30.5.2010 | 01:09
"Ómissandi" starfsmenn sleppa
Í maí 2008 lánaði Glitnir fjórtán framkvæmdastjórum og lykilstarfsmönnum alls 8,1 milljarð til kaupa á hlutabréfum í bankanum til þess að hvetja þá til að starfa áfram í bankanum. RNA vekur athygli á að þetta hafi gerst aðeins fáum vikum eftir að Þorsteinn Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, lét þau orð falla á aðalfundi Glitnis kaupréttarsamningar yrðu ekki gerðir við starfsfólk eins og staðan væri.
Á sama tíma og Íslandsbanki skilar 32 milljarða króna hagnaði hefur yfirstjórn bankans hvatt þessa svokölluðu lykilstarfsmenn til þess að fara með eignarhaldsfélög, sem keyptu hlutabréf í gamla bankanum, í gjaldþrot, enda er búið að afskrifa lán félaganna að fullu og líklega engar persónulegar ábyrgðir á bak við lánin. Hjá bankanum starfa enn níu starfsmenn sem fengu lán upp á 4,2 milljarða í gegnum eignarhaldsfélög sín.
Í skýrslu RNA er jafnframt vakin athygli á því ... að ítrekað var endursamið um kjör stjórnenda og starfsmanna og þá ávallt þeim til hagsbóta. Frestun á innlausn kaupréttarsamninga og framlenging lána til starfsmanna vegna hlutafjárkaupa eru dæmi um þetta. Og vaxtakjörin voru ekkert slor. Þannig fékk Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri hjá Glitni, óverðtryggt lán, sem var á 3 prósentustigum lægri vöxtum en vextir ríkisbrefa, til að kaupa bréf í bankanum árið 2004.
Íslandsbanki hagnast verulega á miklum vaxtamun og hárri verðbólgu og sama fólk, sem keyrði gamla bankann í þrot og fær hundruðir milljóna afskrifaðar, innheimtir einstaklinga og fyrirtæki af fullum krafti. Tvískinningurinn er ótrúlegur.
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.