12.5.2010 | 18:36
Glitniskæran mikilvæg fyrir stofnfjáreigendur í Byr
Rétt er að vekja athygli stofnfjáreigenda í Byr á stefnu slitastjórnar á hendur forsvarsmanna Glitnis. Eftirfarandi texti af mbl.is sýnir ágætlega þau öfl sem unnu að því að ginna stofnfjáreigendur í Byr til að skuldsetja sig vegna stofnfjáraukningar í Byr haustið 2007:
"Þann 30. apríl 2007 var boðað til auka hluthafafundar hjá Glitni. Þar fór stjórn bankans, sem hafði verið skipuð einungis tveimur mánuðum áður, frá að mestu. Á fundinum voru fimm nýir einstaklingar skipaðir í stjórn Glitnis. Stjórnarmenn Glitnis voru eftir hluthafafundinn: Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður en hann var einnig varaformaður stjórnar FL-Group. Jón Sigurðsson, Skarphéðinn Berg Steinarsson, Pétur Guðmundarson lögmaður hjá Logos, Björn Sveinsson, forstjóri Saxbygg, Haukur Guðjónsson og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis."
- Jón Sigurðsson er sonur endurskoðanda Byrs, Sigurðar Jónssonar hjá KPMG.
- Þorsteinn Jónsson (Steini í Kók) var meðal stærri stofnfjáreigenda í Byr, í gegnum félag sitt, Sólstafi
- Pétur Guðmundarson var fundarstjóri á stofnfjáreigendafundum Byrs og átti m.a. sinn þátt í að hleypa ólöglegum atkvæðum Karenar Millen inn á stofnfjáreigendafund Byrs 13. maí 2009
- Björn Ingi Sveinsson, forstjóri Saxbygg var fulltrúi Jóns Þorsteins Jónssonar og er f.v. sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
- Haukur Guðjónsson var forstjóri B&L og Ingvars Helgasonar, sem var stjórnað af Sund (Jón Kristjánsson, Páll Þór Magnússon, Birgir Ómar Haraldsson), en Sund var meðal stærstu eigenda stofnfjár í Byr.
Kæran:
http://glitnirbank.com/images/stories/GlitnirNYComplaintasfiled5112010.PDF
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er það hefur verið skoðað hvort stofnfjárbréf í sparisjóðum flokkist sem innlán og séu því að fullu tryggð eins og önnur innlán. Því ef sagan er skoðuð þá lögðu stofnendur sparisjóða inn fjármuni sem ég held að hafi verið hugsuð sem innlán en ekki t.d. hlutafé, enda eru sparisjóðir ekki hlutafélög. Stofnfé í sparisjóðum voru verðtryggð eins og hefðbundin innlán til lengri tíma. Ég held að það sé vert að skoða þetta og hvet ég þig Sveinn Margeirsson að fá lögfræðiálit á því og það væri ekki vitlaust að láta reyna á það fyrir dómstólum.
Stofnfjáreigandi í Byr (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.