4.5.2010 | 01:22
Fyrirtæki tengd Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og Jóni Björnssyni
Rel-8, gagnagrunnur Jóns Jósefs Bjarnasonar er frábært tól fyrir fólk sem hefur áhuga á greiningu fjárhagsupplýsinga og upplýsingum um tengsl á milli aðila á Íslandi. Eftirfarandi félög eru meðal þess sem fram kemur í honum þegar upplýsingar um hlutafélagaþáttöku Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og Jóns Björnssonar eru skoðaðar:
- Árbakki hestar ehf, 500305 0530. Sigrún Björk og Jón Björnsson bæði stjórnarmenn.
- Sigrún Björk Jakobsdóttir er m.a. meðstjórnandi í Stapa Lífeyrissjóði
- Jón Björnsson er eða hefur verið stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri í m.a. eftirfarandi félögum:
- Einhóll ehf (03.97)
- Landgerði ehf (04.05)
- Fjárhirðar ehf (05.03)
- FSP hf (05.00)
- Lífsval (12.02)
- Njarðarnes ehf (11.02).
- Dyrfjöll ehf (11.05)
- Hró ehf (12.06)
Tenglar
Sparisjóðir
- Byr Byr Sparisjóður er stærsti sparisjóður á Íslandi. Byr varð til við samruna SPH, SPV, SPK og SPNOR. Byr hefur þjónað einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Útrás hefur verið lítil í samanburði ríkisbankana, en einhver þó. Byr á ekki hlut í Exista, eins og staðreyndin er í tilfelli SPRON og SPKEF. Meðallaun starfsmanna Byrs voru með því lægsta sem þekktist í fjármálakerfinu. ALLT ÞETTA BENDIR TIL ÞESS AÐ GRUNNREKSTUR BYRS SÉ HEILBRIGÐUR. Stöndum því vörð um Byr!
Félög tengd Byr
- VBS-Fjárfestingabanki Jón Kristjánsson og Birgir Ómar Haraldsson, stjórnarmenn Byrs, sitja einnig í stjórn VBS. Páll Þór Magnússon, mágur Jóns Kristjánssonar og fyrrum stjórnarmaður í Byr (2007) er stjórnarformaður VBS
- Exeter Holdings - Firmaskrá Exeter Holdings fékk 19.des yfirdrátt (1100 milljónir) frá Byr til kaupa á stofnfé í Byr. Ef þessar 1100 millj. hafa allar runnið til seljanda er virði Byrs í viðskiptunum 55-60 milljarðar. Eigið fé Byrs var 16 millj. 31.12. Exeter Holdings keypti í Byr eftir hrun bankakerfisins. Stofnfjármarkaður með bréf Byrs var lokaður þá. Seljendur voru MP-Banki, stjórnarmenn og starfsmenn Byrs. Ágúst Sindri Karlss., stærsti eigandi Exeter Holdings, var í stjórn MP-Banka árið 2008 og á 4200 hluti í MP-Banka.
- MP-Banki Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs fram í mars 2009 sat í stjórn MP-Banka fram til 2007. MP-Banki lánaði hluta starfs-og stjórnarmanna Byrs fyrir stofnfjáraukningunni í Byr í desember 2007. MP-Banki sá jafnframt um stofnfjármarkað Byrs.
Fjölmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var það þá Jón Björnsson sem samþykkti og greiddi sem stjórnarmaður Njarðarness ehf. þessar 800.000 pr. mán fyrir stjórnarsetu Jóns Kr. Sólness, sem hafði umsýslu með einu eign félagsins, lóðinni góðu á Akureyri. - já og lét hann hafa lúxusbílinn líka? Kom Sigrún kannski að því að úthluta Njarðarnesi ehf. lóðinni? Sennilega besta "kaup" sem greitt hefur verið fyrir að greiða fasteignagjaldaseðla ever!
Er það ekki m.a. útaf Njarðarnesmálinu og Exeter Holdings málinu sem Jón Kr. Sólnes, fyrrverandi stjórnarformaður BYRs er nú með réttarstöðu sakbornings hjá Óla Sérstaka? Gott að hafa þræðina alla í hjónarúminu annars vegar og FLokknum hins vegar.... Þá getur ekkert klikkað!
Skuggalegt !
Skuggi (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:51
Já, það er rétt að Jón Björnsson var stjórnarmaður Njarðarness á meðan Jón Kr Sólnes var framkvæmdastjóri Njarðarness. Aðrir stjórnarmenn voru Jón Þorsteinn Jónsson og Eiður Gunnlaugsson.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur væntanlega úthlutunarvald yfir lóðum, þ.a. augljóst má vera að Sigrún Björk hafi haft með úthlutun lóðarinnar til Njarðarness að gera. Vera kann að hún hafi vikið af fundi, en það kannar e.t.v. glöggur Akureyringur og lætu mig vita.
Kveðja,
Sveinn
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir, 5.5.2010 kl. 00:25
Þeir kalla meira að segja eitt af þessum félögum sínum "Fjárhirðar ehf."
Sennilega hefur þeim á þessum tíma fundist þetta sniðugt!
Skuggalegt !
Skuggi (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.