandi stundar. Þessi Sveinn Margeirsson er maður sem við þurfum að virkja til góðra verka Íslandi til heilla. Þolgæðið ætti að vera til staðar, sá eftir örlitla rannsóknarvinnu að maðurinn er margfaldur meistari í langhlaupum. Sammála Örnu sem hér ritaði. Ekki ætti nokkur viti borinn maður að treysta taflmanninum Margeiri og hans meðreiðarsveinum fyrir ævisparnaðinum.
kristófer sigurfinnsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.