Leita í fréttum mbl.is

Uppgjörs er þörf

Það er langt um liðið frá því að sett hefur verið færsla inn á Verjum Byr. Satt best að segja var ekki ætlunin að þær yrðu fleiri - mál var að heimilislífið kæmist í fastar skorður og öðrum hlutum væri sinnt en Byr. Ég er stoltur af því starfi sem stofnfjáreigendur í Byr unnu til að bjarga sínu fyrirtæki.  Því miður var ekki nóg gert, enda við sviksama menn að eiga í sumum tilvikum, en menn þorðu í öllu falli að standa upp ogberjast á móti óréttlætinu.

Frétt Ríkissjónvarpsins frá því í kvöld ofbauð hinsvegar algjörlega siðferðiskennd minni og því hef ég ákveðið að leggja vinnu í að greina frá nokkrum þeim atburðum sem, út frá mínum bæjardyrum séð, leiddu til þeirrar sorglegu stöðu að Byr sparisjóður varð gjaldþrota. Sú umfjöllun blandast að nokkru leyti viðlíka sorgarsögu sparisjóðakerfisins í heild sinni og verður því jafnframt vikið að öðrum  sparisjóðum en Byr.

Ég stefni ekki að því að brjóta lög með umfjöllun minni, þ.a. þess er ekki að vænta að einstakar lánveitingar eða málefni viðskiptamanna Byrs muni verða tekin fyrir, nema um viðkomandi hafi verið fjallað á opinberum vettvangi áður. Þess gerist ekki þörf til að koma auga á samhengi hlutanna. En til að byrja með er rétt að fjalla aðeins um fréttina sem mér ofbauð.  Hana má finna á eftirfarandi hlekkjum:

http://www.ruv.is/frett/allar-fasteignir-yfir-a-konuna

http://www.dv.is/frettir/2010/5/3/faerdi-eignir-yfir-eiginkonu-daginn-fyrir-husleit/

í þessari frétt er kaupmála Jóns Björnssonar, f.v.sparisjóðsstjóra SPNOR og Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, f.v. bæjarstjóra áAkureyri og núverandi oddvita Sjálfstæðismanna á Akureyri lýst.  Sigrún Björk Jakobsdóttir og Jón Björnsson tilheyra sterkum hópi áhrifafólks á Akureyri.  

Jón Björnsson hefur margoft komið við sögu á þessari síðu, m.a. í eftirfarandi fréttum:

http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/974723/

http://www.verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/entry/951031/

Eins og mörgum er kunnugt var Jón Björnsson varamaður í stjórn Glitnis.  Hann hefur að líkindum komið inn í stjórnina á aðalfundinum 2008, ef marka má ársskýrslu Glitnis 2007 og svo skráningarlýsingu Glitnis frá sumrinu 2008 (http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=543).  Jón var því ekki stjórnarmaður í Glitni þegar stofnfjáraukningin í Byr og Sparisjóði Norðlendinga fór fram árið 2007.  Á hinn bóginn er vitað að hann, ásamt f.v. formanni stjórnar SPNOR, Jóni Kr. Sólnes, töluðu mjög fyrir því að SPNOR yrði sameinað Byr.  Að endingu varð raunin sú og eftir sitja stofnfjáreigendur í SPNOR flestir með sárt ennið og margir hverjir á leið með sín mál fyrir dómstóla.  

Í dag hljóta stofnfjáreigendur Byrs og sér í lagi stofnfjáreigendur SPNOR að spyrja sig hvort stofnfjáraukningin árið 2007 hafi verið sjónarspil frá upphafi til enda.  Hvort að þeir sem töluðu helst fyrir henni hafi í rauninni gengið annarra erinda en stofnfjáreigenda og fengið fyrir það dúsur frá þeim hæst settu?  Til dæmi framkvæmdastjórastöður, lánveitingar og stjórnarsæti?

Uppgjörs er þörf.  Meira síðar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
Stofnfjáraðilar í Byr. Áhugafólk um að heilbrigt sparisjóðakerfi fái að dafna á Íslandi.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband