17.11.2010 | 18:43
Eva B. Helgadóttir bannar umræður
Kröfuhafafundur Byrs sparisjóðs var haldinn í dag á Grand Hóteli. Eva B. Helgadóttir, formaður slitastjórnar Byrs og fyrrverandi eftirlitsmaður FME hjá sjóðnum, taldi greinilega ekki óhætt að leyfa fólki að spyrja málefnalegra spurninga á kröfuhafafundinum og voru engar umræður leyfðar. Einungs var tekið tillit til spurninga sem höfðu borist skriflega, fyrir fundinn.
Verjandi Styrmis Þórs Bragasonar í Exeter Holdings málinu, Ragnar Hall, var fenginn til að stýra fundinum. Ragnar er eflaust hinn vænsti maður og ágætis lögmaður, en það verður að teljast í hæsta máta ósmekklegt af slitastjórn að velja verjanda Styrmis Þórs til að stýra síðustu fundahöldum á vegum Byrs sparisjóðs, þar sem stofnfjáreigendur eiga þess kost að mæta (hafi þeir lýst kröfu).
Þá upplýsti Eva B. Helgadóttir á fundinum að hún tæki krónur 20.000 + VSK á klukkustund fyrir að vinna í slitastjórn Byrs. Varlega áætlað má því reikna með að tekjur Evu af gjaldþroti Byrs séu á milli 2 og 3 milljónir á mánuði.
Frávísunarkröfu í Exeter-máli hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.