Leita í fréttum mbl.is

Sigrún Björk Jakobsdóttir og Stapi lífeyrissjóður

Því hefur verið haldið fram að þörf sé á að skipa rannsóknarnefnd vegna sparisjóða annarsvegar og lífeyrissjóða hinsvegar.  Eins og áður hefur verið vikið að er Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri, eiginkona Jóns Björnssonar, f.v. sparisjóðsstjóra SPNOR og núverandi framkvæmdastjóra Lífsvals. 

Sigrún Björk Jakobsdóttir er einn þriggja fulltrúa atvinnurekenda í stjórn lífeyrissjóðsins Stapa.  Hún hefur setið í stjórn sjóðsins frá 8. maí 2008 og mun að minnsta kosti sitja fram til ársfundar hans 6. maí n.k. Sigrún Björk varð stjórnarformaður eftir ársfund í maí 2008 og hefur væntanlega einnig verið það á árinu 2009-2010, þar sem hún er launahæsti stjórnarmaður Stapa, með samtals 765 þúsund fyrir stjórnarstörf á því starfsári.

Aðrir fulltrúar atvinnurekenda í stjórn Stapa eru Guðrún Ingólfsdóttir, Höfn og Anna María Kristinsdóttir, Akureyri, sem mun vera starfsmannastjóri Samherja.  Guðrún Ingólfsdóttir er væntanlega dóttir Ingólfs Ásgrímssonar og er þar með bróðurdóttir Halldórs Ásgrímssonar.  Á síðasta starfsári var bróðir Guðrúnar, Ásgrímur Ingólfsson, í stjórn Stapa.  Það er því óhætt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eigi sína fulltrúa í stjórn Stapa. 

Afkoma Lífeyrissjóðsins Stapa hefur verið vægast sagt léleg á tíma Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur sem stjórnarmanns.  Ósagt skal látið hvort það geti talist henni að kenna, en ljóst má vera að gríðarlegir fjármunir hafa farið til spillis, enda er tryggingafræðileg staða sjóðsins afar slæm og að öllum líkindum von á rýrnandi lífeyrisréttindum.  Meðal þess sem veldur slæmri stöðu sjóðsins er sú staðreynd að forsvarsmenn hans "gleymdu" að lýsa kröfum í þrotabú Straums, eins og fréttahaukar landsins gerðu sér mat úr sl. sumar. 

Ársfundur Stapa fer fram 6. maí n.k.  Áhugavert verður að sjá hvort viðlíka átök verða á þeim fundi og nýafstöðnum ársfundi Gildis, en ljóst má vera að skipan Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og barna Ingólfs Ásgrímssonar í stjórn Stapa eru áhugavert pólitísk áhrif í stjórnum lífeyrissjóða.  

Ársskýrsla: http://www.stapi.is/static/files/arsfundagogn2010/31.desember2009-lokaeintak.pdf

Auglýsing um ársfund: http://www.stapi.is/is/news/arsfundur-sjodsins/

Kannski sjóðsfélagar í Stapa taki undir kröfuna um skipan rannsóknarnefndar um störf lífeyrissjóða og sparisjóða? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er athyglisverð greining hjá þér Sveinn - greinileg og vaxandi þörf fyrir fólk eins og þig í því umhverfi sem hér ríkir.  Þessi tenging lífeyrissjóða og sparisjóða í sama hjónarúminu er forvitnileg, enda ljóst að þetta "fé án hirðis" virðist að verulegu leyti glatað um landið þvert og endilangt, ef allar fréttir sem á okkur dynja reynast réttar.

Ég teldi rétt að þú yrðir skipaður í sérstaka rannsóknarnefnd sem tæki þessi mál til skoðunar - a.m.k. ef menn eru að leita sannleikans í raun og veru.  Ekki gengur að skipa flokkssleikjur, frændur eða frænkur, einhvernveginn sýnist manni það þó líklegasta niðurstaðan í svona nefndarskipan - það eru einfaldlega of margir "high level" aðilar flæktir í þetta mál.  Aðilar sem hafa komist til metorða í stjórnum þessara "fjár án hirðis stofnana" í skjóli flokksins eða ættartengsla.

Ég hvet alla Þorpara hér fyrir norðan að senda á þig upplýsingar sem þú e.t.v. hefur ekki um þessi mál, en eru á allra vitorði hér...

Frásagnir Sigrúnar um að þessi gerningur þeirra hjóna sé "til að hafa allt á hreinu" og að þetta sé "lögformlegur gerningur" er auðvitað orðskrúðið eitt, enda ljóst að verið er að færa eignir af bóndanum í einhverjum "lögformlegum tilgangi" svo notað sé orðskrúð hennar sjálfrar.

Óláni og óhamingju Sjálfstæðisflokksins verður ekki eytt, fyrr en við, venjulegt fólk í flokknum krefjumst hreinsana og að fólk axli ábyrgð á gerðum sínum.  Einhvernvegin er þó "Bláa höndin" búin að kenna fólki að best sé að þegja - því miður.  Nú verða allir að rísa upp og fá heiðarlegt fólk upp á dekk - kosningar nálgast, skýrsla RNA liggur fyrir og það er ekki boðlegt að fólk komist upp með að stunda "business as usual" eins og ekkert hafi gerst.

Þorparinn.

Þorpari (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband