13.6.2010 | 23:48
Stapi lífeyrissjóður með 10 milljarða kröfu í Glitni
Stapi lífeyrissjóður kemst á lista yfir 50 stærstu kröfuhafa í Glitni, sem birtur hefur verið á vef alþingis (http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/1328.pdf). Stapi er eini lífeyrissjóður landsins sem kemst á þennan lista.
Þar með skýtur Stapi öðrum lífeyrissjóðum ref fyrir rass er kemur að kröfum á hendur Glitni, þrátt fyrir að Stapi sé einungis fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins, með um 95 milljarða eignir í árslok 2008 (LSR var þá stærsti sjóðurinn með um 286 milljarða eignir, skv. Landssamtökum Lífeyrissjóða; http://ll.is/?i=7).
Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni var Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður stjórnar Stapa. Eiginmaður hennar, Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Lífsvals og f.v. sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, var varamaður í stjórn Íslandsbanka þegar bankinn féll.
Á meðal stórra eigenda í Glitni var fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, í gegnum Saxbygg, en það var að helmingseigu Saxhóls - sem Jón Þorsteinn stýrði. Jón Þorsteinn Jónsson tengist Lífsvali í gegnum stjórnarsetu. Einn aðalmanna í stjórn Glitnis var forstjóri Saxbygg, Björn Ingi Sveinsson. Björn Ingi Sveinsson er fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Björn Ingi gegndi starfi sparisjóðsstjóra í SPH í um hálft ár, frá lokum október 2004 til loka apríl 2005. Hann beitti Lárus Welding, bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá hátt lán til Saxbygg, einungis 10 dögum fyrir fall Glitnis (http://www.visir.is/article/20100331/VIDSKIPTI06/946189818/-1&sp=1). Saxbygg er í dag gjaldþrota. Í einu undirfélaga Saxbygg, Saxbygg Invest, munu 99,9% krafna tapast (http://www.ruv.is/frett/999-krafna-i-icarus-invest-tapast).
Samkvæmt ársreikningi Stapa var raunávöxtun sjóðsins neikvæð um rúm 6% á árinu 2009 (http://www.stapi.is/is/news/arsreikningur-stapa/).
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1014206
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=825872
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.