Leita í fréttum mbl.is

Markaðsmisnotkun starfsmanna Glitnis?

Allnokkrir hafa bent á þann mun á málsmeðferð sem starfsmenn Kaupþings virðast fá hvað varðar skoðun á þeirra málum og svo mál starfsmanna Glitnis.  Eins og alþjóð veit hefur sérstakur saksóknari til skoðunar málefni einhverra starfsmanna Kaupþings hvað varðar mögulega markaðsmisnotkun og eflaust ekki annars að vænta en að þau mál verði skoðuð ofan í kjölinn og þeir sem raunverulega ábyrgð bera verði látnir sæta henni.

Öðru máli virðist gegna um starfsmenn Glitnis, sem þó taka þátt í aðgerðum sem hafa áhrif á markaðsverð hlutabréfa Glitnis einungis um fjórum mánuðum áður en Glitnir féll, þ.e. í maí 2008. Önnur dæmi um aðgerðir starfsmanna og stjórnarmanna Glitnis má auðvitað benda á, t.a.m. STÍM-málið sem margoft hefur verið fjallað um. 

Áhugavert er að skoða tilkynningu Glitnis um nýja framkvæmdastjóra sem fór á netið 14.5.2008.  Nákvæmlega viku áður, 7.maí 2008 er stofndagur fyrirtækja flestra þeirra starfsmanna sem keyptu í maí 2008 (fyrstu sex stafir í kennitölu fyrirtækis sýna stofndag þess (tölustafurinn fjórir þýðir í raun núll í kennitölu fyrirtækis, fimm þýðir einn o.s.frv.; dæmi: 470508-0780 er stofnað 7. maí 2008). 

Það er væntanlega ekki tilviljun sem réði því að allir þessir starfsmenn ákváðu að stofna félög sama daginn.  Það er væntanlega ekki heldur tilviljun að þessir sömu menn tilkynntu ekki hlutabréfakaup sín til kauphallarinnar: http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/06/18/tilkynntu_ekki_kaup/

Regluvörður Glitnis, Kristinn Arnar Stefánsson segir um málið: „Þarna voru menn ekki komnir í framkvæmdastjórn formlega og því var ekki skylt að tilkynna þetta,“

Í ljósi skýringa regluvarðar Glitnis í greininni hlýtur að vera eðlilegt að spyrja:  

  • Vissu tilvonandi framkvæmdastjórar af væntanlegri stöðuveitingu sinni þegar kaupin fóru fram?
  • Vissu tilvonandi framkvæmdastjórar af væntanlegri stöðuveitingu sinni þegar félögin voru stofnuð?
  • Hversvegna voru félögin stofnuð?
  • Var staðið löglega að kaupum starfsmanna Glitnis á hlutabréfum í bankanum?

Nokkrir áhugaverðir hlekkir:

http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/frettir/nanar/item11298/Glitnir_skipar_nyja_menn_i_framkvaemdastjorn/ 

http://rna.clara.is/Kafli_10.3

http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/1062390/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband