Fyrirtækjasvið Glitnis sá um lánveitingar til stofnfjáreigenda í Byr. Eftirfarandi er tekin af malefnin.com
Fyrirtækjasviðið sprengdi alla áhættuskala
Heimildarmenn DV sem þekkja starfsemi Glitnis út og inn segja að mesta og alvarlegasta breytingin hafi verið á fyrirtækjasviði bankans, sem var sérstakt áhugasvið hins nýja forstjóra.
Þar jókst áhættusæknin til allra muna með alvarlegum afleiðingum. Glannaleg útlán á fyrirtækjasviði eru ein stærsta ástæða þess að bankinn féll að lokum. Á sviðinu unnu rúmlega 20 manns árið 2007 og þeir fengu nú aukið svigrúm til að lána án þess að bera það undir yfirmenn.
Bónusar þessarra starfsmanna námu oft um 10 % af þóknun bankans, sem var oft 3-4% af heildarútláni. Þannig gátu starfsmenn nú án nokkurs fyrirvara lánað allt að 200 milljónir til fyrirtækja og fengið í sinn snúð 5-700 þúsund krónur fyrir einn slíkan samning. Safnast þegar saman kemur og heimildir DV herma að nokkrir starfsmenn hafi allt að tífaldað laun sín með bónusgreiðslum þegar best lét.
Þessi innbyggða áhættusækni var svo eitt af því sem varð bankanum að falli. Starfsmenn græddu á því að lána sem mest, alveg sama hvort lántakandinn gat greitt lánin eður ei. Um þessa innbyggðu áhættusækni í bankakerfi alls heimsins hefur mikið verið rætt og ritað og eru sérfræðingar sammála um að hún sé lykilþáttur í þeirri alvarlegu stöðu sem nú er uppi um allan heim.
Íslensku bankarnir létu sitt ekki eftir liggja í þessu, eins og hefur mátt sjá í tekjuuppgjörum síðustu ára hérlendis, þar sem tugir bankamanna hafa margfaldað laun sín með veglegum bónusgreiðslum.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.