6.5.2010 | 02:35
Hvað gekk á í aðdraganda stofnfjáraukningar?
Því miður hefur Rannsóknarnefnd um sparisjóðina ekki enn verið skipuð og því of snemmt að segja til um allt það sem á gekk í aðdraganda stofnfjáraukningar Byrs. Til upprifjunar, snerist stofnfjáraukning Byrs um ca 30 milljarða inngreiðslu stofnfjáreigenda í Byr til sparisjóðsins á haustmánuðum 2007 (3 milljarðar í september, 24 miljarðar frá stofnfjáreigendum Byrs í des 2007 og svo 3 milljarðar frá stofnfjáreigendum SPNOR um áramót). Algengur misskilningur virðist enn vera að almennir stofnfjáreigendur hafi grætt á stofnfjáraukningunni, vegna hárra arðgreiðslna árið eftir.
Rétt er að skoða stóru myndina í þessu samhengi og tímaröð atburða. Meðal þess sem hafði gerst og var í farvatninu á þessum tíma var:
- Gnúpur var kominn á hausinn. Þórður Már, sonur Herdísar Þórðardóttur (systur Ingu Jónu, konu Geirs Haarde) var búinn að sigla Gnúpi algjörlega í strand. Peningamarkaðssjóður Kaupþings tók á sig lækkun. Þeir best tengdu vissu í hvað stefndi. Það var kominn tími til að losa sig við eignir - "cash out". Áhrifin af falli Gnúps voru falin eins vandlega og hægt var, annarsvegar með yfirtöku Fons á FL-bréfum félagsins (hér þarf vart að ræða tengingar á milli helstu leikenda) og hinsvegar með yfirtöku Giftar (í eigu ca 50.000 Íslendinga) á Kaupþingsbréfum Gnúps. Tengingar hvað þann viðburð eru nokkuð minna þekktar, en Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga hefur lengi staðið stærstu eigendum Kaupþings nærri, m.a. í gegnum VÍS. Jafnframt er áhugavert að Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga er góður vinur Jóns Björnssonar, en þeir eru skólafélagar úr Viðskiptafræði í Háskólanum (reyndar er Bjarni Ármannsson líka í kunningjahópnum, en það er önnur saga).
- Lánamarkaðir voru nánast alveg lokaðir. Veðköll frá erlendum bönkum voru ekki óalgeng og bréf FL-Group og viðlíka félaga farin að gefa verulega eftir, þrátt fyrir tilraunir til að halda þeim uppi.
- Sameining Sparisjóðs Kópavogs við Byr hafði farið fram. Betur verður vikið að henni síðar.
- Sameining SPNOR og Byrs stóð fyrir dyrum. Mótstaða við sameininguna var veruleg fyrir Norðan, ekki hvað síst vegna stofnfjáraukningarinnar. Talsvert var gert til að brjóta niður þá mótstöðu. Stjórn SPNOR, undir forystu Jóns Kr Sólness, sendi m.a. stofnfjáreigendum í SPNOR bréf til þess að fullvissa þá um að einungis bréf þeirra í SPNOR væru að veði fyrir þeim lánum sem fengust frá Glitni. Jón Kr Sólnes gegndi stöðu framkvæmdastjóra Njarðarness allt árið 2008 (og reyndar fram í desember 2009). Njarðarnes var dótturfélag SPNOR og varð dótturfélag Byrs við sameininguna.
- Jón Björnsson varð stjórnarmaður í Glitni um tveimur mánuðum eftir stofnfjáraukningu SPNOR Greiddur var um 13,6 milljarða arður út úr rekstri Byrs á vormánuðum 2008. Langstærsti hluti þessa fjár rann til Glitnis og annarra lánastofnana, enda slíkt hluti af lánasamningum. Þeir sem lögðu eigið fé í stofnfjáraukninguna fengu arðinn greiddan, en að sjálfsögðu mun lægri upphæð en greidd var inn.
- Stofnfjáraukningin gerði Byr mögulegt að lána mun hærri upphæðir en áður og virðist af fréttum sem lánveitingar til mjög tengdra félaga, líkt og FL-Group, hafi farið fram.
- Byr eignaðist hluti í ýmsum félögum um svipað leyti og stofnfjáraukningin fór fram, t.a.m. í dótturfélagi sínu D-1 ehf, sem hélt utan um fasteign sparisjóðsins að Digranesvegi 1 í Kópavogi og Shelley Oak (Lava Capital), en samkvæmt fréttum þá eignaðist Byr meirihluta í því félagi á haustmánuðum 2007.
Þeir sem þekkja vel til mega gjarnan setja upplýsingar inn sem athugasemdir eða senda á sveinn.margeirsson@gmail.com
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.