Leita í fréttum mbl.is

Eva B. Helgadóttir bannar umræður

Kröfuhafafundur Byrs sparisjóðs var haldinn í dag á Grand Hóteli.  Eva B. Helgadóttir, formaður slitastjórnar Byrs og fyrrverandi eftirlitsmaður FME hjá sjóðnum, taldi greinilega ekki óhætt að leyfa fólki að spyrja málefnalegra spurninga á kröfuhafafundinum og voru engar umræður leyfðar.  Einungs var tekið tillit til spurninga sem höfðu borist skriflega, fyrir fundinn. 

Verjandi Styrmis Þórs Bragasonar í Exeter Holdings málinu, Ragnar Hall, var fenginn til að stýra fundinum.  Ragnar er eflaust hinn vænsti maður og ágætis lögmaður, en það verður að teljast í hæsta máta ósmekklegt af slitastjórn að velja verjanda Styrmis Þórs til að stýra síðustu fundahöldum á vegum Byrs sparisjóðs, þar sem stofnfjáreigendur eiga þess kost að mæta (hafi þeir lýst kröfu).

Þá upplýsti Eva B. Helgadóttir á fundinum að hún tæki krónur 20.000 + VSK á klukkustund fyrir að vinna í slitastjórn Byrs.  Varlega áætlað má því reikna með að tekjur Evu af gjaldþroti Byrs séu á milli 2 og 3 milljónir á mánuði. 

 


mbl.is Frávísunarkröfu í Exeter-máli hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband