10.6.2010 | 23:00
Birna Einarsdóttir á bandi stofnfjáreigenda?
Allnokkrar umræður urðu um mögulega höfðun skaðabótamáls stofnfjáreigenda á hendur Byr og/eða stjórn og stjórnendum Byrs, vegna þess að með ólöglegum hætti hafi verið staðið að stofnfjáraukningu Byrs 2007. Ljóst er að þessi mál verða skoðuð rækilega á næstu vikum og mánuðum.
Í þessu sambandi er rétt að benda á orð Birnu Einarsdóttur, frá því að barnalán Glitnis voru hvað mest til umræðu, en þá gagnrýndi Birna Byr fyrir framkvæmd útboðsins.
"Íslandsbanki kallar lántökur Glitnis mistök og hefur lýst því yfir að lánin verði ekki innheimt þar sem ekki hafi verið rétt að málum staðið. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka segir að þó ábyrgð foreldra og Glitnis sé mikil í þessu máli gagnrýnir hún einnig hvernig Byr stóð að framkvæmd útboðsins."
http://www.visir.is/article/20091031/VIDSKIPTI06/319245624/1098
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, auðvitað ber Birna enn af sér aðal-sökina, vísar til ábyrgðar foreldra og Glitnis að vísu - en gagnrýnir svo hvernig BYR stóð að framkvæmd útboðsins. Er ekki rétt að fá hana til að skýra þetta nánar. Okkur stofnfjáraðilum finnst einnig gagnrýnisvert hvernig að þessu var staðið og e.t.v. hefur Birna loks skilning á þeim málsstað! Í öllu falli virðist Birna sammála þeim stofnfjáraðilum sem gagnrýnt hafa framkvæmdina á þessu öllu saman. Líklega er Birna hér að vísa til þess, hvernig 1.500 stofnfjáraðilar voru píndir með hótunum um eignaupptöku til að taka þátt, hvernig klíkan sem þá réði BYR og GLITNI beitti áhrifum sínum til að búa til "Carry Trade" viðskipti og líklega er hún einnig að vísa til þess að þessir sömu aðilar "stálu" peningunum út úr BYR um leið og þeir voru í húsi.
Hvað finnst fólki annars um MP banka og nýjustu upplýsingar um þann viðbjóð allan. Ekki nóg með að 1.100 milljónum væri rænt úr bankanum með Exeter "dílnum", heldur einnig þjófnaður á sameiginlegu veði BYRS og MP upp á 500 milljónir... Jahá - "MP banki - eins og bankar eiga að vera" auglýsa þeir... Þvílíkt klám - og svo pína þeir starfsfólk sitt til að ljá glæpnum andlit sitt í auglýsingum!
Þorparinn (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.