Leita í fréttum mbl.is

Aðalfundur MP Banka

Aðalfundur MP Banka fór fram í dag.  Eins og fram hefur komið, var kjöri stjórnar frestað á fundinum.

Það hafa margir haft samband og spurt um framboð Sveins til stjórnar MP Banka.  Sveinn skilaði framboði til stjórnarinnar sl. föstudag.  Þar sem hann er ekki hluthafi í MP Banka hafði hann ekki seturétt á aðalfundinum.  Kjöri til stjórnarinnar var frestað á aðalfundinum, þannig að sú stjórn sem sat sl. starfsár mun sitja enn um sinn.  Hana skipa Margeir Pétursson, Sigfús Ingimundarson, Kristinn Ziemsen, Hallgrímur Jónsson og Sigurður G. Pálmason: https://www.mp.is/um-mp-banka/upplysingar/stjorn-mp-banka/.

Samþykktir MP Banka koma fram hér að neðan, en þar kemur m.a. fram að stjórnarmenn skuli hafa aðgang að öllum skjölum og bókum félagsins (grein 5.06).

https://www.mp.is/media/pdf/Samthykktir_MP_Banka_2010-03-10.pdf

Það eru auðvitað vonbrigði að kjör hafi ekki farið fram, enda hefði endurnýjun í stjórn MP Banka verið kærkomin.  Sú staðreynd að Jóhanna Waagfjörð hafi verið í framboði vekur auðvitað reiði í brjóstum stofnfjáreigenda.  Jóhanna er innvígð Baugsmanneskja og var stjórnarmaður fyrir hönd Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þegar farið var ránshendi um sjóði Byrs, með tilheyrandi tapi fyrir stofnfjáreigendur Byrs.

Umfjöllun um aðalfund MP:

http://www.ruv.is/frett/vilja-i-stjorn-mp-banka

http://www.ruv.is/frett/stjornarkjori-mp-banka-frestad

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4498039/2010/06/30/7/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá!  Þetta eru athyglisverðar upplýsingar Sveinn.  Ég fór á þessa netslóð og fann samþykktirnar.  Nú er ég ekki sérfræðingur í lögum, en það vakti athygli mína að skv. grein 4.03.2 í samþykktunum, er tekin fram sérstök heimild til að fresta afgreiðslu á a) skýrslu stjórnar og/eða b) ársreikninga félagsins til framhaldsaðalfundar, enda krefjist a.m.k. 1/3 heildarhlutafjárhafa þess með skriflegum hætti á fundinum sjálfum. 

Ekki er að finna slíka heimild til að fresta afgreiðslu annarra dagskrárliða aðalfundar til framhaldsaðalfundar.  Það hlýtur því að mega álykta sem svo, að fyrst tekin er fram sérstök heimild til að fresta TILTEKNUM málum sem liggja fyrir aðalfundinum til framhaldsaðalfundar, þá verði svo ekki farið um ÖNNUR málefni aðalfundar félagsins.  Það hlýtur því að vera brot á samþykktum MP-banka hf. að draga stórnarkjör til framhaldsaðalfundar!

FME hlýtur að kanna þetta mál rækilega og afla sér vitneskju um það hverjir hluthafa bankans stóðu að hinni skriflegu kröfu sem hlýtur að hafa komið fram á fundinum sjálfum og kanna hjá þeim um efnislegar ástæður þess og leita jafnframt skýringa á því af hverju svo mikið lá við, að réttlæti skýrt brot á samþykktum bankans (sem er n.b. skv. auglýsingum "eins og banki á að vera").

Þá vakti einnig athygli okkar hjóna, að verkaskipting milli stjórnar félagsins og framkvæmdastjóra er skýrt tiltekin í greinum 5.05 og 6.01.  Skv. þeirri fyrrnefndu er það m.a. verkefni stjórnar "að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri félagsins og sjá um að skipulag þess og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.  Sérstaklega skal hún sjá um að nægilegt eftirlit sé með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins".  Í þeirri síðarnefndu segir m.a. að framkvæmdastjóri skuli annast daglegan rekstur skv. fyrirmælum stjórnar félagsins.  Þar er einnig tekið fram sérstaklega að hinn daglegi rekstur taki EKKI til ráðstafana sem séu óvenjulegar eða mikilsháttar.  Slíkar ráðstafanir geti framkvæmdastjóri aðeins gert skv. sérstakri heimild frá stjórn félagsins.

Eftir "veðkallið" í Exeter Holdings málinu, "seldi" MP banki hf. þessu einkahlutafélagi Ágústar Sindra Karlssonar lögmanns og stofnanda og fyrrum stjórnarmanns í MP banka, fyrrum hluti lykilstarfsmanna og æðstu stjórnenda í BYR stofnfjárbréf í sparisjóðnum, með láni frá sparisjóðnum sjálfum með engum veðum eða ábyrgðum nema í bréfunum sjálfum, sem augljóslega höfðu þá þegar mjög skert og takmarkað verðgildi miðað við það sem áður var (gert eftir hrun).

Því vaknar sú spurning, hvort Styrmir Bragason þáverandi framkvæmdastjóri bankans, sem nú sætir ákæru vegna viðskiptanna, gat virkilega framkvæmt gerninginn skv. samþykktum bankans, án vitneskju stjórnarinnar!  Tengsl Ágústs Sindra og Margeirs Péturssonar eru augljós og vel þekkt.  Gat það virkilega verið að Margeir vissi barasta EKKERT um þessi viðskipti?  Voru viðskiptafélagi hans og framkvæmdastjóri bankans að dunda sér þetta án hans vitneskju og raunar stjórnarinnar í heild?  Hvað hafa einstakir stjórnarmenn í bankanum gert til að upplýsa málið og koma gögnum til lögreglu eftir að rannsókn þess fór í gang?  Þeir eiga jú aðgang að öllum gögnum og skjölum félagsins skv. grein 5.06 í samþykktum félagsins?

Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðum FME í þessu máli sem og öðrum á næstu dögum varðandi nýjar og stórlega hertar reglur um hæfi framkvæmdastjóra og stjórnarmanna í fjármálafyritækjum.  Eru þær reglur innantóm orð og að engu hafandi þegar á hólminn er komið?  Þá dettur manni einnig í hug það sama varðandi stjórnir og framkvæmdastjóra í fjármálafyrirtækjum sem nýverið hafa verið dæmd fyrir áralöng lögbrot gegn tugþúsundum viðskiptamanna sinna.  Er þeim líka sætt í ljósi hinna nýju og stórhertu reglna FME?

Akureyringur (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 02:24

2 identicon

Er Jóhanna Waagfjörð nokkuð annað en krimmi á vegum Jóns Ásgeirs sem hefur þó ekki verið tekin ennþá og ákærð ?  Hvað afrekaði hún ekki í ótryggðum lánveitingum til glæpamanna þegar hún var  í stjórn BYR?

halldorjonsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband