Leita í fréttum mbl.is

Stapi lífeyrissjóður með 10 milljarða kröfu í Glitni

Stapi lífeyrissjóður kemst á lista yfir 50 stærstu kröfuhafa í Glitni, sem birtur hefur verið á vef alþingis (http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/1328.pdf).  Stapi er eini lífeyrissjóður landsins sem kemst á þennan lista.

Þar með skýtur Stapi öðrum lífeyrissjóðum ref fyrir rass er kemur að kröfum á hendur Glitni, þrátt fyrir að Stapi sé einungis fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins, með um 95 milljarða eignir í árslok 2008 (LSR var þá stærsti sjóðurinn með um 286 milljarða eignir, skv. Landssamtökum Lífeyrissjóða; http://ll.is/?i=7).   

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni var Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður stjórnar Stapa.  Eiginmaður hennar, Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Lífsvals og f.v. sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, var varamaður í stjórn Íslandsbanka þegar bankinn féll. 

Á meðal stórra eigenda í Glitni var fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, í gegnum Saxbygg, en það var að helmingseigu Saxhóls - sem Jón Þorsteinn stýrði.  Jón Þorsteinn Jónsson tengist Lífsvali í gegnum stjórnarsetu.  Einn aðalmanna í stjórn Glitnis var forstjóri Saxbygg, Björn Ingi Sveinsson.  Björn Ingi Sveinsson er fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar.  Björn Ingi gegndi starfi sparisjóðsstjóra í SPH í um hálft ár, frá lokum október 2004 til loka apríl 2005.  Hann beitti Lárus Welding, bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá hátt lán til Saxbygg, einungis 10 dögum fyrir fall Glitnis (http://www.visir.is/article/20100331/VIDSKIPTI06/946189818/-1&sp=1).  Saxbygg er í dag gjaldþrota.  Í einu undirfélaga Saxbygg, Saxbygg Invest, munu 99,9% krafna tapast (http://www.ruv.is/frett/999-krafna-i-icarus-invest-tapast).

Samkvæmt ársreikningi Stapa var raunávöxtun sjóðsins neikvæð um rúm 6% á árinu 2009 (http://www.stapi.is/is/news/arsreikningur-stapa/). 

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1014206

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=825872


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband