Leita í fréttum mbl.is

Hveraland og Sparisjóður Keflavíkur

Í dag var fréttatilkynning Jóns Björnssonar birt á Eyjunni.  Meðal þeirra athugasemda sem gerðar voru við fréttina er sá texti sem lesa má hér að neðan.  Ekki skal sagt til um það hvort allt sem kemur fram í textanum er rétt, en þó er víst að eftirfarandi er rétt:

"Sigrún [Björk Jakobsdóttir] er systir Ásdísar Ýr Jakobsdóttur, sem er forstöðumaður lánasviðs Sparisjóðs Keflavíkur". 

http://www.spkef.is/Upplysingar/Starfsfolk/24/Asdis-Yr-Jakobsdottir/default.aspx

 

Í ljósi þessa er áhugavert að skoða t.a.m. ársreikning félagsins Hveraland ehf, en stjórnarmenn þess félags eru Ingvar Jónadab Karlsson, Guðmundur A Birgisson (Núpum) og Jón Kr Sólnes.  Ingvar Karlsson og Guðmundur A Birgisson eru báðir stórir eigendur að Lífsvali, en Jón Björnsson er, eins og margoft hefur komið fram, framkvæmdastjóri þess félags.  Jón Björnsson var svo, eins og fram hefur komið, stjórnarmaður í Njarðarnesi ehf, dótturfélagi Byrs, ásamt Eið Gunnlaugssyni og Jóni Þorsteini Jónssyni.  Jón Kr Sólnes var framkvæmdastjóri Njarðarness.  Þessir menn eru viðskiptafélagar.

Samkvæmt ársreikningi Hveralands fyrir 2008 skuldar félagið Sparisjóði Keflavíkur 338 milljónir. Lánið er þó þeim þægilega eiginleika gætt að ekki þarf að borga af því, þar sem næsta árs afborganir eru einungis um 200 þúsund (kúlulán að því er virðist).  Helstu eignir félagsins eru sagðar vera hlutabréf að virði 300 milljónir (upp á krónu), sem er jafnhá upphæð og á árinu 2007.

Það er spurning hvort einhver skuldi stofnfjáreigendum í Sparisjóði Keflavíkur afsökunarbeiðni?   

 

TEXTI SEM BIRTUR VAR Í ATHUGASEMD Á EYJUNNI:

http://eyjan.is/blog/2010/05/04/faerdi-allar-eignir-yfir-a-konu-sina-med-kaupmala-segir-malid-allt-edlilegt/ 

Jón Björnsson er forstjóri Lífsvals: sjá greinar á netinu
Lífsval ehf er einkahlutafélög, sem er í eigu fjársterkra íslenskra aðila og hefur verið að kaupa bújarðir út um allt land og einnig bæði mjólkur- og kjötkvóta. Starfsemi félagsins og markmið hafa ekki farið hátt í umræðunni manna á meðal, né virðast áhyggjur ráðamanna vera miklar varðandi vöxt þess og viðgang. Félagið og skyldir aðilar hafa keypt á annað hundrað bújarðir, að því er talið er einkum bújarðir, sem fylgja góð hlunnindi t.d. veiði- og vatnsréttindi auk jarða með framleiðslurétt í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Við jarðakaup eru jarðir oft á tíðum sameinaðar svo og greiðslumark, en aðrar leigðar þeim, sem þar bjuggu fyrir sölu. Fjöldinn allur af þessum bújörðum hefur af þessum orsökum farið í eyði og húsakostur grotnar þar niður, sveitungum og öðrum, sem unna landinu, til mikillar armæðu. Þá leiddu þessi stórfelldu jarðakaup Lífsvals ehf til þess, að verð á bújörðum snarhækkaði á skömmum tíma, sérstaklega verðið á góðum jörðum.

Ágúst Sindri Karlsson

Að Lífsvali ehf standa fjársterkir aðilar úr íslensku viðskiptalífi eins og áður sagði m.a. Ingvar J. Karlsson, læknir og forstjóri fyrirtækisins Karl K. Karlssonar hf., Guðmundur A. Birgissonar á Núpum í Ölfusi, Ólafur I. Wernersson, tæknifræðingur, Gunnar Þorláksson, oftast kenndur við byggingarfyrirtækið Gunnar og Gylfi hf, Árni Maríasson, forstöðumaður lánasviðs MP-banka hf áður forstöðumaður gjaldeyris- og afleiðumiðlunar Búnaðarbankans hf síðan Kaupþings hf, Jón Þorsteinn Jónsson, kenndur við Nóatún verslanirnar og fyrrv. formaður stjórnar í BYR sparisjóðsbanka ( BYR ), Ágúst Sindri Karlsson, hæstaréttarlögmaður, kenndur við lögfræðiskrifstofuna Lögmenn.is í Kópavogi og eigandi Exeter Holdings og fyrrv. stjórnarmaður í MP-banka hf og síðan en ekki hvað síst Jón Björnsson framkv. stj. Lífsvals hf, áður sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga ( SPNOR ) og fyrrv. stjórnarmaður í Glitni hf.

Eftir því, sem næst verður komið, rekur Lífsval ehf í dag fjölda stórra kúabúa víðs vegar um landið, hvert þeirra með um og yfir 400 þúsund lítra mjólkurkvóta. Talið er félagið eigi nú yfir 40% af öllum mjólkurkvóta í landinu auk verulegs kjötkvóta. Hefur þetta leitt til þess, að framboð á mjólkurkvóta og kjötkvóta er nú óverulegt, og það því illmögulegt fyrir venjulegan bónda að stækka bú sitt og hagræða í rekstrinum. En Lífsval hf kaupir nær allan kvóta, sem á markað kemur, og yfirbýður oftar en ekki ásett verð. Gerir verðtilboð, sem er venjulegum íslenskum bónda ofviða að greiða. En peningana virðist ekki hafa skort hjá Lífsvali ehf hingað til. Félagið virðist hafa haft nær ótakmarkaður aðgangur að fjármagni til kaupa á bújörðum og kvóta. Að minnsta kosti var það þannig fyrir bankahrun.

En hvaða áhrif hefur þessi samþjöppun eignarhalds á bújörðum á búskaparskilyrði og byggð í landinu? Áhrifin eru greinilega mikil og margvísleg. Flest, ef ekki öll, neikvæð. Byggð hefur lagst í eyði á ýmsum landssvæðum, húsakostur grottnað niður og hefðbundinn bóndi getur ekki lengur stækkað og hagrætt í búrekstri sínum vegna skorts á kvóta og vegna hárra verða á honum. Þá er það ógjörningur fyrir venjulegan Íslending að kaupa bújörð í dag og hefja búskap af sömu ástæðum. Mikil fjölgun hefur einnig orðið í stétt leiguliða á bújörðum og hljóta að fylgja því ýmsir ókostir fyrir bændastéttina í landinu. Og margt fleira mætti tína til í þessu samhengi.

Það hefur vakið sérstaka athygli manna á meðal, að forsvarsmenn Lífsvals ehf hafa neitað að tjá sig um félagið eða gefa upplýsingar um starfsemi þess og rekstur. Algjör þögn og leynd hvílir yfir öllu, sem það varðar. Hafa þeir Ingvar J. Karlsson, stjórnarformaður þess, og Jón Björnsson, framkvæmdastjóri þess, ítrekað neitað að ræða um málefni félagsins við blaðamenn, þegar eftir því hefur verið leitað. Við hvað eru þessir menn hræddir? Og hvað hafa þeir að fela?

Þegar grannt er skoðað virðast hafa verið mikil tengsl fyrir hrun á milli eigenda Lífsvals ehf og BYRS svo og Glitni banka hf. Einnig Kaupþings hf.

Áleitnar spurningar leita á hugann, þegar Lífsvel ehf er annars vegar. Spurningar eins og, hver sé staðan hjá fyrirtækinu nú eftir bankahrunið og hvað mikið félagið og tengdir aðilar skuldi vegna bújarðakaupanna? Hjá hvaða fjármálafyrirtækjum liggja skuldir þessara aðila? Tel ég hér vera ærið og áhugaverð rannsóknarverkefni og nauðsynlegt að upplýsa það.

Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarmaður í Lífsvali hf, var til skamms tíma formaður stjórnar í BYR. Sá hinn sami og misnotaði aðstöðu sína innan bankans og lét bankann lána Exeter Holdings hf um 1100 milljónir króna til kaupa á stofnfjárhlutum sínum í bankanum á yfirverði. En peningarnir gengu til MP-banka hf til uppgjörs á skuldum hans þar. Sá hinn sami og fékk lán hjá Glitni banka hf og skráði ólögráða börn sín fyrir stofnfjárhlutum í BYR. Allt gert til að tryggja völd og áhrif innan BYRS. Nú á að afskrifa þessi lán til barna Jóns Þorsteins, þar sem yfirlögráðandi hafi ekki gefið samþykki sitt fyrir lántökunum. Almenningur á Íslandi borgar brúsann. Ekki verður séð, að það sé ætlun Íslandsbanka hf, áður Glitnir banki hf að innheima lánin hjá Jóni Þorsteini, þrátt fyrir að skaðabótaábyrgð hans ætti að vera fyrir hendi vegna fjártjónsins. Þá skal tekið fram, að Jón Þorsteinn var stór hluthafi í Glitni banka hf ásamt fjölskyldu sinni ( Nóatúnsfjölskyldan ) í gegnum hlutafélögin Saxhól og Saxbygg.

Birna Einarsdóttir bankastj. Íslandsbanka hf.

Birna Einarsdóttir, bankastóri Íslandsbanka hf, var í framkvæmdastjórn Glitnis banka hf, þegar lánin til barnanna voru veitt. Furðu sætir, að hún skuli ekki látin sæta ábyrgð og taka pokann sinn. Og þótt fyrr hefði verið. En um 180 milljóna króna skuld hennar að nafnvirði, núvirði yfir 400 milljónir, við Glitni banka hf var þurrkuð þar út með klækjum til að tryggja stöðu hennar innan bankans og sem síðar tryggði henni bankastjórastólinn hjá Íslandsbanka hf. En hún hefði orðið gjaldþrota, ef þetta hefði ekki verið gert og því ekki getað talist hæf lengur sem bankastjórnandi. Greinilega góð sambönd hjá henni við þá huldumenn innan kerfisins, sem sáu um þetta. Þá lék Birna eitt af lykilhlutverkunum, þegar Glitnir banki hf lánaði gífurlega fjármundi til stofnarfjáreigenda í BYR á árinu 2007 m.a, þegar samruninn við SPNOR átti sér stað, en Birna átti sæti í framkvæmdastjórn Glitnis banka hf á þeim tíma. Lán þessi voru að miklu leiti tryggð með væntanlegum arðgreiðslum og svo í stofnfjárbréfunum sjálfum. Ljóst er hverjum, sem vita vill, að fyrirfram hafi það verið ákveðið af stjórendum í BYR og Glitni banka hf, þegar lán þessi voru planlögð og veitt, að gífurlegar arðgreiðslum yrðu samþykktar á árinu 2008 vegna ársins 2007 til að tryggja endurgreiðslu lánanna, þrátt fyrir að fyrir lægi óheyrilegur taprekstur í BYR fyrir árin 2007 og 2008. Enginn einstaklingur hefur verið látinn sæta ábyrgð vegna þessara lögbrota. Hins vegar tók Fjármálaeftirlitið þannig á hlutabréfakaupamáli Birnu bankastýru eftir “rannsókn”, að sekta Glitni banka hf um óverulega fjárhæð, en hvítþvo Birnu. Gaf henni syndaaflausn og lýsti hlutabréfakaupin ógild. Ótrúlegt en satt.

Inn í þessi spillingarmál BYRS blandast annar stjórnarmaður í Lífvali hf, Ágúst Sindri Karlsson, hæstaréttarlögmaður með meiru. En hann er talinn vera aðal eigandi Exeter Holdings hf. Ágúst Sindri var var á þessum tíma stjórnarmaður í MP-banka hf og tengdist honum á margan hátt m.a. með eignatengslum svo og vinatengslum við Margeir Pétursson, forstjóra bankans.

Ágúst Sindri lék lykilhlutverkið í því sjónarspili að bjarga Jóni Þorsteini Jónssyni og MP-banka hf frá stórfelldu fjártjóni vegna hruns á gengi stofnfjárbréfa í Byr sparisjóðsbanka og koma málum þannig fyrir, að skellurinn lenti að öllu leiti á BYR. Enda þarf BYR núna að afskrifa milljarða hjá Exeter Holdings hf vegna þessara mála, þar sem einu veðin, sem BYR fékk fyrir lánunum voru stofnfjárbréfin sjálf. En tekið skal fram, að MP-banki hafði lánað völdum eigendum stofnfjárbréfa í BYR gífurlegar fjárhæðir til slíkra kaupa í miklu valdatafli innan bankans. Þannig var séð til þess, að MP banki hf fékk allt sitt greitt og Jón Þorsteinn og fleiri stjórnendur í BYR slyppu fyrir horn, en fjöldinn allur af öðrum stofnfjáreigendum sæti eftir með sárt ennið.

MP-banki hf hefur spilað ótrúlega rullu í þessum fjárglæfrum svo og Glitnir banki hf. Ríkisbankinn, Íslandsbanki hf, tekur núna þátt í svínaríinu. Mikið hefur verið gert í því í fjölmiðlum í nokkurn tíma að keppst við að dásama MP-banka hf fyrir traust og trúverðugleika. En ljóst er, þegar kafað er ofan í saumana á ýmsum málum þar, að víða er pottur brotinn í þeim efnum. Sérstaklega málum sem tengst BYR og aðilum þar tengdum svo og vegna fjárfestinga í Úkraníu og víðar. Það síðasta í afrekaskrá MP-banka er að fá til liðs við sig norskan auðmann, sem er nú í lögreglurannsókn í Noregi vegna spillingarmála tengdum olíufyrirtækinu DNO og viðskiptum þess í Kúrdahéruðum Íraks. Fjármálaeftirlitið þarf að koma að málefnum MP-banka hf og rannsaka spillingarmálin, sem þar eru falin. Þau þurfa að koma upp á yfirborðið.

Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Lífvals ehf var um árabil sparisjóðsstjóri hjá SPNOR. En hann hætti þar árið 2005 og réð sig þá til Lífvals ehf sem framkvæmdastjóri þess. Þá sat hann í stjórn Glitnis banka hf, þegar SPNOR sameinaðist BYR árið 2007 og lék þar eitt lykilhlutverkið m.a. í því að lokka stofnfjáreignendur SPNOR til að samþykkja inngönguna með gilliboðum um lánafyrirgreiðslu frá Glitni banka hf. Eiginkona hans, Sigrún Jakobsdóttir, bæjarstýra á Akureyri, lagði afl sitt á vogarskál fyrir samþykki bæjarstjórnar Akureyrar á samrunanum. Margir stofnfjáreigendur, sem komu inn í BYR í gegnum SPNOR eiga nú um verulega sárt að binda vegna skuldanna við Glitni banka hf. En kröfur þessar teljast nú til eigna Íslandsbanka hf. Sigrún er systir Ásdísar Ýr Jakobsdóttur, sem er forstöðumaður lánasviðs Sparisjóðs Keflavíkur og situr þar í stjórn sem varamaður.

Að öllu því virtu, sem að ofan segir, er ljóst að eigendur Lífsvals ehf hafa haft greiðann aðgang að lánsfé í fjármálastofnunum landsins. Spurningin er, hvað mikið af uppkaupum Lífsvals ehf á bújörðum landsins hefur verið fjármagnaður með lánsfé og hvað mikill hluti af þeim lánum þarf nú almenningur á Íslandi að borga og blæða fyrir? Hjá hvaða fjármálastofnunum liggja skuldir Lífsvals ehf? Er hér með skorað á þá, sem það þekkja, að veita þær upplýsingar. Er Lífsval ehf solvent eða með öðrum orðum gjaldfært félag? Fróðlegt að vita.

Er það ástæðan fyrir þessum gerningi ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ veit um eitt tilfelli þar sem Lífsval ehf keypti tvær samliggjandi jarðir fyrir um 50 milj. en veðsetti svo um 180 milj. ~

Vilborg Eggertsdóttir, 5.5.2010 kl. 01:12

2 identicon

Ja hérna hér - kerfið allt handónýtt, enginn verið handtekinn.  Lífsval og menn tengdir því, þurfa klárlega á ýtarlegri rannsókn að halda.  Svona upplýsingar eiga heima í rannsóknarskýrslu um sparisjóðina og hvernig tiltekin öfl í viðskiptalífinu gersamlega ryksuguðu þá upp.

Rannsókn og frekari greining óskast!

Kuggur (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 09:49

3 identicon

Ekki veit ég hver þú ert ágæti Sveinn - hitt veit ég að stuðningsfólk þitt sem tjáði sig á Eyjunni gerði það með slíku viðbjóðs málfari að það hlýtur að vekja mann til umhugsunar - hver er tilgangurinn - er hann vegna stjórnmála eða einhvers annars -eða bara til þess að moka haugahugsun sinni á bloggsíðu. Venjulega undir dulnefni.

Allur þessi pakki er reyndar orðinn með þeim ólíkindum að krafa um afsökunarbeiðni frá RÚV hlýtur bara að vera upphaf að hreinum og klárum málaferlum gegn æði mörgum - þetta er að sjálfsögðu bara mín ágiskun - veit ekkert hvað þetta ágæta fólk er að hugsa.

Við skyldum hinsvegar fara varlega í mannorðsmorðum í pólitískum tilgangi og reyndar í hverju sem er. Sá sem fremur mannorðsmorðið er ekki að gera sjálfum sér neinn greiða.

Ef eitthvað er að marka langlokuna sem þú birtir hljóta yfirvöld að grípa inní - ef ekki þá ber ykkur - ef þið hafið sannanir fyrir þessu öllu - að gera yfirvöldum grein fyrir málinu.

Ef þið gerið það ekki standið þið uppi sem rógberar og lygarar - og það getur ekki verið ykkar keppikefli -

Gerið nú hreint fyrir YKKAR dyrum og kærið fólkið - eða krefjist þess að kerfið geri það - ef þið liggið á sönnunum og gerið ekkert eru þið meðsekir ef brot hafa verið framin.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 13:07

4 Smámynd: Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir

Sæll Ólafur I Hrólfsson.

Ekki er mér kunnugt um stuðningsfólk mitt á Eyjunni.  Ég hygg þó að margir bloggarar styðji upplýstara, gagnsærra og heiðarlegra samfélag.  Fyrir það vil ég gjarnan standa í öllu falli. 

Mér er heldur ekki kunnugt um það hver "thrainn" er, en frá honum tek ég það sem þú kallar langloku og inniheldur talsvert af áhugaverðum upplýsingum sem ég get sjálfur staðfest að allnokkuð er rétt.  Hef ekki haft tök á að staðfesta allt.

Varðandi mig: Ég er doktor í Iðnaðarverkfræði, með talsverða sérhæfingu í rekjanleika.  Sem ég hef nýtt mér talsvert til að rekja saman athyglisverð tengsl milli manna og fjármagnsflutninga.  Ég er áhugamaður um að Ísland verði byggt upp með raunverulegt siðferði að leiðarljósi.  Ég var stjórnarmaður í Byr 2009-2010 (ég og kona mín kærðum svokölluð "Exeter Holdings" viðskipti til sérstaks saksóknara) og er kunnugt um þau mörg þeirra mála sem riðu því ágæta fyrirtæki að fullu. 

Eins og þú bendir á í lokaorðum þínum er í raun siðferðislega rangt að bera á fólk sakir og gera ekki meira með það.  Þessvegna er svo mikilvægt að Íslendingar standi upp og segi frá því sem þeir vita af óeðlilegum viðskiptum, svo saksóknari og lögregla geti rannsakað málin og fylgt eftir með ákærum sé talin ástæða til.  Það hef ég gert.

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir, 5.5.2010 kl. 13:25

5 identicon

Þakka þér svarið - Gott að vita að maður er að eiga orðastað við skynsamt fólk - það sem situr í mér er það að ef gjörningur þeirra hjóna fer í gegn án athugasemda kerfisins - er þá eitthvað rangt við hann?

Skv. yfirlýsingum á Jón fyrir skuldum og vel það -ég þekki ekkert til þess - - ef svo er hvað er þá athugavert við þennan gjörning ? Ég hefði talið að á sama hátt og í fyrirtækjarekstri setur þú inn hlutafé sem þú tapar ef illa fer - en tapar ekki heimili fjölskyldunnar -

Er þetta ekki bara eðlileg ráðstöfun sem allir sem stunda rekstur ættu að gera - ?? Tryggja samastað fjölskyldunnar.

Ég veit ekki hvort þú hefur lesið bloggið á Eyjunni - það er sorgleg samsuða fúkyrða og lágkúru - eftir að hafa lesið það sem þú skrifar hér að ofan get ég ekki ímyndað mér að það sé þesskonar stuðningur sem þú óskar eftir.

Mín tillaga er sú - þar sem bloggarar hafa gert þetta að pólitísku máli - að þetta verði látið í hendur opinberra aðila til skoðunar en ekki afgreitt á bloggsíðum í formi mannorðsmorðs og - eins og hjá sumum - í pólitískum tilgangi. Ég held að við séum sammála um að niður á slíkt plan megi stjórnmál aldrei sökkva.

Bestu kveðjur

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 14:01

6 identicon

Sæl Sveinn og Rakel.

Við hérna fyrir norðan, erum dolfallin yfir þeim upplýsingum sem á okkur hafa dunið að undanförnu.  Ég mun síðust kvenna mæla því mót að mannorðsmorð séu framin á saklausu fólki, þess vegna höfum við verið að yfirfara málin og velta upp hlutum sem komið hafa upp í hugann í kjölfar þessara frétta allra.  Sumt af þeim hugleiðingum höfum við þegar greint og sent þér, en annað er í vinnslu.

Saman stuðlum við að auknu gagnsæi og upplýsingu - á því þurfum við svo sárlega að halda nú, þegar öll okkar tilvera er í uppnámi, e.t.v. vegna verka þeirra sem við höfum trúað fyrir okkar málum - í góðri trú.

Þorparinn (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband