Leita í fréttum mbl.is

"Ómissandi" starfsmenn sleppa

Í maí 2008 lánaði Glitnir fjórtán framkvæmdastjórum og lykilstarfsmönnum alls 8,1 milljarð til kaupa á hlutabréfum í bankanum til þess að hvetja þá til að starfa áfram í bankanum. RNA vekur athygli á að þetta hafi gerst aðeins fáum vikum eftir að Þorsteinn Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, lét þau orð falla á aðalfundi Glitnis kaupréttarsamningar yrðu ekki gerðir við starfsfólk eins og staðan væri.

Á sama tíma og Íslandsbanki skilar 32 milljarða króna hagnaði hefur yfirstjórn bankans hvatt þessa svokölluðu lykilstarfsmenn til þess að fara með eignarhaldsfélög, sem keyptu hlutabréf í gamla bankanum, í gjaldþrot, enda er búið að afskrifa lán félaganna að fullu og líklega engar persónulegar ábyrgðir á bak við lánin. Hjá bankanum starfa enn níu starfsmenn sem fengu lán upp á 4,2 milljarða í gegnum eignarhaldsfélög sín.

Í skýrslu RNA er jafnframt vakin athygli á því “ ... að ítrekað var endursamið um kjör stjórnenda og starfsmanna og þá ávallt þeim til hagsbóta. Frestun á innlausn kaupréttarsamninga og framlenging lána til starfsmanna vegna hlutafjárkaupa eru dæmi um þetta.” Og vaxtakjörin voru ekkert slor. Þannig fékk Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri hjá Glitni, óverðtryggt lán, sem var á 3 prósentustigum lægri vöxtum en vextir ríkisbrefa, til að kaupa bréf í bankanum árið 2004.


Íslandsbanki hagnast verulega á miklum vaxtamun og hárri verðbólgu og sama fólk, sem keyrði gamla bankann í þrot og fær hundruðir milljóna afskrifaðar, innheimtir einstaklinga og fyrirtæki af fullum krafti. Tvískinningurinn er ótrúlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband