Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að rannsóknarnefnd sparisjóða verði stofnuð

Það er gleðiefni að Sigrún Björk Jakobsdóttir hafi axlað ábyrgð á þeim mistökum sem hafa leitt af sér fylgishrun Sjálfstæðisflokksins.  Ástæða er til að hrósa henni fyrir það og hvetja aðra stjórnmálamenn til að líta í eigin barm.

Eins og margoft hefur komið fram hér á síðunni er Sigrún Björk eiginkona Jóns Björnssonar, f.v. sparisjóðsstjóra SPNOR og núverandi framkvæmdastjóra Lífsvals. 

Sparisjóðirnir fóru afar illa út úr viðskiptum sínum á fyrsta áratug 21. aldarinnar.  Margt bendir til þess að tengsl viðskiptalífs, stjórnamála og bankastarfsemi hafi spilað þar stóran þátt, líkt og í tilviki hinna þriggja stóru viðskiptabanka.  Nauðsynlegt er að skipuð verði rannsóknanefnd um starfsemi íslenskra sparisjóða frá aldamótum, sem hafi það hlutverk að skoða ástæður og aðdraganda hruns sparisjóðakerfisins.  Slíkt hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa allra fyrrum stofnfjáreigenda í sparisjóðum á Íslandi og Íslendinga allra.


mbl.is Sigrún Björk segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafið þið almennt lítið við að vera? Hvað gengur ykkur til með ófrægingarherferð ykkar um þau hjón Sigrúnu Björku og Jón?

„Eins og við var að búast tóku Norðanmenn við sér þegar upplýsingar bárust um kaupmála Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og Jóns Björnssonar, sem lýst var á RÚV í gær.“

Ég spyr: Hvernig berast fréttir af kaupmálum hjóna? Getur sama fréttaveita miðlað fréttum af t.d. erfðaskrám? Þarf ekki starfsmann hjá sýslumannsembættum til að miðla slíkum upplýsingum. Kannski rannsóknarnefndar sé þörf til að rannsaka tengsl ykkar [og ónafngreindra fréttamanna] við starfsmenn sýslumannsembættisins á Akureyri?

„Sigrún Björk Jakobsdóttir er einn þriggja fulltrúa atvinnurekenda í stjórn lífeyrissjóðsins Stapa. Hún hefur setið í stjórn sjóðsins frá 8. maí 2008 … Afkoma Lífeyrissjóðsins Stapa hefur verið vægast sagt léleg á tíma Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur sem stjórnarmanns.“

Afkoma lífeyrissjóðsins síðan 8. maí 2008 er auðvitað á ábyrgð Sigrúnar, ekki satt? Bendið mér á lífeyrissjóð með góða afkomu á þessum tíma!

Svona væri hægt að þylja lengi upp ef maður nennti að rekja sig lengi eftir þvættingnum sem þið látið frá ykkur.

Steinar (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Steinar - ég tek undir með þér - árásirnar á þau hjón voru sóðalegar og engum til sóma sem þær frömdu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 31.5.2010 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband